Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Page 109

Sagnir - 01.05.1982, Page 109
Verslunarhagsmunir Fyrr í þessari grein þegar athuguð var inn- byrðis samstaða Norðurlandanna, tveggja og tveggja í senn, í atkvæðagreiðslum hjá S.Þ. kom i ljós að greina mátti samsvörun með verslun ríkjanna innbyrðis og því hversu mikla samstöðu þau sýndu í atkvæðagreiðsl- um hjá S.Þ. Þetta gefur vissulega tilefni til að ætla að svipað hafi ef til vill verið uppi á teningnum þegar um var að ræða afstöðu ís- lands til Sovétríkjanna. Við getum sem sagt varpað fram þeirri spurningu hvort greina megi eitthvert samband á milli verslunarvið- skipta íslendinga og Sovétmanna og þess hvernig íslendingar greiddu atkvæði gagn- vart Sovétríkjunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Til að leita svara við þessari spurningu skulum við fyrst víkja að því hvernig verslunarviðskiptum íslendinga við Sovétmenn var háttað á því tímabili sem hér er til umræðu. Árin 1946 og 1947 gerðu íslendingar versl- unarsamninga við Sovétmenn, sem fólu m.a. í sér að Sovétmenn keyptu mikið af íslensk- um sjávarafurðum en létu íslendingum í staðinn í té ýmsar vörur eins og til dæmis timbur og kol. Árið 1948 tók hins vegar al- veg fyrir viðskipti íslendinga við Sovétmenn ,,þar sem ómögulegt reyndist, þrátt fyrir ýmsar tilraunir, að gera við þá viðskipta- samninga.“12) Árin 1948—1952 voru engin viðskipti milli íslands og Sovétríkjanna. Þarf enginn að fara í grafgötur með að í þessu efni spilaði gangur heimsmála stóra rullu. Víðsjár voru miklar með austri og vestri, kalt stríð komst í algleyming. Benda má á í þessu sambandi að árin 1950—1953 var verslun milli austurs og vesturs í lágmarki. í lok Kóreustyrjaldar árið 1953 tók hins vegar að slaka á spennunni og jafnframt að rofa til í verslunarmálum. Er Sovétmenn lýstu sig reiðubúna að auka við- skiptin við Vestur-Evrópulönd hófu íslend- ingar viðræður við þá og var gengið frá við- skipta- og greiðslusamningi milli íslands og Sovétríkjanna 1. ágúst 1953.13) Samningur þessi var gerður á jafnkeypisgrundvelli og fól i sér þýðingarmikil viðskipti. Samkvæmt honum keyptu Sovétmenn af íslendingum mikið magn af fiskflökum og síld en íslend- ingar fengu i staðinn olíur, bensín, kornvör- ur, sement og fleira. „Árið 1954 voru við- skiptin við Sovétríkin orðin svo mikil eftir þessum samningi að þau voru þá næstmesta viðskiptaland íslendinga. Sovétríkin keyptu þá 15% af öllum útflutningi íslendinga.“14) Það var ekki að ástæðulausu sem íslend- ingar tóku vel í tilboð Sovétmanna um aukin viðskipti. Ýmislegt stuðlaði að því að íslend- ingar gerðu árið 1953 fegins hendi verslunar- samninga við stórveldið í austri. í þessu sam- bandi ber þess fyrst að geta að eftir 1950 varð samdráttur í útflutningi íslendinga til Bretlands og annara V-Evrópulanda og staf- aði hann meðal annars af lækkuðu verðlagi og aukinni samkeppni á mörkuðum. Það varð svo heldur betur til að bæta gráu ofan á svart þegar breskir togaraeigendur settu löndunarbann á íslenskan isfisk í Englandi haustið 1952 vegna landhelgisdeilunnar við íslendinga. Með þessu löndunarbanni tók al- veg fyrir ísfisksölu til Bretlands. Var þetta al- varlegt áfall fyrir íslenskan fiskiðnað því geta má þess að árið 1951 hafði um það bil fjórðungur allrar fiskframleiðslu íslendinga verið fluttur til Bretlands.15) Knýjandi nauð- syn var því nú að finna nýja markaði fyrir fiskframleiðsluna en að þvi var vissulega ekki hlaupið. Skal því engan undra þótt ís- lendingar tækju árið 1953 vel í tilboð Sovét- manna um aukin viðskipti. Áhrif verslunarviðskipta Enginn þarf að efast um að verslunar- samningarnir við Sovétmenn og hin stór- felldu viðskipti í kjölfar þeirra hafi orðið til þess að íslenskur almenningur leit stórveldið í austri nokkuð öðrum augum en áður.16) í Sovétrikjunum höfðu íslendingar nú orðið sér úti um ábatasaman markað fyrir afurðir sínar. ,,Óvinaríkið“ í austri veitti íslend- ingum vel á sama tima og bandalagsríkið Bretland reyndi að neyða íslendinga til að beygja sig í landhelgismálinu með því að loka fyrir þeim mörkuðum. Ekki er fráleitt að ímynda sér að hin auknu viðskipti íslands og Sovétríkjanna hafi átt þátt í að breyta skoðun margra ís- lendinga í herstöðvarmálinu. Donald E. Nuechterlein minnist á þetta atriði í bók sinni, Iceland — reluctaní ally (lausleg þýð- ing): Hin auknu verslunarviðskipti Sovétmanna við íslendinga áttu þátt i að milda viðhorf íslendinga gagnvart stórveldinu í austri, draga úr þeirri nei- kvæðu imynd þess sem ráðandi hafði verið á tíma Kóreustríðsins. í lok ársins 1955 var orðið erfitt fyrir 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.