Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 32
Sigríður Þorgrímsdóttir og þaðan bárust straumar til Íslands með lærðum mönnum. Embættis- menn eins og Holger Rosenkrantz, sem hér var hirðstjóri 1620-33, höfðu og áhrif í þessum efnum. Nokkur munur var þó á framgangi mála á íslandi og annarsstaðar í Evrópu. Athyglisverðastur er sá mis- munur að á íslandi voru nær ein- göngu karlar kærðir fyrir galdra, en erlendis voru það mun oftar konur. Ýmsar skýringar hafa komið fram á því hversvegna fleiri konur voru brenndar erlendis en karlar og verða þær ekki raktar hér, en ljóst er að galdratrúin erlendis var mjög tengd kynlífi og kynlífsórum, t.d. um kynferðislegt samneyti kvenna við djöfulinn. Þessir órar komu lítið fram hér á landi.17 Ólafur Davíðsson skýrir galdraofsóknir á hendur kon- um mjög skemmtilega: Miklu hefur verið brent fleira af konum en körlum ... Þetta virðist vera kynlegt í fljótu bragði, en er þó eðfílegt, þegar betur er að gætt. Konur eru að öllum jafnaði hneigðari til hjátrúar en karlmenn. Þær hafa venjulega fjörugra ímyndunarafl og ofsa- fengnari geðshræringar. Auk þess fást konur miklu meira við að bera út sögur hver um aðra en karlar ... Það má telja það alveg víst, að þvaður og mælgi málugra kerlinga hafi átt mjög mikinn þátt í galdrabrennunum.18 Það er því ekki að sjá að Gróa á Leiti hafi verið persónugervingur ís- lensku kvenþjóðarinnar á 17. öld samkvæmt þessari skýringu, því aðeins ein kona var brennd á ís- landi. Átímabilinu 1554-1719 komu um 120 galdramál upp hér á landi og þau voru tíðust á árunum 1646-95, komu flest upp í ísafjarðarsýslu og þar næst í Barðastrandarsýslu. Tala brenndra er ekki alveg ljós, hún er um 20-25 manns.19 Ástæða þessarar óvissu er sennilega sú að stundum voru menn kærðir fyrir aðrar sakir og síðan einnig fyrir galdra, svona eins og í leiðinni. Eiginlegt galdra- fár er talið hefjast í Trékyllisvík árið 1654 og með ákærum sr. Jóns Magnússonar árið eftir. „Raunar eru mál þessi mjög sprottin af refsigleði Galdrastafur til að uinna öll mái eins sýslumanns og geðveiki eins klerks...",20 segir Helgi Skúli Kjart- ansson. Aðrir eru á svipuðu máli; t.d. segir Siglaugur Brynleifsson um galdrafárið að „þess gætti langmest á Vestfjörðum á vissu tímabili, þeg- ar tveir sýslumenn, náskyldir, og klerkur, hálfbróðir annars sýslu- mannsins, auk ruglaðs klerks í viðbót, létu mest að sér kveða þar...“21 og Sigurður Nordal segir að Fjölnir. á Vestfjörðum hafi verið „einhver smitvaldur eða pestarbrunnur, og er enginn líklegri til þess en Þorleifur sýslumaður Kortsson..."22 Hannes Þorsteinsson er heldur ekki í vafa: „Það er mála sannast að enginn einn maður á meiri sök á galdraof- sóknum og galdrabrennum 17. aldarinnar hjer á landi en Þorleifur lögmaður Kortsson, þessi lítilmót- legi, einsýni og líttlærði valdsmað- ur...“23 Leiðir þeirra þriggja manna sem hér er sagt frá lágu að einhverju leyti saman. Flest galdramál koma upp á Vestfjörðum og ekki hægt að neita að menn þessir koma mjög við sögu. Við skulum því líta nánar á þær fullyrðingar sem vitnað er í hér að framan og kanna réttmæti þeirra. Persónusaga eða sarnfélags - er einstaklingurinn eyland? Ekki er hægt að neita að atburðirnir í Trékyllisvík hafi markað upphafið að íslensku galdrafári. Galdramál voru einstök fram að því, en urðu þar með einskonar faraldur. í Tré- kyllisvík virðist svo sannarlega hafa verið einskonar „pestarbrunnur", þar voru þrír menn brenndir á skömmum tíma og galdrakærur héldu áfram þar um tíma. Þessir at- burðir hafa eflaust ýtt undir galdra- ótta á Vestfjörðum, en annars er ekki hægt að tengja þá beint við t.d. mál sr. Jóns Magnússonar, að öðru leyti en því að Þorleifur Kortsson kemur við sögu í báðum tilfellum. Veikindi sr. Jóns og prestsfrúarinnar í Selárdal virðast hafa verið af svipuð- um toga, nefnilega andleg. Óneitan- lega hafði sr. Páll í Selárdal stóran hluta galdrabrenna á samviskunni. Af fjórtán brennum á árunum 1669- 83 má rekja sex til sjö til sr. Páls og Þorleifur Kortsson fjallaði um átta mál af fjórtán.24 Vissulega hlýtur framganga þessara manna að hafa skapað fordæmi fyrir aðra og æst al- menning upp. Þetta voru menntaðir menn sem alþýðan trúði á og treysti. Á íslandi virðist þáttur ein- stakra manna í galdramálum skipta höfuðmáli, það var ekki kirkjan sem 30 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.