Sagnir - 01.05.1982, Síða 73
inn, sögðu að barátta sósíalista gegn heimsvalda-
stefnunni og kapítalismanum væri „hin nýja sjálf-
stæðisbarátta", sósíalismi og verkalýðsstéttin gætu
ein bjargað íslandi frá hinum spillandi öflum kapí-
talismans. Alþýðuflokkurinn hélt því fram, að
mannúð jafnaðarstefnunnar héldi þjóðlegum verð-
mætum á lofti — ennfremur væri félagslegt réttlæti
eina leiðin til að varðveita þjóðernið. (bls. 17).
Mismunandi túlkanir stjórnmálaflokk-
anna á þjóðernishyggju og þjóðarhags-
munum hafa glögglega birst í deilunum um
utanríkismál eftirstríðsáranna. Hvort sem
flokkarnir hafa lýst sig hlynnta eða andvíga
erlendri hersetu og aðild að hernaðarbanda-
lagi hafa þeir allir lagt áherslu á að þeirra
afstaða tryggði best hagsmuni þjóðarinnar
og sjálfstæði. Svanur Kristjánsson segir um
þetta:
Sósíalistaflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn litu
báðir svo á, að þeir legðu mat á veru Bandaríkjahers
á Íslandi og aðild íslands að NATO í samræmi við
þjóðarhag. Sósíalistaflokkurinn áleit, að herstöðv-
arnar og NATO ógnuðu sjálfstæði íslands. Sjálf-
stæðisflokkurinn taldi hins vegar þetta tvennt
vernda sjálfstæði landsins. ... Skoðanir Fram-
sóknarflokksins og Alþýðuflokksins voru mitt á
milli þessara andstæðna. Þótt afstaða Alþýðu-
flokksins væri nær samhljóða afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins, beitti Alþýðuflokkurinn rökum á borð
við þau, að íslendingar ættu að vinna með
Norðmönnum og Dönum, en höfðaði ekki beint til
þjóðernisvitundar. Þetta var og í samræmi við stöðu
Alþýðuflokksins sem þess flokks, sem lagði minnsta
áherslu á þjóðernishyggju. Framsóknarflokkurinn
beitti þjóðernishyggju í málflutningi sínum um her-
stöðvarnar og NATO. Flokkurinn var yfirleitt á
móti bandariskum herstöðvum á íslandi, en fylgj-
andi aðildinni að NATO. (bls. 23).
Þannig hefur þjóðernishyggja á hinn
margvíslegasta hátt markað djúp spor i sögu
íslendinga á þessari öld og hinni síðustu. Það
mun hún halda áfram að gera, svo lengi sem
í þessu landi býr þjóð, sem vill viðhalda
þekkingu um uppruna sinn og sögu, þjóð
sem telur það ómaksins vert að reyna að
varðveita sérkenni sín, tungu og menningar-
arf, þjóð sem ásetur sér að lifa sjálfstæð og
fullvalda í eigin landi án utanaðkomandi af-
skipta.
En þjóðernishyggja hefur ekki bara sett
mark sitt á íslenska sögu. Eins og gefur að
skilja hefur umfjöllun um þessa sögu, sagna-
ritunin, að ýmsu leyti verið brennd marki
þj óðernishyggj unnar. Viðfangsefni
fræðimanna, áherslur þeirra og athugasemd-
ir hafa að mörgu leyti borið vott um það hve
sterkan sess þjóðernishyggja hefur skipað í
hugum manna á 19. og 20. öld. Sagnfræðin
er óhjákvæmilega ætíð barn síns tíma. Þann-
ig hefur íslensk sagnfræði 19. og 20. aldar að
mörgu leyti mótast af viðhorfum þjóðernis-
hyggjunnar. Á einna gleggstan hátt hafa
áhrif þjóðernishyggju á sagnaritun birst í
kennslubókum um sögu. Enn í dag eru
kenndar í skólum landsins bækur, sem gegn-
sýrðar eru af þjóðernishyggju sjálfstæðisbar-
áttunnar.
Þjóðernishyggja í sögu og sagnaritun —
þetta tvennt hefur skiljanlega verið nátengt
og samofið í gegnum árin. Á komandi blað-
síðum er ætlunin að grípa nokkuð á þessu
viðfangsefni. Birt verða nokkur dæmi um
það hvernig þjóðernishyggja hefur komið
fram í íslenskri sögu og sagnaritun. Reynt
verður að varpa nokkru ljósi á það hvernig
þjóðernishyggja hefur mótað umfjöllun
manna á sagnfræðilegum viðfangsefnum.
En áður en við tökum til við að fjalla um
nokkra þætti er snerta þjóðernishyggju í ís-
lenskri sögu og sagnaritun er við hæfi að
skyggnast í hugleiðingar Arnórs Hannibals-
sonar um þjóðir.
Heimild:
Svanur Kristjánsson: Sjálfstœðisflokkurinn — Klass-
íska tímabilið 1929—1944. Reykjavík 1979.
71