Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 51

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 51
frá upphafi iðnbyltingarinnar. Þess eru mörg dæmi að Chartistaleiðtogarnir ávarpi konur sérstaklega. Stundum voru skipulagðir fund- ir kvenna einna. Einn af leiðtogunum Henry Vincent segir frá slikum fundum sem hann sótti 1838, þar sem konur tóku til máls og fluttu þrumandi ræður. Næsta ár var fjöldi Chartista handtekinn og þá gripu konur til þeirra ráða að styðja þá með bréfaskriftum, opinberum yfirlýsingum og peningum. Henry Vincent lenti í steininum og skrifaði þá sérstakt ávarp til kvenna í Englandi og Suður-Wales. Hann segir: „Pólitísk félög kvenna eru meðal þess mikilvægasta í hreyfingu okkar, því aldrei fyrr hafa konur skynj- að af slíku réttmæti, félagslegt og pólitískt mikil- vægi sitt. Konur þið eruð oft spurðar hvað stjórnmál komi ykkur við! Bendið á andstyggilega verksmiðju- kerfið. Bendið á velsku hæðirnar þar sem konurnar þræla eins og húðarjálkar. Bendið á allsleysi heimilanna og eymd fjölskyldnanna. Bendið á okurverðið á mat og klæðum. Bendið á lágu launin sem mennirnir ykkar fá. Meðan stjórnendur gátu sannfært konur um að stjórnmál kæmu þeim ekkert við, hélst óréttlætið við lýði. Harðstjórarnir vissu að börnin myndu alast upp sem þrælar, en nú þegar konur hafa tekið afstöðu, sjá harðstjórarnir endalok sín nálgast. Þeir tala um að draga úr áhrifum Chartista, þegar hvert eldhús er orðið að fundarstað! Jafnvel litlu börnin eru orðin félagar í hreyfingunni. Hinar góðu mæður eru kennarar þeirra í baráttunni.“ Fyrir tíma Chartistahreyfingarinnar var vitað um pólitisk félög kvenna á örfáum stöðum, einkum í Lancashire, en fjöldi kven- félaga meðal Chartista var eitthvað alveg nýtt. Eftir fund í Kersal Moor í maí 1839 var sagt í blaðinu „Annual Register“ að eina ný- mælið sem vert væri að nefna, væri fjöldi fulltrúa kvenfélaga á fundinum. í árslok 1839 voru starfandi um 70 kvenfélög innan hreyfingarinnar, en félögin voru vel að merkja aðeins lítill hluti af starfi kvenna inn- an hennar. (Hér bætti D.T. því við að einn nemenda sinna sem hefði farið að leita uppi slík kvenfélög væri nú komin yfir hundrað- ið). I sumum héruðum þar sem hreyfingin var sterk störfuðu ekki sérfélög kvenna, þó að þær héldu stundum sér fundi. Eftir kosningarnar 1847 (þá var nýbúið að útvíkka kostningaréttinn örlítið) var haldið stærðar teboð til heiðurs frambjóðanda Chartista. Það var skipulagt af konum og í endurminningum segir frá því að konurnar hafi sett svip sinn á boðið með því að nota óspart græna litinn, tákn Chartista, með því að skreyta hatta sína borðum, veifa grænum vasaklútum eða skrýðast grænum kjólum. Setjum kaupmanninn á hausinn Það er erfitt að segja til um fjölda kvenna í Chartistahreyfingunni. Sumar þeirra að- gerða sem beitt var náðu aðeins tilgangi með öflugum stuðningi kvenna, t.d. þegar kaup- menn voru settir í bann (exclusive dealing). Þessi aðferð hafði verið notuð af velstæðum Það voru ekki bara enskar konur sem þurftu að strita í námunum myrkranna á milli. Myndin sýnir er börn eru látin síga niður í námu. viðskiptavinum gegn róttækum verslunareig- endum. Áður en atkvæðagreiðslur urðu leynilegar var hægt að sjá hvern kaupmaðurinn kaus og margir róttækir kaupmenn voru settir á hausinn, með því að hinir riku versluðu ekki við þá. General Naiper sem taldist til hinna róttæku í Bath árið 1837 sagði um þetta: „íhaldsmenn, einkum konur, eru að refsa öllum róttækum kaupmönnum. Getum við látið það viðgang- ast að fátækur kaupmaður fari á vonarvöl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.