Sagnir - 01.05.1982, Síða 29
Hallgerður Gísladóttir:
Kvennasöguhópur í Háskóla íslands
í haust sem leið barst í tal meðal nokkurra
kvenna, sem stunda sagnfræðinám í H.Í.,
hvort ekki mætti reyna að bæta úr því
ófremdarástandi sem ríkir hér á sviði
kvennasögurannsókna. í þessum efnum er
ísland skammarlega langt á eftir miðað við
nágrannalöndin en á síðasta áratug hefur
orðið talsverð vitundarvakning um það að
konur eiga sér sögu sem um ýmislegt er frá-
brugðin sögu karla og birtist ekki nema að
litlu leyti í þeirri söguritun sem tiðkast hefur
um aldir. Þessi vakning hefur leitt til rann-
sókna og ráðstefnuhalds um hagi kvenna á
hinum ýmsu tímabilum sögunnar. Oft hefur
verið byrjað á söfnun munnlegra heimilda
með viðtölum við eldri konur því að margt er
á huldu í gögnum frá fyrri hluta aldarinnar
um líf og störf kvenna — ekki einungis vegna
þess að konur hafa lengst af sýslað um þau
svið mannlifsins sem ekki eru á skýrslur
færð, heldur einnig vegna ýmis konar launa-
vinnu sem konur hafa unnið á heimilum sín-
um og ekki hefur heldur þótt ástæða til að
færa bækur um. Heimildir um slíka hluti lifa
því aðeins í vitund þess fólks sem lifði þá og
fara forgörðum jafnt og þétt.
Víða í evrópskum háskólum eru nú sérstök
námskeið um kvennasögu og aðferðir henn-
ar. Þær eru nátengdar aðferðum þjóðhátta-
fræði þar sem heimildir eru oftast sundur-
laus brot og margt þarf að lesa milli línanna,
auk þess sem áhersla er lögð á munnlega
heimildasöfnun. Þetta má rekja til þess, að
um er að ræða „hversdagslega hluti“, sem
sjaldnast hafa þótt verðir sérstakrar umfjöll-
unar.
Þar kom, að áðurnefndar konur, sem allar
stunda nám á cand mag stigi i sögu, ákváðu
að hittast formlega til að ræða þessi mál. Þar
sem ég er ein af þessum ,,áðurnefndu“ mun
ég hér eftir tala um þær í fyrstu persónu. Við
ákváðum sem sé til að byrja með, að athuga
hvað hefði verið skrifað af námsritgerðum
um kvennasögu við æðstu menntastofnanir
landsins. í ljós kom, að reyndar var talsvert
til af ritgerðum sem tengdust kvennasögu,
bæði við Kennaraháskólann og H.í. Stærsta
rannsóknin á þessu sviði er þó cand mag rit-
gerð Sigríðar Erlendsdóttur um vinnu
kvenna i Reykjavík á árunum 1880—1914.
Einnig var ákveðið að beina þeim tilmæl-
um til námsnefndar á cand mag stigi í sögu,
að boðið yrði upp á sérstakt námskeið í
kvennasögu næsta vetur. Var síðan stílað
bréf til nefndarinnar um málið og brást hún
fljótt og vel við. Mun nú liggja fyrir, að Sig-
ríður Erlendsdóttir kenni 10 eininga nám-
skeið í kvennasögu á næsta námsári, þar sem
fjallað verður um tímabilið 1880—1920.
Þá ákváðum við, að leggja fyrir þá, sem
völd hafa um forgangsröðun rannsókna í
landinu hvort ekki væri kominn tími til að
verja fjármunum til rannsókna á sögu
íslenskra kvenna og sóttum um styrk til Vís-
indasjóðs og Þjóðhátíðarsjóðs til að fram-
kvæma munnlega heimildasöfnun um kjör
kvenna í þéttbýli hérlendis á fyrri hluta ald-
arinnar. Fengum við til þess uppörvun og
meðmæli góðra manna í faginu. Hvort þetta
ber árangur á svo eftir að koma í ljós, en við
erum vongóðar og búumst við hinu besta.
Föstudaginn 26. mars hélt Dorothy
Thompson, breskur sagnfræðingur fyrirlest-
ur i Norræna húsinu í boði kvennasöguhóps
um hlut kvenna í Chartistahreyfingunni á
Bretlandi. Fyrirlestur hennar verður birtur
annars staðar í blaðinu.
Nú er fram undan próftíð og síðan sum-
arið, þannig að ekki er að vænta blómlegs
starfs af hálfu kvennasöguhóps, frekar en
annarra starfshópa í H.í. það sem eftir er af
þessu námsári. En það er von mín, að næsta
haust komi áhugafólk um kvennasögu í H.í.
margeflt til starfa að þessu vanrækta sviði ís-
lenskrar sögu.