Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 56

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 56
Kona að draga kolavagn í náinu í Englandi. ræða störf eins og bókband, skriftir og rit- arastörf, en þetta voru fyrst og fremst störf fyrir ógiftar konur. Það var ríkjandi hug- mynd að giftar konur ættu ekki að vinna ut- an heimilis og verkalýðshreyfingin setti á oddinn kröfuna um að ein laun dygðu fjöl- skyldunni til framfærslu. (Það voru hinir borgaralegu lifnaðarhættir sem voru hið eftirsótta, það var verið að koma konunum aftur inn á heimilin eftir upplausn iðnbylt- ingarinnar og karlarnir vildu fá sína þjón- ustu, endurframleiðslan varð að hafa sinn gang. innsk. ká). Öll lög stefndu að bættu siðferði, eflingu fjölskyldunnar og mikilvægi fagurs og göfugs heimilis. Dæmið um konurnar sem unnu við kola- námurnar í Lancashire um 1860 sýnir þetta vel. Þær unnu ekki við sérlega slæm skilyrði, flestar þeirra voru ógiftar eða ekkjur, en samt þreyttust menn ekki á að hneykslast og gagnrýna narðlega að konur skyldu vinna í þessum iðnaði, þó að þær væru ekki niðri í námunum. Það var sagt ókvenlegt að vinna í buxum og að verða svartar í framan. Kon- urnar voru sagðar í samkeppni við karl- mennina um vinnu sem karlar hefðu alla tíð setið einir að. Undir niðri mátti greina andúð á því að konur stunduðu launavinnu. Slíkt var í andstöðu við tíðarandann sem krafðist kvenleika og hreinleika af þeirri gerð sem kenndur hefur verið við Viktoríu drottningu. Rekstur heimila, jafnvel þar sem engin framleiðsla fer fram, getur svo sannnarlega verið fullt starf og ekki er að efa að líf okkar margumtöluðu kvenna sem giftar voru inn í stéttir iðnverkamanna fór batnandi, en sem fyrr segir fóru áhrif þeirra meðal vinnandi fólks ört þverrandi. Gamlar hugmyndir um það hvað hæfði konum í opinberu lífi kom- ust aftur á kreik, konurnar einangruðust á heimilunum, mikilvægi starfa þeirra fór minnkandi og allt varð þetta til að draga úr áhrifum kvenna innan fjölskyldunnar, og samfélagsins. Að lokum þetta. Kúgun og útilokun kvenna frá opinberu lífi var ekki nærri því eins áberandi meðan heimilin voru framleiðslueining, en alla tíð höfðu k.onur minni lagaleg réttindi en karlar. En — það þarf ekki annað en að líta á alþýðuhreyfing- una á síðari hluta 19. aldarinnar til að sjá að rödd kvenna hljómaði hátt, en þagnaði svo næstum því alveg um margra áratuga skeið. Snarað og endursagt af Kristínu Ástgeirsdóttur Skýríngar: 1. Nafn Charitstahreyfingarinnar er komið frá stefnuyfirlýsingu sem samþykkt var 1838, The People’s Charter. Þar settu þeir fram kröfur sínar í sex liðum. 1. um almennan kosningarétt karla, 2. leynilegar kosningar, 3. árlegar kosn- ingar til þingsins, 4. þingfararkaup sem gerði fá- tækum kost á að komast á þing, 5. kjörgengi væri ekki bundið við eign og 6. réttlátari kjör- dæmaskiptingu. Einn stærsti sigurinn sem Chartistar unnu var þegar samþykktur var 10 stunda vinnudagur 1847 sem bætti kjör verkafólks til muna. 2. Hagfræðingurinn Matlhus var einn af lærisvein- um Adams Smiths og þar af leiðandi einn af frjálshyggjupostulum 19. aldar. í Sögu auðs og stétta eftir Leo Huberman er sagt nokkuð frá Malthusi og kenningum hans. 3. Feargus O'Connor var einn af leiðtogum Chart- ista og taldist til yngri kynslóðarinnar í þeirra hópi. Hann var ritstjóri Northern Star. Hann velgdi borgarastéttinni heldur betur undir ugg- um þegar hann setti fram kröfur um stórkaup á jarðnæði sem siðar yrði deilt milli verkafólks. 4. Um miðja öldina voru sett fjölmörg lög til að reyna að ná valdi á skipulagsleysinu og upp- lausninni sem fylgdi í kjölfar iðnbyltingarinnar. Sum þessara laga beindust gegn hagsmunum verkafólks og komu að litlu gagni öðru en því að efla baráttu gegn kapitalismanum. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.