Sagnir - 01.06.2005, Síða 33

Sagnir - 01.06.2005, Síða 33
Alþjóðlegir eða fslenskir? forystumanna íslenskra kommúnista, þeirra Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar, bœði í samtíð og í minningunni. Við skýringar á viðhorfum islenskra kommúnista var einnig tekið tillit til helstu hugmyndastrauma innan alþjóðahreyfingar kommúnista, Komintern. ALÞINGISHÁTÍÐIN Dagana 26.-28. júní árið 1930 var þess minnst með hátíðahöldum á Þingvöllum að þúsund ár töldust liðin frá stofnun Alþingis. Mikið var lagt í hátíðahöldin. Alþingi hélt hátíðarfúnd á Þingvöllum í tilefni afmælisins og erlendum tignargestum var boðið að vera viðstaddir. Um 30 þúsund manns eru talin hafa sótt hátíðina, þar af fjöldi útlendinga. Ekki er hægt að draga neinar línur um viðhorf kommúnista, sem hóps eða hreyfmgar, til fullveldisins og sjálfstæðisbaráttunnar fyrr en um og eftir árið 1930. En það ár var KFÍ stofnaður eftir klofning Alþýðuflokksins. Aður en kommúnistar sögðu endanlega skilið við Alþýðuflokkinn voru þeir þó famir að greina sig verulega ffá öðmm meðlimum hans, samanber orð Svans Kristjánssonar: Meðan kommúnistar störfuðu innan Alþýðuflokksins varð raunar ekki mikið vart við þjóðemisleg rök í deilum þeirra við forystu flokksins, enda snemst þær ekki um sjálfstæðismálið. Samt má finna dæmi þess, að kommúnistar blönduðu þjóðemishyggju inn í innanflokksdcilur.' Aftanmáls í grein sinni vísar Svanur svo til notkunar á þjóðemislegum rökum sem kommúnistar hafi viðhaft í deilum innan Alþýðuflokksins vegna inngöngu hans í Alþjóðasamband jafhaðarmanna árið 1926.“ í stefnuyfirlýsingu KFÍ er Alþingishátíðin kölluð „hin þjóðernissinnuðu hátíðahöld". Þá hátíð hafi íslenska auðvaldið haldið en bændur og verkalýður borgað fyrir. í stefnuyfírlýsingu KFÍ er Alþingishátíðin kölluð „hin þjóðemissinnuðu hátíðahöld“. Þá hátíð hafi íslenska auðvaldið haldið en bændur og verkalýður borgað fyrir.'" í anda þessa mótmæltu kommúnistar hátíðahöldunum og hvöttu fólk til að sniðganga þau. Eitt hefti tímaritsins Réttar árið 1930 var tileinkað andstöðunni. minningarhefti réttar Fyrri hluta árs 1930 kom út Minningarhefti Réttar um þúsundáraríki yfirstétta á íslandi. Heftið var tileinkað fyrirhugaðri Alþingishátið á Þingvöllum og meðal efnis var grein eftir Einar Olgeirsson sem nefhdist „Hvers er að minnast?“ í henni ræddi Einar komandi hátíðahöld og tilefni þeirra. Hann efast um þýðingu hátíðahaldanna fyrir íslenska alþýðu og spyr hvað það var sem gerðist árið 930? Ekki þarf að bíða svars lengi. Hugur Einars til hátíðahaldanna er þungur og orðfæri hans afgerandi. Alþingishátíðin er afmælishátíð íslensks rikisvalds, segir hann. Alþýða manna sé sett til hliðar á meðan stjómvöld minnist stofnunar Alþingis og setningar ríkisvalds í landinu. Einar rekur sögu stofnunar Alþingis og em söguskýringar hans undir augljósum marxískum áhrifum. í frásögn Einars er landnámið saga yfirgangs yfirstéttarinnar og upphafs „stéttahroka“ í landinu. Öll völd voru þá á fárra höndum og íslensk alþýða á söguöld var snauð af stjórnmálaréttindum. Stofnsetning Alþingis löghelgaði vald jarðeigenda yfir landi og lýð og rikisvaldið varði þessa hagsmuni. Frá stofhun hafi Alþingi verið valdatæki yfirstéttarinnar og stuðlað að oslitinni sögu stéttakúgunar allar götur síðan. Það sé þessa sem íslenska yfirstéttin minnist.iv Þúsund ára saga Alþingis er „eymdarsaga alþýðunnar“, segir Einar Olgeirsson. Þúsund ára ríkisvald yfirstéttarinnar eigi aðeins skilið Einar Olgeirsson fyrirlitningu og mótstöðu alþýðunnar. Ekki þakkir hennar. Hér fylgir hugur máli, því í kjölfar þessa lætur Einar orð falla sem ekki er hægt að skilja á annan hátt en að hann sé að boða byltingu. Hann hvetur íslenska alþýðu til að nota tækifærið og rísa upp, taka völdin í sínar hendur og stofna réttlátara samfélag. Einar óttast þó að íslensk alþýða sé enn ekki búin undir lokabardaga stéttabaráttunnnar og býst því ekki við byltingunni sem hann þó hvetur til. í staðinn verði alþýðan að horfa upp á sigurhátíð valdastéttarinnar.' En hún eigi að láta kröfugöngur og uppreisnarsöngva vega á móti „hátíðardýrð og ættjarðarglamri“ Þingvallahátíðarinnar." Fulltrúum ýmissa ríkja var boðið að senda fulltrúa á Alþingishátíðina. Stjómarfar sumra þessara ríkja fær harkalegar ákúmr hjá Einari Olgeirssyni. Ber þar jafnan að sama bmnni. Ríkisstjómir þeirra liggja undir ámæli hans vegna meðferðar á alþýðu manna. Hér er spjótunum beint að meintum fasistum og þykir Einari hæfa tilefninu vel að bjóða slíkum fulltrúum á Alþingishátíðina. Hann gerir jafnframt töluvert veður út af því að fulltrúum Sovétríkjanna sé ekki boðið. Eina ríkisins þar sem „alþýðan" hafi völdin.™ Frá stofnun hafi Alþingi veriö valdatæki yfirstéttarinnar og stuðlað að óslitinni sögu stéttakúgunar allar götur síðan. Það sé þessa sem íslenska yfirstéttin minnist. í stuttu máli sér Einar Olgeirsson ekkert gott við Alþingishátíðina og hvetur til þess að hún verði sniðgengin. Með hliðsjón af innlendum og erlendum stjómmálaaðstæðum virðist ljóst að Einar er í og með að nota tækifærið til að leggja til atlögu við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Spjót hans beinast þó ekki hvað síst að forystu Alþýðuflokksins - íslenskra sósíalfasista. Greinin brennur af stéttapólitík og byltingaranda enda var andrúmsloftið eldfimt þetta ár, ekki síst innanhúss í Alþýðuflokknum sem kommúnistar tilheyrðu enn þegar greinin kom út. Grein Einars er tilraun til að skrifa sögu upphafs íslandsbyggðar út frá marxískum forsendum. Ragnheiður Kristjánsdóttir getur þess í grein sinni, „1930 - ár fagnaðar?“, að á valdatíma Stalíns kom ffarn í Rússlandi þjóðemissinnuð söguskoðun. En þó muni sú pólitíska aðgerð sem fólst í útgáfu ritsins [Minningarheftis Réttar] vera í fullkomnu samræmi við kenningar og venjur hinnar alþjóðlegu Saqnir 2005 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.