Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 109
Verslunarhagsmunir
Fyrr í þessari grein þegar athuguð var inn-
byrðis samstaða Norðurlandanna, tveggja
og tveggja í senn, í atkvæðagreiðslum hjá
S.Þ. kom i ljós að greina mátti samsvörun
með verslun ríkjanna innbyrðis og því hversu
mikla samstöðu þau sýndu í atkvæðagreiðsl-
um hjá S.Þ. Þetta gefur vissulega tilefni til
að ætla að svipað hafi ef til vill verið uppi á
teningnum þegar um var að ræða afstöðu ís-
lands til Sovétríkjanna. Við getum sem sagt
varpað fram þeirri spurningu hvort greina
megi eitthvert samband á milli verslunarvið-
skipta íslendinga og Sovétmanna og þess
hvernig íslendingar greiddu atkvæði gagn-
vart Sovétríkjunum á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna. Til að leita svara við þessari
spurningu skulum við fyrst víkja að því
hvernig verslunarviðskiptum íslendinga við
Sovétmenn var háttað á því tímabili sem hér
er til umræðu.
Árin 1946 og 1947 gerðu íslendingar versl-
unarsamninga við Sovétmenn, sem fólu m.a.
í sér að Sovétmenn keyptu mikið af íslensk-
um sjávarafurðum en létu íslendingum í
staðinn í té ýmsar vörur eins og til dæmis
timbur og kol. Árið 1948 tók hins vegar al-
veg fyrir viðskipti íslendinga við Sovétmenn
,,þar sem ómögulegt reyndist, þrátt fyrir
ýmsar tilraunir, að gera við þá viðskipta-
samninga.“12)
Árin 1948—1952 voru engin viðskipti milli
íslands og Sovétríkjanna. Þarf enginn að
fara í grafgötur með að í þessu efni spilaði
gangur heimsmála stóra rullu. Víðsjár voru
miklar með austri og vestri, kalt stríð komst í
algleyming. Benda má á í þessu sambandi að
árin 1950—1953 var verslun milli austurs og
vesturs í lágmarki. í lok Kóreustyrjaldar árið
1953 tók hins vegar að slaka á spennunni og
jafnframt að rofa til í verslunarmálum. Er
Sovétmenn lýstu sig reiðubúna að auka við-
skiptin við Vestur-Evrópulönd hófu íslend-
ingar viðræður við þá og var gengið frá við-
skipta- og greiðslusamningi milli íslands og
Sovétríkjanna 1. ágúst 1953.13) Samningur
þessi var gerður á jafnkeypisgrundvelli og fól
i sér þýðingarmikil viðskipti. Samkvæmt
honum keyptu Sovétmenn af íslendingum
mikið magn af fiskflökum og síld en íslend-
ingar fengu i staðinn olíur, bensín, kornvör-
ur, sement og fleira. „Árið 1954 voru við-
skiptin við Sovétríkin orðin svo mikil eftir
þessum samningi að þau voru þá næstmesta
viðskiptaland íslendinga. Sovétríkin keyptu
þá 15% af öllum útflutningi íslendinga.“14)
Það var ekki að ástæðulausu sem íslend-
ingar tóku vel í tilboð Sovétmanna um aukin
viðskipti. Ýmislegt stuðlaði að því að íslend-
ingar gerðu árið 1953 fegins hendi verslunar-
samninga við stórveldið í austri. í þessu sam-
bandi ber þess fyrst að geta að eftir 1950
varð samdráttur í útflutningi íslendinga til
Bretlands og annara V-Evrópulanda og staf-
aði hann meðal annars af lækkuðu verðlagi
og aukinni samkeppni á mörkuðum. Það
varð svo heldur betur til að bæta gráu ofan á
svart þegar breskir togaraeigendur settu
löndunarbann á íslenskan isfisk í Englandi
haustið 1952 vegna landhelgisdeilunnar við
íslendinga. Með þessu löndunarbanni tók al-
veg fyrir ísfisksölu til Bretlands. Var þetta al-
varlegt áfall fyrir íslenskan fiskiðnað því
geta má þess að árið 1951 hafði um það bil
fjórðungur allrar fiskframleiðslu íslendinga
verið fluttur til Bretlands.15) Knýjandi nauð-
syn var því nú að finna nýja markaði fyrir
fiskframleiðsluna en að þvi var vissulega
ekki hlaupið. Skal því engan undra þótt ís-
lendingar tækju árið 1953 vel í tilboð Sovét-
manna um aukin viðskipti.
Áhrif verslunarviðskipta
Enginn þarf að efast um að verslunar-
samningarnir við Sovétmenn og hin stór-
felldu viðskipti í kjölfar þeirra hafi orðið til
þess að íslenskur almenningur leit stórveldið
í austri nokkuð öðrum augum en áður.16) í
Sovétrikjunum höfðu íslendingar nú orðið
sér úti um ábatasaman markað fyrir afurðir
sínar. ,,Óvinaríkið“ í austri veitti íslend-
ingum vel á sama tima og bandalagsríkið
Bretland reyndi að neyða íslendinga til að
beygja sig í landhelgismálinu með því að
loka fyrir þeim mörkuðum.
Ekki er fráleitt að ímynda sér að hin
auknu viðskipti íslands og Sovétríkjanna
hafi átt þátt í að breyta skoðun margra ís-
lendinga í herstöðvarmálinu. Donald E.
Nuechterlein minnist á þetta atriði í bók
sinni, Iceland — reluctaní ally (lausleg þýð-
ing):
Hin auknu verslunarviðskipti Sovétmanna við
íslendinga áttu þátt i að milda viðhorf íslendinga
gagnvart stórveldinu í austri, draga úr þeirri nei-
kvæðu imynd þess sem ráðandi hafði verið á tíma
Kóreustríðsins. í lok ársins 1955 var orðið erfitt fyrir
107