Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 104

Sagnir - 01.05.1982, Page 104
Valdimar Unnar Valdimarsson: Hafði verslunin áhrif á afstöðuna til Sovétríkjanna? Um afstöðu íslands og annarra Norðurlanda á Allsherjarþingum S.Þ. 1946—1963 Árið 1967 skilaði Kurt nokkur Jacobsen magistersritgerð til Oslóarháskóla. Ritgerðin fjallar um kosningahegðun Norðurlandanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árin 1946—1963. Þar er að finna ýmsar töflur og tölulegar upplýsingar, sem unnt er að nota til að gera nánar úttektir. Sá er einmitt tilgang- urinn með þessari grein. Henni er ætlað að gefa nokkra mynd af því hvernig íslendingar hegðuðu sér í atkvæðagreiðslum á Alls- herjarþingum S.Þ. á árunum 1946—1963 í samanburði við hin Norðurlöndin. Það skal tekið fram að upplýsingar þær um kosninga- hegðun hjá S.Þ. sem Kurt Jacobsen byggir verk sitt á og vitnað verður til í þessari grein eru fengnar úr opinberum skýrslum S.Þ. um nafnakallsatkvæðagreiðslur (roll-call-vot- ing). Nafnakall er viðhaft í um fimmtungi allra tilvika.1) í greininni verður reynt að svara ýmsum spurningum varðandi afstöðu íslendinga og hinna Norðurlandaþjóðanna hjá S.Þ. árin 1946—1963. — í hverju var samvinna Norð- urlandanna og samstaða hjá S.Þ. einkum fólgin? — Hvernig var háttað afstöðu þeirra í ágreiningi austurs og vesturs á vettvangi S.Þ.? — Hvaða afstöðu tóku íslendingar og aðrar Norðurlandaþjóðir gagnvart Banda- rikjunum og Sovétríkjunum? — Hver gæti verið skýringin á þeim umskiptum sem urðu i afstöðu íslendinga gagnvart Sovétrikjunum hjá S.Þ. 1953 og svo aftur árið 1956? — Höfðu verslunarviðskipti áhrif á afstöðu ís- lendinga gagnvart stórveldinu í austri? 102 Norðurlöndin og Sameinuðu þjóðirnar Enda þótt Norðurlöndin fimm eigi margt sameiginlegt fer fjarri að þau hafi sameigin- legra hagsmuna að gæta á öllum sviðum. Líklega má hvergi greina ólíkari sjónarmið meðal landanna fimm en þegar afstaðan til hernaðarbandalaga er annars vegar. Á því sviði hafa Norðurlöndin klofnað i tvo hópa, sem fetað hafa ólíkar brautir. Annars vegar eru NATO-ríkin þrjú, Noregur, Danmörk og ísland, en hins vegar hlutlausu Norðurlöndin tvö, Svíþjóð og Finnland. Með aðild sinni að NATO hafa Norð- menn, Danir og íslendingar tekið skýra og eindregna afstöðu i ágreiningi austurs og vesturs. Seinna í þessari grein verður þeirri spurningu gefinn gaumur hvort NATO-aðild þessara ríkja hafi á einhvern afgerandi hátt áhrif á afstöðu þeirra í atkvæðagreiðslum hjá Sameinuðu þjóðunum. Hlutleysishugtakið er ákaflega teygjanlegt og hlutleysi Svíþjóðar er eftir því frábrugðið því hlutleysi sem Finnar halda í heiðri. Svíar hafa oft lagt á það ríka áherslu að öryggi lands þeirra á ófriðartímum byggist á hinum sterku vörnum þess. Finnar búa hins vegar ekki yfir sterkum vörnum og landfræðileg lega Finnlands býður óörygginu heim. Finn- ar eru á ýmsan hátt bundnir í báða skó af Sovétmönnum og hallast i mikilvægum mál- um að þeim. Það er kunnara en frá þurfi að segja að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.