Sagnir - 01.05.1982, Qupperneq 59
tímabilinu 1850—1914, og talaði þar einn frá
hverju 5 Norðurlanda. Þessir fyrirlestrar
voru gefnir út að fundinum loknum. Sá
norski og finnski fjölluðu um konur í iðn-
aðarstörfum, sá sænski um konur í atvinnu í
Stockholmi, ég talaði um konur í atvinnu í
Reykjavík 1880—1914 og danski fyrirlestur-
inn fjallaði um lagalega stöðu kvenna og
vinnurétt á tímabilinu. Ida Blom gerði
samantekt á fyrirlestrunum og átti hugmynd-
ina að frekara samstarfi um rannsóknir á
konum í atvinnulífi á Norðurlöndum og hef-
ur verið driffjöðurin frá upphafi fyrst ásamt
Gunnari Quist. Verkefni þetta, sem nefnist
,,Kvinders arbejde i familie og samfund i de
nordiske lande 1870—1970“, er í fullum
gangi að því er varðar Noreg, Danmörku,
Svíþjóð og Finnland, og eru 8—9 sagnfræð-
ingar á þriggja ára launum starfandi við
verkefnið. Að því er ísland varðar, hef ég
tekið þátt í heimildasöfnun og skrifað þátt
um vinnukonur í Reykjavík á tímabilinu
1890—1914. Hér er allt á byrjunarstigi og því
varla um samanburð að ræða. Hins vegar tel
ég mikilvægt að taka þátt, þótt í litlum mæli
sé. Ætlunin er að gefa út þessar rannsóknir
sem vísi að sögu kvenna á Norðurlöndum.
Þeir sem styrkja verkefnið eru rannsóknar-
ráð landanna og norræni menningarsjóður-
inn. Á 18. sagnfræðingafundinum i Finn-
landi s.l. sumar var skýrt frá starfi þessa
hóps og einum degi varið til að fjalla um
verkefnið. Hópurinn hefur haldið vinnu-
fundi í Noregi og hef ég tvisvar tekið þátt í
þeim.
Rannsóknarráð Noregs (NOS H) hefur
staðið fyrir ráðstefnum um kvennaviðhorf i
hugvísindum, og árið 1979 átti ég þess kost
að sækja slíka ráðstefnu í Noregi. Þar voru
fluttir fyrirlestrar um margvísleg efni, s.s.
aðferðafræðileg vandamál í kvennarann-
sóknum og rædd norræn verkefni, sem unn-
ið er að. Vegna þessa hefur áhugi minn á
kvennasögu farið vaxandi, og af kynnum
mínum af þeim norrænu sagnfræðingum,
sem að framan eru nefndir, hef ég átt þess
kost að fylgjast með því, sem fram fer í þess-
um efnum á Norðurlöndum.
Kandidatsritgerð mín fjallaði um atvinnu
kvenna í Reykjavík 1890—1914. Margvísleg
vandamál urðu á vegi mínum við samningu
hennar, og þær helstar, að sögulegar heim-
ildir eru ákaflegar fáorðar um hlutverk og
hlutskipti kvenna. Þá er þess að geta, að
kerfisbundnar rannsóknir hafa hvorki verið
gerðar á bændaþjóðfélaginu né á því mikla
breytingarskeiði, sem er til umfjöllunar í rit-
gerðinni, enda þótt fjallað hafi verið um
suma þætti þess. Heimildir um atvinnu
kvenna á þessum árum eru af skornum
skammti, svo vægt sé til orða tekið. Einungis
einstaka konur hafa látið eftir sig skriflegar
frásagnir, og konur í Reykjavík fyrir og eftir
aldamót eru nafnlaus, óþekktur hópur. Því
verður að leita þeirra í manntölum, skýrslum
og þess háttar heimildum. En opinber
skýrslugerð og hagtölur gefa ekki rétta mynd
af því, hvaða störf konur inntu af hendi og
mikilvægi þeirra fyrir þjóðarbúið vegna þess
m.a. að giftar konur teljast ekki vinnandi
heldur framfærðar af mönnum sinum, enda
þótt vitað sé, að margar þeirra unnu hálfs-
dagsstörf, sem hvergi eru skráð. Lítið hefur
verið fjallað um þessar konur, stöðu þeirra
og hagi. Þetta stafar m.a. af því, að sjónum
hefur ekki verið beint að konum og ekki hef-
ur verið gerð leit í heimildum í þeim tilgangi
að finna þar vitneskju um konur, lif þeirra
og störf. Hér er því mikið verk óunnið.
57