Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 104
Valdimar Unnar Valdimarsson:
Hafði verslunin áhrif á afstöðuna
til Sovétríkjanna?
Um afstöðu íslands og annarra Norðurlanda á Allsherjarþingum
S.Þ. 1946—1963
Árið 1967 skilaði Kurt nokkur Jacobsen
magistersritgerð til Oslóarháskóla. Ritgerðin
fjallar um kosningahegðun Norðurlandanna
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árin
1946—1963. Þar er að finna ýmsar töflur og
tölulegar upplýsingar, sem unnt er að nota til
að gera nánar úttektir. Sá er einmitt tilgang-
urinn með þessari grein. Henni er ætlað að
gefa nokkra mynd af því hvernig íslendingar
hegðuðu sér í atkvæðagreiðslum á Alls-
herjarþingum S.Þ. á árunum 1946—1963 í
samanburði við hin Norðurlöndin. Það skal
tekið fram að upplýsingar þær um kosninga-
hegðun hjá S.Þ. sem Kurt Jacobsen byggir
verk sitt á og vitnað verður til í þessari grein
eru fengnar úr opinberum skýrslum S.Þ. um
nafnakallsatkvæðagreiðslur (roll-call-vot-
ing). Nafnakall er viðhaft í um fimmtungi
allra tilvika.1)
í greininni verður reynt að svara ýmsum
spurningum varðandi afstöðu íslendinga og
hinna Norðurlandaþjóðanna hjá S.Þ. árin
1946—1963. — í hverju var samvinna Norð-
urlandanna og samstaða hjá S.Þ. einkum
fólgin? — Hvernig var háttað afstöðu þeirra
í ágreiningi austurs og vesturs á vettvangi
S.Þ.? — Hvaða afstöðu tóku íslendingar og
aðrar Norðurlandaþjóðir gagnvart Banda-
rikjunum og Sovétríkjunum? — Hver gæti
verið skýringin á þeim umskiptum sem urðu i
afstöðu íslendinga gagnvart Sovétrikjunum
hjá S.Þ. 1953 og svo aftur árið 1956? —
Höfðu verslunarviðskipti áhrif á afstöðu ís-
lendinga gagnvart stórveldinu í austri?
102
Norðurlöndin og Sameinuðu
þjóðirnar
Enda þótt Norðurlöndin fimm eigi margt
sameiginlegt fer fjarri að þau hafi sameigin-
legra hagsmuna að gæta á öllum sviðum.
Líklega má hvergi greina ólíkari sjónarmið
meðal landanna fimm en þegar afstaðan til
hernaðarbandalaga er annars vegar. Á því
sviði hafa Norðurlöndin klofnað i tvo hópa,
sem fetað hafa ólíkar brautir. Annars vegar
eru NATO-ríkin þrjú, Noregur, Danmörk og
ísland, en hins vegar hlutlausu Norðurlöndin
tvö, Svíþjóð og Finnland.
Með aðild sinni að NATO hafa Norð-
menn, Danir og íslendingar tekið skýra og
eindregna afstöðu i ágreiningi austurs og
vesturs. Seinna í þessari grein verður þeirri
spurningu gefinn gaumur hvort NATO-aðild
þessara ríkja hafi á einhvern afgerandi hátt
áhrif á afstöðu þeirra í atkvæðagreiðslum
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Hlutleysishugtakið er ákaflega teygjanlegt
og hlutleysi Svíþjóðar er eftir því frábrugðið
því hlutleysi sem Finnar halda í heiðri. Svíar
hafa oft lagt á það ríka áherslu að öryggi
lands þeirra á ófriðartímum byggist á hinum
sterku vörnum þess. Finnar búa hins vegar
ekki yfir sterkum vörnum og landfræðileg
lega Finnlands býður óörygginu heim. Finn-
ar eru á ýmsan hátt bundnir í báða skó af
Sovétmönnum og hallast i mikilvægum mál-
um að þeim.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að