Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 87
Þjóðernishyggja og sagnaritun
Ingi Sigurðsson og Þór Whitehead svara spurningum Sagna
Að hvaða marki hefur þjóðernis-
hyggja mótað sagnaritun
íslendinga?
Ingi Sigurösson:
í jafnstuttu máli og mér er hér ætlað er að-
eins unnt að drepa á fáein atriði, sem varða
áhrif þjóðernishyggju á sagnaritun
íslendinga.
Þjóðernishyggja birtist með ýmsum hætti,
og er því skilgreining á henni erfiðleikum
bundin. í þessu sambandi er rétt að benda á,
að þjóðernishyggja og rómantík verða oft
naumast aðgreindar. Þjóðernissinnuð við-
horf koma fram í íslenzkri sagnaritun fyrr á
öldum, og má þar nefna sem dæmi verk Arn-
gríms lærða. En það er ekki fyrr en á önd-
verðri 19. öld, að þjóðernishyggja verður
sérlega mikilvæg hugmyndastefna í Vestur-
Evrópu almennt, og skömmu síðar verða
áhrif hennar á íslenzka sagnaritun býsna
mikil. Þjóðernishyggja setur síðan svip á
sagnaritun íslendinga allt til þessa dags (og
sama máli gegnir reyndar um sagnaritun
margra annarra þjóða). Mest ber á þessum
áhrifum fram á öndverða 20. öld, en eftir
þann tíma gætir þeirra einnig talsvert.
Hvað snertir val viðfangsefna á sviði
sagnaritunar, kom þjóðernishyggja fram í
því, að mjög mikið var fjallað um þjóð-
veldisöld — það tímabil, sem talið var
glæstast í sögu íslands — og þá þætti þjóðar-
sögunnar, sem lúta að samskiptum íslend-
inga og Dana. í sambandi við fyrrnefnda
viðfangsefnið ber að geta þess, að hinn mikli
áhugi á norrænum miðaldafræðum, sem
ríkti meðal germanskra þjóða, átti sinn þátt í
því að beina starfi íslenzkra fræðimanna að
verkefnum, sem varða fyrstu aldir
íslandssögunnar. í sjálfstæðisbaráttunni var
beitt sagnfræðilegum rökum (það gerðu t.d.
Jón Sigurðsson og Jón Þorkelsson þjóð-
skjalavörður), og af því leiddi, að menn tóku
til rannsóknar svið, þar sem þeim gat orðið
vel til fanga að þessu leyti. Mörg yfirlitsrit
um íslandssögu bera þess merki, að uppruni
íslendinga og staða þeirra sem þjóðar voru
mönnum sérlega hugleikin. Þegar kemur
fram á 20. öld, verða viðfangsefni íslenzkra
sagnfræðinga fjölbreyttari en áður, og má
greina vissa þróun i þessa átt allt til samtím-
ans. Hinum gömlu eftirlætisviðfangsefnum
íslenzkra sagnfræðinga hefur þó alltaf verið
mikið sinnt.
Það er eitt af einkennum íslenzkrar sagna-
ritunar á 19. og 20. öld, að fáir sagnfræð-
ingar hafa kafað djúpt í viðfangsefni, sem
ekki lúta að sögu íslendinga og samskipta
þeirra við aðrar þjóðir. Gætir hér eflaust
áhrifa þjóðernishyggju, þótt margt fleira
komi til.
Hugmyndafræðileg afstaða í mörgum
sagnaritum íslendinga frá 19. og 20. öld
mótast mjög af þjóðernishyggju. Mikið var
gert úr afrekum íslenzku þjóðarinnar og úr
þjóðveldisöldinni. Mikilvægi íslenzks þjóð-
areðlis var mjög haldið fram. Kala gætti i
garð Dana vegna meðferðar þeirra á íslend-
ingum. Lögð var áherzla á þá vakningu, sem
orðið hafði á íslandi síðan á upplýsingaröld,
og ýmsir leiðtogar í sjálfstæðisbaráttunni
voru mjög rómaðir af samtimamönnum og
eftirkomendum. Urðu einstakir menn þjóð-
hetjur, Jón Sigurðsson þó fyrst og fremst.
Afstaða af því tagi, sem hér greinir, varð
áberandi undir miðja 19. öld. Og hjá áhrifa-
miklum höfundum um söguleg efni á 20.
öld, svo sem Jónasi Jónssyni frá Hriflu,
Guðmundi Finnbogasyni, Páli Eggert Óla-
syni og Sigurði Nordal, koma ýmist fram
einstakir eða allir þættir hennar. En síðustu
85