Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 41

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 41
lögunum var breytt 1907 og því lék kvenrétt- indakonum hugur á að sanna að þær ættu mannréttindin skilin; ef þær nýttu þau ekki gæti það orðið dragbítur á frekari ávinninga. Stærstu baráttumálin voru ókomin í höfn, kosningaréttur og kjörgengi til alþingis og réttur til embætta. Nú skipti sköpum að búið var að stofna Kvenréttindafélagið (KRFÍ 1907), en tilgangur þess var að berjast fyrir kosningarétti og kjörgengi til alþingis, ásamt fleiri réttindamálum kvenna. Bríet hafði ýj- að að því allt frá 1904 er hún kom upptendr- uð af kvennréttindaanda frá Norðurlöndun- um, að konur ættu að fara að huga að bæjarstjórnarkosningum. Þegar leiðin opnaðist kom strax upp hugmynd innan KRFÍ um að leita leiða til að koma konum inn í bæjarstjórnina: „Nú kemur til kasta vorra reykvísku kvennanna að ganga undan öðrum konum landsins með að nota oss þessi réttindi, kosningaréttinn og kjörgengið. Það væri stór svívirðing fyrir oss og illa launuð góð tiltrú og liðsinni þeirra manna sem barist hafa fyrir þessu máli, bæði hér í bæjarstjórninni og á þinginu, ef vér nú ekki sýndum áhuga á þessum næstu kosn- •ingum bæði með því að mæta margar á kjörfundin- um til þess að gefa atkvæði um það hverjir skulu næstu árin sitja í bæjarstjórninni og til að koma konum inn í hana“. (Kvennablaðið 30. sept. 1907). Og Bríet dregur tilganginn saman í þessi orð: „Fyrir oss konurnar ætti aðalatriðið við þessar kosningar að vera að koma konum að. Það er byrj- unin sem hér er um að ræða. Ef vér notum nú ekki tækifærið þá er það sú pólitíska synd, sem hefnir sín í öllum kvennamálum vorum síðar. Á næsta þingi yrði það ástæða móti pólitískum réttindum kvenna“. (Kvennablaðið 30. nóv. 1907). Og enn segir hún: „Sómi vor liggur við að vér berum af oss það ámæli að við séum almennt áhugalausar um þessi mál“. „Fortapaðir listar“ Eftir að hugmyndin um framboð kvenna var komin fram hófst KRFÍ þegar handa. Leitað var til annarra kvenfélaga í bænum og varð endirinn sá að 6 félög ákváðu að standa að framboðinu. Nefnd var sett á lagg- imar til að undirbúa kosningarnar og fá kon- ur í framboð. Ein kona var fyrir hverja fimm meðlimi i félögunum, alls 33 konur. Nokkur hávaði varð í KRFÍ þegar verið var að kjósa í undirbúningsnefndina, þótti sumum sem Bríet formaður færi ekki að fundarsköpum. Sennilega lá þar að baki að skoðanir voru mjög skiptar um það hvort konurnar ættu að bjóða fram einar sér eða leita samstarfs við aðra. Bríet segir i Kvennablaðinu 30. nóv. 1907: „Mjög eru skiftar skoðanir um það hvort betra sé og vænlegra til að koma konum að í bæjarstjórn fyrir kvenfólkið að vera eitt sér eða slá sér saman við karl- mennina“. Briet var mjög á móti samvinnu, en þegar til- boð kom frá iðnaðarmönnum um samstarf varð hún undir og var um tíma reynt að komast að samkomulagi um röðun á lista. Iðnaðarmenn höfðu einkum augastað á frú Katrínu Magnússon „vegna vinsælda manns hennar“ að sögn Bríetar. Auk Katrínar gáfu Briet og frú Guðrún Björnsdóttir kost á sér á lista. Samningaumleitanir fóru út um þúfur; enn vitnum við til frásagnar B.B.: „Iðnaðarmenn höfðu sett upp fjóra lista og þær 3 konur sem voru frambjóðendur kvenna komust allar á listann. Frú Katrín sem þeir vildu helst og töldu vinsælasta fékk efsta sæti á ómögulegum lista sem allir vissu að var „fortapaður" fyrir fram og frú Bríet og frú Guðrún urðu 7. og 8. á lélegum listum.“ (Afmælisrit KRFÍ 1947). Og síðar: „Samvinnan um listana hélt því áfram til 4. janúar. Þá hafði samvinnunefnd kvenna loksins orðið skilj- anlegt að samvinnan var engin önnur en sú að tryggja sér fylgi kvenna með þessum listum iðnaðar- manna, sem einhver kvennanöfn stóðu einhvers staðar á. Það voru aðeins atkvæði þeirra sem sóst var eftir, fulltrúarnir máttu sigla sinn sjó.“ (Af- mælisrit KRFÍ 1947). Þrátt fyrir tafir var listanum skilað á til- settum tíma og konurnar efndu til funda til að fræða væntanlega kjósendur um bæjar- stjórnarmálin, hlutfallskosningar og kven- réttindi. Segir Bríet svo frá að kvennalistinn hafi sprengt utan af sér stærsta fundarhús- næðið í bænum, jafnvel þótt veður væru vond. Auk funda var tekið upp það ráð að húsvitja í hvert einasta hús þar sem at- kvæðisbæra konu var að finna, þrisvar sinn- um alls. Níu húsvitjunarnefndir störfuðu í bænum og hafði hver formaður tvær konur sér til halds og trausts. Bríet nefnir formenn- ina til að halda nafni þeirra á lofti, en í aug- um nútímalesenda vekja eftirnöfn þeirra upp hugrenningar um liðinn tíma og skulu þau þess vegna talin hér. Konurnar voru: Anna Jónsson (yfirdómara), Margrét Zoéga, Ingi- björg Johnsen, Sigþrúður Kristjánsson, Marta Einarsson, Franziska Olsen, Valgerð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.