Sagnir - 01.06.2005, Side 24

Sagnir - 01.06.2005, Side 24
Frelsi viljans í Þríöja rfkinu LOKAORÐ Hér hefur framkvæmd helfararinnar verið rakin stuttlega með tilliti til einstaklinga sem glæpaverkin frömdu. Skoðaðar hafa verið mismunandi aðstæður manna innan jafnt sem utan útrýmingarbúða, einkum fangavarða og lögreglumanna. Að auki var örstutt gerð grein fyrir deilum þeirra Daniels J. Goldhagens og Christophers Brownings um ástæðu fyrir því, hvers vegna „venjulegir menn“ i lögreglusveitum myrtu fólk. Menn drápu af ólíkum ástæðum, af ótta við refsingu, sumir af hreinu hatri á fómarlömbum, aðrir vegna þess að þeir ætluðu sér ffama innan Nasistaflokksins og í samfélaginu og enn aðrir fylgdu einfaldlega straumnum. Svo virðist sem niðurstöður Brownings í bókinni Ordinary Men séu trúverðugri en þær sem Daniel J. Goldhagen kemst að í bók sinni, Hitler's Willing Executioners. Það er einfaldlega ekki hægt að segja að gyðingahatur hafi verið það mikið í Þýskalandi, í aldanna rás, að Þjóðverjar hafi bókstaflega verið að bíða eftir tækifærinu sem gafst í síðari heimsstyijöld til að myrða gyðinga. Það er ekki hægt að staðhæfa að um það bil fimmtán þúsund manns, sem voru í lögreglusveitum Þriðja ríkisins, hafi drepið gyðinga af einni og sömu ástæðu. Flest hnígur að þeirri niðurstöðu að ástæður sem lágu að baki því að hinn „venjulegi Þjóðveiji“ myrti og drap gyðinga og aðra minnihlutahópa í síðari heimsstyijöld hafí verið samspil margra þátta, þó að hjarðeðlið hafi skipti þar einna mestu máli. TIL VÍSANIR i Höss, Rudolf: Commandant of Auschwitz. London, 2000, bls. 56. ii Sama heimild, bls. 62. iii Sama heimild, bls. 63. iv Sama heimild, bls. 70. v Sama heimild, bls. 77-86. vi Sama heimild, bls. 111. vii Sama heimild, bls. 144-146 viii Sama heimild, bls. 150-157. ix Sama heimild, bls. 164. x Sama heimild, bls. 179. xi Browning R., Christopher: Ordinary Men Reserve Police Battalion 101 and the Final Solution in Poland. New York, 1998, bls. 1-2. xii Sama heimild, bls. 164. xiii Goldhagen, Daniel Jonah: Hitler 's Willing Executioners: Ordinary Germans and the Holocaust. London, 1996, bls. 263-270. xiv Browning R., Christopher: Ordinary Men, bls. 159-161. ÚTSKÝRINGAR * Freikorps var stofnað eftir fyrri heimsstyijöld af yfirmönnum þýska hersins. Hlutverk sveitanna var einkum að berja niður byltingartilraunir kommúnista. Freikorps var lagt niður árið 1921 en flestir hermannanna gengu í SA-sveitir Adolfs Hitlers (Sturm- Abteilung). ** I frægri sálfræðirannsókn sem kennd er við Milgram voru tengslin á milli hlýðni og valds rannsökuð. Markmiðið var að reyna að útskýra hvers vegna venjulegir Þjóðverjar drápu gyðinga í síðari heimsstyrjöld. Milgram fékk þátttakendur til þess að koma á tilraunastofú sína þar sem búið var að binda mann fastan við einhvers konar rafmagnsstól. Milgram sagði fólkinu að hann þyrfti að prófa manninn í rafmagnsstólnum með ákveðnum spumingum. Ef maðurinn svaraði spumingu rangt ættu þátttakendumir að ýta á takka sem gaf honum stuð. I hvert skipti sem hann svaraði vitlaust jókst spennan og þar til gerður mælir gaf til kynna að það væri hættulegra fýrir þann sem sat í stólnum. Milgram sagði þátttakendum að hann hlyti engan varanlegan skaða. Til að gera langa sögu stutta var maðurinn í stólnum starfsmaður Milgrams og spennugjafmn virkaði ekki. Honum var sagt að öskra og látast vera illa leikinn. Að lokum átti hann að virðast hreyfmgarlaus. Allan tímann ætlaði Milgram að segja þátttakendunum að halda áfram. Spumingin var sem sagt hversu langt þátttakendumir vom tilbúnir að ganga í spennugjöf svo lengi sem þeim var sagt að gera það. Niðurstaðan var sú að 25 af þeim 40 sem tóku þátt í rannsókninni fóru alla leið upp í 450 volt sem getur verið lífshættulegt. Þessi rannsókn sýnir að margir em tilbúnir til þess að meiða fólk, sé þeim sagt að gera það. Þó það spili margir aðrir þættir inn í þessa rannsókn þá stendur eftir að menn em tilbúnir að ganga mjög langt, beri þeir ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Það er að segja, undirmaður hlýðir yfirmanni möglunarlaust. (Sbr. Kent, Gerry og Dalglish, Mary: Psychology and Medical Care). 22 Sagnir 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.