Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 9

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 9
ímyndunarafl til að sjá fyrir sér aðsóps- mikinn valdsmann sem tælir eða kúgar um- komulaust vinnukonuræsknið undir sig og hótar að aflokinni losun öllu illu kjafti hún frá. Hvort sem svo hefur verið, eða að Þórunn hafi logið þessu, þá er augljóst að hún hefur verið dæmd ómerkur lygari án nokkurrar rannsóknar. Jens er erligur og velaktigur og það fær vesæl vinnukona ekki af honum skafið, jafnvel þó hún beri upp á hann synd syndanna. Hversu tókst heilaþvotturinn? Sumir sem um þessa tíma hafa fjallað gera ráð fyrir að viðhorf rétttrúnaðar og jafnvel Stóradóms hafi með tímanum gróið saman við þjóðarsálina. Sú heiftarlega siðavendni og guðsótti eða guðsskelfing sem rekin voru með röftum ofan í fólk hafi smám saman runnið saman við blóðið og orðið almennt viðtekin ,,hugmyndafræði“. Talað er jafn- vel um tíðaranda. Margt bendir reyndar til hins gagnstæða; að frumhvatirnar hafi átt örðugt með að finna sig á hinum beinu og hálu brautum í völundarhúsi rétttrúnaðar- ins. T.d. bera þykkir bunkar af sakafalls- reikningum á þjóðskjalasafni ekki þess vitni að náttúran hafi látið sér segjast. Mörg rök hníga að því að varnarlaus alþýðan hafi um- fram allt óttast kúgunarvaldið í mannheimi en sá ótti kannski að einhverju leyti færst yfir á þann guð er kúgararnir beittu sem svipu. Öruggt má telja að innst í hugskotum hafi bærst aðrar kenndir til hins guðlega og hins djöfullega en tilskipanir yfirvaldsins gerðu kröfu til. Alténd er ljóst að rétttrúnað- inum var nauðgað inn í sálir lágstéttanna og ekki víst að hann hafi frjóvgað þar jafn mörg egg og til stóð. Til að komast á snoðir um hina raunveru- legu afstöðu fjöldans sem ekki er léð rúm á opinberum plöggum er vænlegt að athuga þær hreytur sem varðveist hafa af þjóðsög- um svonefndum, hinum munnlegu hita- pokum sem gengu manna á milli í frosthörk- um margra alda skammdegis. Til að mynda má þar finna merki þess að hinni lúthersku útgáfu af djöflinum hafi seinlega gengið að troða sér inn í hugmyndaheiminn.6) Þar var fyrir seinheppið og aldagamalt íslenskt fyrir- brigði sem nefndist Kölski og við ófarir hans skemmti þjóðin sér dátt í myrkri og kulda. Þar fyrir utan er grúi þjóðsagna sem dásama útilegumenn sem flúið hafa réttvísi hins stóra dóms og lifa við flot og hamingju í óbyggðum.7) Tíðarandinn verður sumsé ekki allur les- inn út úr réttarskjölum og opinberum tilskip- unum. Sú staðreynd að Stóridómur stóð óhaggaður í meir en tvær aldir segir ekkert um réttar- og siðgæðishorf almennings eins og jafnvel hefur verið haldið fram, heldur ber hún einungis vitni um þá kynferðislegu kúgun sem viðgekkst á þessum tíma. Tunga fólksins var heft af valdinu og því eru heim- ildir harla fáskrúðugar um það sem hún vildi sagt hafa. Þó hefur varðveist auk munnmæl- anna býsna merkilegt rit, Deilurit Guðmund- ar Andréssonar, sem án efa speglar betur en flest annað þau almennu viðhorf sem undir svipunum kraumuðu. Alþýðumaður rífur kjaft Guðmundur Andrésson var seinheppinn og ættsmár fátæklingur, en skapmikill orð- hákur sem undi illa ranglæti tímanna, enda varð hann oftar en einu sinni fyrir barðinu á því.8) Hann hafði komist til mennta, en sök- um hortugheita farið í taugarnar á alvarlega 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.