Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Side 5

Sagnir - 01.05.1982, Side 5
Inntak Stóradóms í stuttu máli: „Stóridómur (Langidómur), löggjöf samþykkt á Alþingi 30.6. 1564.... var i gildi lítt breytt- ur fram á 18. öld, en ekki afnuminn að fullu fyrr en 1838.“1) Brot gegn Stóradómi kölluðust: Frillulífi: kallað lausaleikur nú á dögum, þ.e. samfarir ógiftra. Skv. Stóradómi var þetta at- hæfi saknæmt og andsnúið vilja guðs, en svo hafði ekki verið skv. Kristnirétti. Hórdómur: kallað framhjáhald nú á dögum. Dauðarefsing og aleigumissir lágu við 3. hór- dómsbróti. 1614 var gerð samþykkt á Alþingi þar sem dauðarefsing var aflögð við þriðja ein- falda hórdómsbroti en útlegð af landi skyldi koma í staðinn.2) Einfalt var hórdómsbrot kallað ef aðeins annar aðilinn var kvæntur, en tvöfalt ef bæði voru. Sifjaspell: samfarir ættingja eða tengdra. Alvarlegust brot af þvi tagi þýddu dauðarefsingu og eigumissi. Vægust slík brot voru legorð í 3. og 4. lið. Jakob Benediktsson segir sektarákvæði gegn því hafa verið fellt burt fljótlega,3) en ekki er að sjá í sakafallsreikningum að sú niðurfelling hafi verið látin gilda, a.m.k. um miðja 17. öldina. Með Stóradómi var lögfest sú arðbæra nýung að sektir skyldu fara stighækkandi við endur- tekin brot. Þeir sem ekki gátu goldið sekt voru húðstrýktir. Útlegð úr fjórðungi, jafnvel af landi á náð konungs, var og gjarnan beitt gegn þeim sem erfitt var að tjónka við. Allt lausafé þeirra sem voru líflátnir rann í hirslur konungs, en fasteignir til erfingja. Tilvitnanir: 1. E.L. bls. 166. 2. Sbr. Alþb. IV. bls. 227. 3. J.B. bls. XXXVII. sumir að hún sé fremur ættuð frá ófull- komnum mönnum en guði. Um það má ríf- ast lengi, en allir munu vera sammála um að oft hefur mikill ófögnuður fylgt fagnaðarer- indinu, ekki síst þegar misvandaðir spek- ingar hafa sullað saman við það allskyns einkahagsmunum forréttindastétta og mann- legum hégóma og viljað siðan troða sínum görótta drykk oní aðra. í timans rás hefur Kristur fengið mörg andlit og misfögur. Þessar myndbreytingar hafa að jafnaði staðið í beinu sambandi við þjóðfélagslegar hræringar þegar nýjar stéttir hafa vaxið upp sem kúgunarafl og þurft nýjar útleggingar á trúarbrögðunum hag sínum, einkum efna- hag, til framdráttar. Eitthvert alræmdasta dæmið um slíkan Frankenstein-Krist er að finna í hinum lútherska rétttrúnaði sem lumbraði svo óþyrmilega á forfeðrum okkar og formæðrum, og sagt verður nánar frá á eftir. Öll þessi afbökun og úrættun kristindóms- ins hefur haft afdrifaríkar afleiðingar. Ýmsir sjúkdómar okkar ófullnægðu og innilokuðu siðmenningar bera þess merki að steypt hefur verið fyrir marga uppsprettuna, — telja sumir að eyðimörkin fari sifellt stækk- andi. Að vísu hefur slaknað allmjög á bein- um höftum á síðari tímum, a.m.k. hér í hin- um ,,frjálsa“ heimi, en kúgunin er orðin óbeinni, lúmskari. Eins og flestir nútíma- menn vita eru flestir nútímamenn sljóir og framandi sjálfum sér og skolast gegnum lífið með skyn- og kynfærin dauf, van- og mis- notuð. Þeir afbrigðilegu furðufuglar sem vilja nota öll sín færi til fullnustu, sprengja af sér hömlur dofinnar vanahugsunar og vanahegðunar, eru umsvifalaust stimplaðir sem óæskilegir þegnar hins prúða þjóðfé- lags. Þrátt fyrir allt er Stóridómur ekki enn með öllu aflagður. En fjöldahyggjan er ekki aðeins álög á nú- tímanum sem einhverjir mannhundar bak við ál- og stáltöldin hafa fundið upp. Á 17. öld var ekki síður lagt kapp á að skafa sérhvert karaktereinkenni burt af andlitum, innan úr sálum og þrýsta öllum inn í sama staðlaða formið. Þá náðu hámarki hinar grimmúðugu ofsóknir heilagrar kristni á hendur mannfólkinu og þörfum þess. Þeir einstaklingar sem voguðu sér út fyrir hinar valdboðnu brautir voru án miskunnar tukt- aðir til, auðmýktir og pyntaðir á alla lund. Það er á þessum timum sem meintir sam- særismenn andskotans fuðra upp á ofsaleg- um bálum sem kviknuðu af kærleiksljósi umhyggjusamra krossmanna. Þó voru þessar galdrabrennur hér á íslandi vart nema 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.