Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 33

Sagnir - 01.04.1989, Blaðsíða 33
.Einhver smitvaldur eða pestarbrunnur... Galdraslafur til að lála bita. Hugarrós, galdrastafur til styrktar ástum. stóð fyrir galdraofsóknum eins og erlendis, þó svo að þáttur umræddra presta sé stór. Það er ekki hægt að vera ósam- mála fullyrðingum um ábyrgð sr. Jóns, sr. Páls og Þorleifs Kortssonar á íslensku galdrafári. En það er hægt að vera bæði sammála og ósammála, án þess að úr verði þversögn. Títt- nefndar tilvitnanir eru m.a. teknar úr skrifum fræðimanna um einstaka menn og halda þeir þá gjarnan fram hlut þess sem þeir skrifa um. T.d. kemur fram samúð Sigurðar Nordal með sr. Jóni, að Jón hafi verið veill á geðsmunum og að hann verði að skoða út frá hans samtíma. Sigurður telur Þorleif Kortsson bera ábyrgð á galdrafárinu, fyrst og fremst.25 Flest- ir eru sammála um að sr. Jón hafi verið veill á geðsmunum, þó þeir orði það ekki alltaf jafn kurteislega og Sigurður Nordal. Vissulega verður að líta á sr. Jón út frá hans samtíð, en menn áttu engu að síður val- kosti. Flestir trúðu e.t.v. á galdra, en menn trúðu misjafnlega sterkt á vald djöfulsins. Sigfús H. Andrésson reynir í skrif- um sínum að milda málstað Þor- •eifs Kortssonar,26 þó ekki sé hægt að kalla skrif hans hlutdræg. Sig- laugur Brynleifsson finnur Þorleifi einnig ýmislegt til afsökunar, bæði andlegt og líkamlegt: „Áhugi Þor- •eifs á galdraofsóknum gæti vottað ofstæki hins innhverfa manns ... Heilsuleysi ... hefur aukið á inn- hverfi hans...“2' Líklegra er þó að húarskoðanir og afstaða Þorleifs hafi skipt meira máli en andleg og h'kamleg bæklun, þó það sé e.t.v. skýring í sjálfu sér. En hlutdrægastur í mannlýsingu er Hannes Þorsteinsson í grein sinni um Pál í Selárdal. Hann lýsir kostum sr. Páls fagurlega og er ekki * vafa um sekt Þorleifs Kortssonar. Sem skýringu á galdratrú sr. Páls nefnir hann þekkingu Páls á „austur- landafræðum, austurlenskri töfralist (magi)...“28 Ekki teljast þetta gild rök fyrir öðru en neikvæðri afstöðu Hannesar til „austurlandafræða". hess má geta Hannesi til málsbóta að annarsstaðar gætir meiri víðsýni 1 skrifum hans, t.d. segir hann að ekki megi „leggja mælikvarða nútíð- arinnar hvorki á sjera Pál nje sam- tíðarmenn hans.“29 Vafalaust var sr. Páll mannkostamaður. Hannvarvel menntaður og fékk varla að njóta sín vestur í afdölum og einangrun- in, ásamt þeim galdramálum sem á undan voru gengin, ýttu líklega und- ir ótta hans og konu hans. En ekki er hægt að skrifa galdrafár í Selárdal eingöngu á reikning Þorleifs Korts- sonar. Það er ótrúlegt að sr. Páll sem var miklu lærðari en Þorleifur Kortsson hafi látið þann síðarnefnda stjórna gerðum sínum. Enginn er eyland Afstaða áðurnefndra höfunda er mjög mismunandi, hún ræðst m.a. af því hvenær þeir skrifa og hvort þeir eru að skrifa persónusögu. Sumir þeir sem skrifa persónusögu hafa tilhneigingu til að fegra hlut þess sem þeir fjalla um. Sigurður Nordal hefur rétt fyrir sér um að líta verður á samtíma manna, en þó ekki einungis til að skilja sr. Jón Magnússon, heldur einnig aðra þá er við sögu koma. Eigi að dæma þá menn sem þátt áttu í galdraofsókn- um út frá okkar eigin samtíma þá verða þeir vissulega hálfgerð skrímsli, a.m.k. Þorleifur Kortsson, en sr. Jón geðveikur og Páll ruglað- ur og taugaveiklaður. En það er ein- földun að varpa ábyrgð galdramál- anna á nokkra einstaklinga án þess að íhuga þátt heildarinnar. Líta verður á málið í víðara samhengi, ut frá samtíma þeirra sem fjallað er um, tíðaranda, lögum og reglum, hugmyndum og trú. Þrír menn standa ekki einir með hugmyndir sínar í þjóðfélaginu, þeir eru hluti af heild. Galdratrúin var til staðar og hefðu aðeins þessir einstöku menn trúað á galdra þá hefði ekkert gerst, enginn tekið mark á þeim. Almenn- ingur trúði á galdra, lærðu mennirn- ir trúðu á galdra og þeir sem ákærð- ir voru fyrir galdra trúðu einnig á þá og játuðu sig yfirleitt seka. Þrír menn fundu ekki einhliða upp sakar- giftir og lög til að dæma eftir. Þeir höfðu bæði lög og fordæmi, sem aðrir menn höfðu skapað. Leikregl- ur og hugmyndafræði voru til staðar. Þeir ágætu fræðimenn sem hér voru nefndir hafa rétt fyrir sér, að mestu leyti, þáttur Þorleifs Korts- sonar, sr. Páls í Selárdal og sr. Jóns Magnússonar í íslensku galdrafári var óumdeilanlega stór. En þó það sé út af fyrir sig í lagi að líta á sög- una út frá persónusögulegu sjónar- miði og skýra atburði út frá sálarlífi einstaklinga, er það bara ekki nóg, jafnvel þó að við göngum út frá því að einstakir menn áorki meiru en aðrir. En enginn er eyland. SAGNIR 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.