Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 111
íslendingar áttu mikið í húfi þar sem við-
skiptin við Sovétmenn voru og ekki var álit-
legt að styggja stórveldið í austri með of mik-
illi andstöðu við það í atkvæðagreiðslum hjá
S.Þ.. Stór hluti fiskframleiðslu íslendinga
var seldur Sovétmönnum og ekki hefur þótt
viðlit að stefna hinum stórfelldu viðskiptum
í hættu. Markaðurinn í Englandi var lokaður
íslendingum og menn komu í augnablikinu
ekki auga á hagstæðari markað en hinn
sovéska.
I framhaldi af hugleiðingum um samband
á milli verslunarhagsmuna íslendinga og af-
stöðu þeirra hjá S.Þ. skulum við líta á at-
hyglisverða töflu, sem varpar nokkru ljósi á
þetta atriði. Tafla V sýnir annars vegar
hvernig háttað var verslun Norðurlandanna
fimm við Sovétrikin og hins vegar hvernig
Norðurlöndin greiddu atkvæði gagnvart
Sovétríkjunum hjá S.Þ. á tímabilinu
1946—1963. Hæstu tölur við hvert tímabil
sýna annars vegar hlutfallslega mesta verslun
við Sovétríkin og hins vegar mesta samstöðu
með þeim í atkvæðagreiðslum hjá
Sameinuðu þjóðunum.
ríkjunum i atkvæðagreiðslum hjá S.Þ. en
hin rikin þrjú. Á þriðja tímabilinu, Alliance-
formation II (1952—1954), skaust ísland
hins vegar upp í fyrsta sætið hvað snerti hlut-
fallslega verslun við Sovétríkin. Og það var
eins og við manninn mælt: íslendingar sýndu
nú meiri samstöðu með Sovétmönnum hjá
S.Þ. en hin Norðurlöndin. En eftir þetta
tekur heldur betur að skjóta skökku við
varðandi verslun íslands við Sovétríkin ann-
ars vegar og afstöðu fslendinga til stórveldis-
ins í austri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
hins vegar.
Á tveim síðustu tímabilunum, sem spanna
árin 1955—1963, verslaði ísland hlutfallslega
meira við Sovétríkin en öll hin Norð-
urlöndin að Finnlandi undanskildu. Má geta
þess að árin 1955—1960 tóku Sovétmenn við
18,2% af útflutningi íslendinga. Sköruðu
þeir að þessu leyti fram úr öllum öðrum
þjóðum því til samanburðar má minna á að á
þessu tímabilu fóru 13% af útflutningí ís-
lendinga til Bandaríkjanna og 10% til Bret-
lands.21) Verslun íslendinga við Sovétmenn
hafði aldrei verið meiri en á seinni hluta
Tafla V. Hlutfallsleg verslun Norðurlandanna við Sovétríkin annars vegar
og afstaðan til þeirra hjá S.Þ. hins vegar, eftir tímabilum.
Pre- Alliance- Altiance- Bi- Post-
alliance formation 1 formation II polar colonial
Atkv. Versl. Atkv. Versl. Atkv. Versl. Atkv. Versl. Atkv. Versl.
Danmörk . 4 4 2 2 1 1 2 1 2.5 2
Finnland .. 5 5 5 5
ísland .... 1 1 1 1 4 4 1 4 1 4
Noregur ... 3 3 4 3 2 2 3 2 2.5 1
Svíþjóð ... 2 2 3 4 3 3 4 3 4 32°)
Ef litið er á þessa töflu í heild má glögg-
lega sjá hversu greinileg samsvörun er yfir-
leitt milli verslunar einstakra Norðurlanda
við Sovétríkin annars vegar og samstöðu
landanna með Sovétríkjunum í atkvæða-
greiðslum hjá S.Þ. hins vegar. Er til dæmis
stingandi hversu mjög þetta fellur hvort að
öðru eins og flis við rass á þrem fyrstu tíma-
bilunum. En hugum nánar að þætti íslend-
inga í þessu efni.
Á tveim fyrstu tímabilunum hafði ísland
hlutfallslega minni verslun við Sovétríkin en
Noregur, Svíþjóð og Danmörk og jafnframt
var ísland á þessum tíma andstæðara Sovét-
sjötta áratugarins. En nú brá svo við að þrátt
fyrir þessi miklu viðskipti voru íslendingar
nú andstæðari Sovétmönnum á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna en öll hin
Norðurlöndin. Hvernig mátti þetta vera? Er
tilgáta okkar um samband milli verslunar
annars vegar og kosningahegðunar hjá S.Þ.
hins vegar fallin um sjálfa sig?
Til að geta svarað þessum spurningum
verður auðvit'að að leita orsakanna að hinni
skyndilegu breytingu á afstöðu íslands til
Sovétríkjanna hjá S.Þ.. Hin miklu umskipti
urðu árið 1956 er íslendingar tóku mun ein-
arðari afstöðu gegn Sovétríkjunum hjá S.Þ.
109