Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 29

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 29
Hallgerður Gísladóttir: Kvennasöguhópur í Háskóla íslands í haust sem leið barst í tal meðal nokkurra kvenna, sem stunda sagnfræðinám í H.Í., hvort ekki mætti reyna að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir hér á sviði kvennasögurannsókna. í þessum efnum er ísland skammarlega langt á eftir miðað við nágrannalöndin en á síðasta áratug hefur orðið talsverð vitundarvakning um það að konur eiga sér sögu sem um ýmislegt er frá- brugðin sögu karla og birtist ekki nema að litlu leyti í þeirri söguritun sem tiðkast hefur um aldir. Þessi vakning hefur leitt til rann- sókna og ráðstefnuhalds um hagi kvenna á hinum ýmsu tímabilum sögunnar. Oft hefur verið byrjað á söfnun munnlegra heimilda með viðtölum við eldri konur því að margt er á huldu í gögnum frá fyrri hluta aldarinnar um líf og störf kvenna — ekki einungis vegna þess að konur hafa lengst af sýslað um þau svið mannlifsins sem ekki eru á skýrslur færð, heldur einnig vegna ýmis konar launa- vinnu sem konur hafa unnið á heimilum sín- um og ekki hefur heldur þótt ástæða til að færa bækur um. Heimildir um slíka hluti lifa því aðeins í vitund þess fólks sem lifði þá og fara forgörðum jafnt og þétt. Víða í evrópskum háskólum eru nú sérstök námskeið um kvennasögu og aðferðir henn- ar. Þær eru nátengdar aðferðum þjóðhátta- fræði þar sem heimildir eru oftast sundur- laus brot og margt þarf að lesa milli línanna, auk þess sem áhersla er lögð á munnlega heimildasöfnun. Þetta má rekja til þess, að um er að ræða „hversdagslega hluti“, sem sjaldnast hafa þótt verðir sérstakrar umfjöll- unar. Þar kom, að áðurnefndar konur, sem allar stunda nám á cand mag stigi i sögu, ákváðu að hittast formlega til að ræða þessi mál. Þar sem ég er ein af þessum ,,áðurnefndu“ mun ég hér eftir tala um þær í fyrstu persónu. Við ákváðum sem sé til að byrja með, að athuga hvað hefði verið skrifað af námsritgerðum um kvennasögu við æðstu menntastofnanir landsins. í ljós kom, að reyndar var talsvert til af ritgerðum sem tengdust kvennasögu, bæði við Kennaraháskólann og H.í. Stærsta rannsóknin á þessu sviði er þó cand mag rit- gerð Sigríðar Erlendsdóttur um vinnu kvenna i Reykjavík á árunum 1880—1914. Einnig var ákveðið að beina þeim tilmæl- um til námsnefndar á cand mag stigi í sögu, að boðið yrði upp á sérstakt námskeið í kvennasögu næsta vetur. Var síðan stílað bréf til nefndarinnar um málið og brást hún fljótt og vel við. Mun nú liggja fyrir, að Sig- ríður Erlendsdóttir kenni 10 eininga nám- skeið í kvennasögu á næsta námsári, þar sem fjallað verður um tímabilið 1880—1920. Þá ákváðum við, að leggja fyrir þá, sem völd hafa um forgangsröðun rannsókna í landinu hvort ekki væri kominn tími til að verja fjármunum til rannsókna á sögu íslenskra kvenna og sóttum um styrk til Vís- indasjóðs og Þjóðhátíðarsjóðs til að fram- kvæma munnlega heimildasöfnun um kjör kvenna í þéttbýli hérlendis á fyrri hluta ald- arinnar. Fengum við til þess uppörvun og meðmæli góðra manna í faginu. Hvort þetta ber árangur á svo eftir að koma í ljós, en við erum vongóðar og búumst við hinu besta. Föstudaginn 26. mars hélt Dorothy Thompson, breskur sagnfræðingur fyrirlest- ur i Norræna húsinu í boði kvennasöguhóps um hlut kvenna í Chartistahreyfingunni á Bretlandi. Fyrirlestur hennar verður birtur annars staðar í blaðinu. Nú er fram undan próftíð og síðan sum- arið, þannig að ekki er að vænta blómlegs starfs af hálfu kvennasöguhóps, frekar en annarra starfshópa í H.í. það sem eftir er af þessu námsári. En það er von mín, að næsta haust komi áhugafólk um kvennasögu í H.í. margeflt til starfa að þessu vanrækta sviði ís- lenskrar sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.