Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 61

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 61
Þeir skipuðu stjórn íhaldsflokksins, sem barfram frumvarpið um varalögreglu 1925. Jón Þorláksson, Jón Magnús- son og Magnús Cuðmundsson. ræðunum hjá Jóni Magnússyni forsætisráð- herra.4) Hann gaf hins vegar engar skýringar á því hvers vegna frumvarpið var ekki lagt fram 1924. En Jón Baldvinsson, þingmaður Alþýðuflokks, hafði skýringar á reiðum höndum. Undirtektir þingmanna hafi verið daufar og ekki talið líklegt að málið næði fram að ganga fyrir þinglok.5) Áður en frumvarp er lagt fram 1924—feb. 1925. Strax um vorið 1924 fóru því að birtast greinar í blöðunum í Reykjavík um væntan- lega varalögreglu. Alþýðublaðið beitti sér einna helst í skrif- um um þetta efni. Blaðið tók frá upphafi eindregna afstöðu gegn frumvarpinu og taldi það ógnun við verkafólk og samtök þess. 1. maí 1924 sagði Alþýðublaðið að hugmyndin um ríkislögreglu væri bein afleiðing af at- burðunum í Reykjavík 12. apríl síðastliðinn, hörðum verkfallsátökum sem leiddu til kauphækkunar. Blaðinu þótti íhaldsstjórnin í meira lagi ósvífin að ætla alþýðunni sjálfri að ,,kaupa vöndinn á sitt eigið bak...“6) Morgunblaðið var fylgjandi varalögreglu frá upphafi. 7. maí sagði í blaðinu að skiln- ingur Alþýðublaðsins á hlutverki varalög- reglu væri að vissu leyti réttur. Hugmyndin beindist einkum gegn nánasta fylgiliði Al- Þýðublaðsins. Hér væri ekki allt með felldu í kaupdeilunum.7) Annars fjallaði Morgun- blaðið í heild lítið um þetta efni. Það var ekki fyrr en frumvarpið kom til kasta þings- ins að örlítið glaðnaði yfir skrifum blaðsins. í Vísi var af og til fjallað um þetta mál. Það var að mestu framtak eins manns, sem skrifaði undir dulnefninu ,,Örn eineygði“. Til marks um afstöðu Arnar eineygða má nefna, að í skrifum sínum 7. júlí 1924 sagði hann m.a., að ríkislögreglumálið nyti nú óð- um vaxandi skilnings og yrði með tímanum eitthvað hið vinsælasta og ástfólgnasta mál þjóðarinnar.8) Eina heimildin um viðbrögð verkalýðs- hreyfingarinnar er Alþýðublaðið. Þar birtust samþykktir ASÍ svo og einstakra félaga. Má þar nefna Sjómannafélag Reykjavíkur, Dagsbrún, Báruna á Eyrarbakka, Verka- kvennafélagið Framsókn auk Akureyrarfé- lags Alþýðuflokksins og Félags ungra kommúnista. 18. nóv. var greint frá ályktun 6. þings AS/þar sem harðlega var mótmælt öllum til- raunum i þá átt að stofna ríkislögreglu eða annað hervald. Með slíku væri verið að leggja vopn í hendur auðvaldsins gegn al- þýðu landsins.9) Sjómannafélag Reykjavíkur mótmælti strax í ágúst.og aftur í janúar 1925. í þeirri ályktun sagði m.a., að væntanlegri ríkislög- reglu yrði sérstaklega beint gegn sjómönnum og verkamönnum. Andsvar verkalýðsins yrði lið gegn liði og þá væri friðnum innan- lands hætta búin. Vinnandi fólk væri hér al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.