Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 61
Þeir skipuðu stjórn íhaldsflokksins, sem barfram frumvarpið um varalögreglu 1925. Jón Þorláksson, Jón Magnús-
son og Magnús Cuðmundsson.
ræðunum hjá Jóni Magnússyni forsætisráð-
herra.4) Hann gaf hins vegar engar skýringar
á því hvers vegna frumvarpið var ekki lagt
fram 1924. En Jón Baldvinsson, þingmaður
Alþýðuflokks, hafði skýringar á reiðum
höndum. Undirtektir þingmanna hafi verið
daufar og ekki talið líklegt að málið næði
fram að ganga fyrir þinglok.5)
Áður en frumvarp er lagt fram 1924—feb.
1925.
Strax um vorið 1924 fóru því að birtast
greinar í blöðunum í Reykjavík um væntan-
lega varalögreglu.
Alþýðublaðið beitti sér einna helst í skrif-
um um þetta efni. Blaðið tók frá upphafi
eindregna afstöðu gegn frumvarpinu og taldi
það ógnun við verkafólk og samtök þess. 1.
maí 1924 sagði Alþýðublaðið að hugmyndin
um ríkislögreglu væri bein afleiðing af at-
burðunum í Reykjavík 12. apríl síðastliðinn,
hörðum verkfallsátökum sem leiddu til
kauphækkunar. Blaðinu þótti íhaldsstjórnin
í meira lagi ósvífin að ætla alþýðunni sjálfri
að ,,kaupa vöndinn á sitt eigið bak...“6)
Morgunblaðið var fylgjandi varalögreglu
frá upphafi. 7. maí sagði í blaðinu að skiln-
ingur Alþýðublaðsins á hlutverki varalög-
reglu væri að vissu leyti réttur. Hugmyndin
beindist einkum gegn nánasta fylgiliði Al-
Þýðublaðsins. Hér væri ekki allt með felldu í
kaupdeilunum.7) Annars fjallaði Morgun-
blaðið í heild lítið um þetta efni. Það var
ekki fyrr en frumvarpið kom til kasta þings-
ins að örlítið glaðnaði yfir skrifum blaðsins.
í Vísi var af og til fjallað um þetta mál.
Það var að mestu framtak eins manns, sem
skrifaði undir dulnefninu ,,Örn eineygði“.
Til marks um afstöðu Arnar eineygða má
nefna, að í skrifum sínum 7. júlí 1924 sagði
hann m.a., að ríkislögreglumálið nyti nú óð-
um vaxandi skilnings og yrði með tímanum
eitthvað hið vinsælasta og ástfólgnasta mál
þjóðarinnar.8)
Eina heimildin um viðbrögð verkalýðs-
hreyfingarinnar er Alþýðublaðið. Þar birtust
samþykktir ASÍ svo og einstakra félaga. Má
þar nefna Sjómannafélag Reykjavíkur,
Dagsbrún, Báruna á Eyrarbakka, Verka-
kvennafélagið Framsókn auk Akureyrarfé-
lags Alþýðuflokksins og Félags ungra
kommúnista.
18. nóv. var greint frá ályktun 6. þings
AS/þar sem harðlega var mótmælt öllum til-
raunum i þá átt að stofna ríkislögreglu eða
annað hervald. Með slíku væri verið að
leggja vopn í hendur auðvaldsins gegn al-
þýðu landsins.9)
Sjómannafélag Reykjavíkur mótmælti
strax í ágúst.og aftur í janúar 1925. í þeirri
ályktun sagði m.a., að væntanlegri ríkislög-
reglu yrði sérstaklega beint gegn sjómönnum
og verkamönnum. Andsvar verkalýðsins
yrði lið gegn liði og þá væri friðnum innan-
lands hætta búin. Vinnandi fólk væri hér al-