Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 56
Kona að draga kolavagn í náinu í Englandi.
ræða störf eins og bókband, skriftir og rit-
arastörf, en þetta voru fyrst og fremst störf
fyrir ógiftar konur. Það var ríkjandi hug-
mynd að giftar konur ættu ekki að vinna ut-
an heimilis og verkalýðshreyfingin setti á
oddinn kröfuna um að ein laun dygðu fjöl-
skyldunni til framfærslu. (Það voru hinir
borgaralegu lifnaðarhættir sem voru hið
eftirsótta, það var verið að koma konunum
aftur inn á heimilin eftir upplausn iðnbylt-
ingarinnar og karlarnir vildu fá sína þjón-
ustu, endurframleiðslan varð að hafa sinn
gang. innsk. ká). Öll lög stefndu að bættu
siðferði, eflingu fjölskyldunnar og mikilvægi
fagurs og göfugs heimilis.
Dæmið um konurnar sem unnu við kola-
námurnar í Lancashire um 1860 sýnir þetta
vel. Þær unnu ekki við sérlega slæm skilyrði,
flestar þeirra voru ógiftar eða ekkjur, en
samt þreyttust menn ekki á að hneykslast og
gagnrýna narðlega að konur skyldu vinna í
þessum iðnaði, þó að þær væru ekki niðri í
námunum. Það var sagt ókvenlegt að vinna í
buxum og að verða svartar í framan. Kon-
urnar voru sagðar í samkeppni við karl-
mennina um vinnu sem karlar hefðu alla tíð
setið einir að. Undir niðri mátti greina andúð
á því að konur stunduðu launavinnu. Slíkt
var í andstöðu við tíðarandann sem krafðist
kvenleika og hreinleika af þeirri gerð sem
kenndur hefur verið við Viktoríu drottningu.
Rekstur heimila, jafnvel þar sem engin
framleiðsla fer fram, getur svo sannnarlega
verið fullt starf og ekki er að efa að líf okkar
margumtöluðu kvenna sem giftar voru inn í
stéttir iðnverkamanna fór batnandi, en sem
fyrr segir fóru áhrif þeirra meðal vinnandi
fólks ört þverrandi. Gamlar hugmyndir um
það hvað hæfði konum í opinberu lífi kom-
ust aftur á kreik, konurnar einangruðust á
heimilunum, mikilvægi starfa þeirra fór
minnkandi og allt varð þetta til að draga úr
áhrifum kvenna innan fjölskyldunnar, og
samfélagsins.
Að lokum þetta. Kúgun og útilokun
kvenna frá opinberu lífi var ekki nærri því
eins áberandi meðan heimilin voru
framleiðslueining, en alla tíð höfðu k.onur
minni lagaleg réttindi en karlar. En — það
þarf ekki annað en að líta á alþýðuhreyfing-
una á síðari hluta 19. aldarinnar til að sjá að
rödd kvenna hljómaði hátt, en þagnaði svo
næstum því alveg um margra áratuga skeið.
Snarað og endursagt af
Kristínu Ástgeirsdóttur
Skýríngar:
1. Nafn Charitstahreyfingarinnar er komið frá
stefnuyfirlýsingu sem samþykkt var 1838, The
People’s Charter. Þar settu þeir fram kröfur
sínar í sex liðum. 1. um almennan kosningarétt
karla, 2. leynilegar kosningar, 3. árlegar kosn-
ingar til þingsins, 4. þingfararkaup sem gerði fá-
tækum kost á að komast á þing, 5. kjörgengi
væri ekki bundið við eign og 6. réttlátari kjör-
dæmaskiptingu.
Einn stærsti sigurinn sem Chartistar unnu var
þegar samþykktur var 10 stunda vinnudagur
1847 sem bætti kjör verkafólks til muna.
2. Hagfræðingurinn Matlhus var einn af lærisvein-
um Adams Smiths og þar af leiðandi einn af
frjálshyggjupostulum 19. aldar. í Sögu auðs og
stétta eftir Leo Huberman er sagt nokkuð frá
Malthusi og kenningum hans.
3. Feargus O'Connor var einn af leiðtogum Chart-
ista og taldist til yngri kynslóðarinnar í þeirra
hópi. Hann var ritstjóri Northern Star. Hann
velgdi borgarastéttinni heldur betur undir ugg-
um þegar hann setti fram kröfur um stórkaup á
jarðnæði sem siðar yrði deilt milli verkafólks.
4. Um miðja öldina voru sett fjölmörg lög til að
reyna að ná valdi á skipulagsleysinu og upp-
lausninni sem fylgdi í kjölfar iðnbyltingarinnar.
Sum þessara laga beindust gegn hagsmunum
verkafólks og komu að litlu gagni öðru en því að
efla baráttu gegn kapitalismanum.
54