Sagnir - 01.04.1989, Page 57

Sagnir - 01.04.1989, Page 57
Lútherskur rétttrúnaður og lögmál hallæranna Sá, sem höppin hlýtur, hefur ei á sér vítur, ef hann óttast guð, ei um ofsæld hirðir, æ fyrir metnað girðir og ei festir önd við auð.83 Lykil að skilningi á þeim viðhorfum sem hér er iýst er ekki aðeins að finna í ytri aðstæðum, heldur einnig í verðmætamati fólks sem taldi stöðugleika mikilvægari en framfar- ir, einlæga trú mikilvægari en skyn- semi og eilíft líf mikilvægara en jarðvistina. Hugarfarsbylting 19. aldar Ekki fer á milli mála að með frá- hvarfi íslendinga frá lútherskum rétt- trúnaði átti sér stað gagnger hugar- farsbreyting, engu síður róttæk en kristnitaka eða siðbreyting. En þar sem enginn stóratburður markar þáttaskil er erfitt bæði að tímasetja nákvæmlega þessa byltingu hugar- farsins og að útskýra hvernig hún átti sér stað. Þó hvorugt verði reynt hér vil ég að lokum benda á nokkrar heimildir frá mismunandi tímum sem gefa ákveðna vísbendingu um hvernig nálgast má svör við þeim spurningum. A síðasta áratug 18. aldar telur Sveinn Pálsson íslendinga vera lof- samlega guðhrædda en getur þess að við suðurströndina „þar sem naenn eru orðnir svo siðfágaðir af að kynnast útlendingum"84 sé orðið sjaldgæft að fólk taki ofan og biðji ferðabæn. Hver veit nema háðsglósur nokk- urra menntamanna, sem komnir eru frá Kaupmannahafnarhá- skóla, yfir þessum sið eigi þátt að almúgamaðurinn þorir eigi að kannast við guð sinn í návist þeirra.85 Flest bendir til að áróðursaðferðum upplýsingarmanna sé hér rétt lýst; háðið var bitrasta vopn þeirra gegn þeirri blekkingu sem þeir töldu að almenningur lifði í. Áður er getið um hræðsluviðbrögð fólks við komu Hendersons, en hann telur áróðurinn gegn rétttrúnaði hafa lít- inn árangur borið árið 1815, þó sumir séu farnir að veikjast í trúnni.86 Árið 1822 kom út ný húslestrabók í anda skynsemisstefnunnar en hún varð ekki vinsæl. „Varð treg salan á Árnapostillu, en ærin eftirspurn eftir Vídalínspostillu, er nú var að fullu uppseld."87 En Vídalínspostilla kom enn út þrátt fyrir andstöðu yfirvalda; síðast var hún prentuð í Kaupmanna- höfn árið 1838 og seld háu verði. Enn bendir ekkert til þess að rétt- trúnaðurinn hafi látið verulega und- an síga, og tíu árum síðar telur danski læknirinn P.A. Schleisner að ef marka megi kirkjusókn og bæna- hald þá séu íslendingar mjög trú- aðir.88 Árið 1848 virðist kristnihald á ís- landi lítið breytt frá því sem verið hafði um aldir, en 30 árum síðarvar breytingin gengin um garð. Þá settu forráðamenn Lútherska kirkjufélags- ins í Winnipeg sér það markmið að „„stuðla að andlegri vakningu í þjóðkirkju móðurlandsins"".89 Þeir bentu á, að svo virtist sem þjóðin væri að snúa baki við kristin- dóminum og kæmi sú tilhneiging fram í mjög lélegri kirkjusókn og afrækslu sakramentanna.90 Fleiri heimildir benda til þess að á árabilinu 1850-1880 eigi umbylting hugarfarsins sér stað, en hér er ekki ráðrúm til að leiða getum að því hvers vegna einmitt þetta tímabil skiptir sköpum. Bernskuminningar Kristjáns Á. Benediktssonar frá Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu gefa okkur hinsvegar innsýn í með hvaða hætti viðhorfin breyttust. Á árunum fyrir og um 1870 „var fólk yfirleitt trúardauft á kirkju og klerka"91 en trúarvaninn var svo rótgróinn að „maður komst ekki þverfótar dag eða nótt fyrir bænum og signingum, fyrir utan alla húslestra."92 Kristján taldi þó sveitunga sína ganga í fararbroddi „fram úr trúarbragðaþokunni"93 og hafði enga samúð með þeim sem enn aðhylltust lútherska rétttrúnað- inn og veittu viðnám: En eftir því sem sumar og sól óx á skilningshveli Keldhverfinga, eftir því urðu nærsveitirnar smeykari um sína sálarvelferð, óttuðust sér bjartsýnni menn og hrópuðu: Trúleysingjar! Heiðingjar!94 Höfundur leiðir saman andstæður bjartsýni og svartsýni, skilnings og blekkingar, og er það í samræmi við skoðanir þeirra nútímamanna sem telja öll lögmál hins vélgenga heims skýranleg með aðferðum vísinda en hafna hugtökum á borð við erfða- synd og náð. En til er þjóðsaga sem lýsir sjónar- miði hinna sem finnst að mikil- væg verðmæti fari forgörðum þegar trúin er löguð að lögmálum skyn- seminnar. Þar segir frá konu einni fátækri í andanum sem ekkert kunni af guðs orði nema faðirvor. En í ell- inni gerðist hún svo bænheit að þegar hún fór með faðirvorið þótti mönnum sem þeir sæju ljós loga yfir rúmi hennar. Þetta þótti svo merkilegt að tekið var til við að kenna gömlu konunni ýmislegt um guðfræðileg efni. Hún tók því öllu vel og hélt áfram að tilbiðja guð sinn með sama hætti og áður. En ljósið sáu menn aldrei eftir það. SAGNIR 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.