Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 87

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 87
Þjóðernishyggja og sagnaritun Ingi Sigurðsson og Þór Whitehead svara spurningum Sagna Að hvaða marki hefur þjóðernis- hyggja mótað sagnaritun íslendinga? Ingi Sigurösson: í jafnstuttu máli og mér er hér ætlað er að- eins unnt að drepa á fáein atriði, sem varða áhrif þjóðernishyggju á sagnaritun íslendinga. Þjóðernishyggja birtist með ýmsum hætti, og er því skilgreining á henni erfiðleikum bundin. í þessu sambandi er rétt að benda á, að þjóðernishyggja og rómantík verða oft naumast aðgreindar. Þjóðernissinnuð við- horf koma fram í íslenzkri sagnaritun fyrr á öldum, og má þar nefna sem dæmi verk Arn- gríms lærða. En það er ekki fyrr en á önd- verðri 19. öld, að þjóðernishyggja verður sérlega mikilvæg hugmyndastefna í Vestur- Evrópu almennt, og skömmu síðar verða áhrif hennar á íslenzka sagnaritun býsna mikil. Þjóðernishyggja setur síðan svip á sagnaritun íslendinga allt til þessa dags (og sama máli gegnir reyndar um sagnaritun margra annarra þjóða). Mest ber á þessum áhrifum fram á öndverða 20. öld, en eftir þann tíma gætir þeirra einnig talsvert. Hvað snertir val viðfangsefna á sviði sagnaritunar, kom þjóðernishyggja fram í því, að mjög mikið var fjallað um þjóð- veldisöld — það tímabil, sem talið var glæstast í sögu íslands — og þá þætti þjóðar- sögunnar, sem lúta að samskiptum íslend- inga og Dana. í sambandi við fyrrnefnda viðfangsefnið ber að geta þess, að hinn mikli áhugi á norrænum miðaldafræðum, sem ríkti meðal germanskra þjóða, átti sinn þátt í því að beina starfi íslenzkra fræðimanna að verkefnum, sem varða fyrstu aldir íslandssögunnar. í sjálfstæðisbaráttunni var beitt sagnfræðilegum rökum (það gerðu t.d. Jón Sigurðsson og Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður), og af því leiddi, að menn tóku til rannsóknar svið, þar sem þeim gat orðið vel til fanga að þessu leyti. Mörg yfirlitsrit um íslandssögu bera þess merki, að uppruni íslendinga og staða þeirra sem þjóðar voru mönnum sérlega hugleikin. Þegar kemur fram á 20. öld, verða viðfangsefni íslenzkra sagnfræðinga fjölbreyttari en áður, og má greina vissa þróun i þessa átt allt til samtím- ans. Hinum gömlu eftirlætisviðfangsefnum íslenzkra sagnfræðinga hefur þó alltaf verið mikið sinnt. Það er eitt af einkennum íslenzkrar sagna- ritunar á 19. og 20. öld, að fáir sagnfræð- ingar hafa kafað djúpt í viðfangsefni, sem ekki lúta að sögu íslendinga og samskipta þeirra við aðrar þjóðir. Gætir hér eflaust áhrifa þjóðernishyggju, þótt margt fleira komi til. Hugmyndafræðileg afstaða í mörgum sagnaritum íslendinga frá 19. og 20. öld mótast mjög af þjóðernishyggju. Mikið var gert úr afrekum íslenzku þjóðarinnar og úr þjóðveldisöldinni. Mikilvægi íslenzks þjóð- areðlis var mjög haldið fram. Kala gætti i garð Dana vegna meðferðar þeirra á íslend- ingum. Lögð var áherzla á þá vakningu, sem orðið hafði á íslandi síðan á upplýsingaröld, og ýmsir leiðtogar í sjálfstæðisbaráttunni voru mjög rómaðir af samtimamönnum og eftirkomendum. Urðu einstakir menn þjóð- hetjur, Jón Sigurðsson þó fyrst og fremst. Afstaða af því tagi, sem hér greinir, varð áberandi undir miðja 19. öld. Og hjá áhrifa- miklum höfundum um söguleg efni á 20. öld, svo sem Jónasi Jónssyni frá Hriflu, Guðmundi Finnbogasyni, Páli Eggert Óla- syni og Sigurði Nordal, koma ýmist fram einstakir eða allir þættir hennar. En síðustu 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.