Sagnir - 01.06.2005, Page 56

Sagnir - 01.06.2005, Page 56
Forlög þfn hafa verið mér mikið umhugsunarefni! einstaklinga innan hverrar kynslóðar af þeim hömlum sem takmarkað landrými skapaði. Þegar fjölmennir árgangar komust til fullorðinsára, í landi þar sem hámarksfjöldi býla var takmarkaður, skerti stærð árganganna því enn frekar möguleika einstaklinga innan hans til að stofna til heimilis."" Oddasóknarhópurinn tilheyrði einmitt íjölmennum árgöngum á landsvísu og þar að auki fóru fullorðinsár hópsins saman við tímabil þar sem íslenskur landbúnaður telst hafa verið i kreppu.'"' Næöu þessir einstakíingar að komast í bændastétt og yrðu færir um að stofna til fjölskyldu eða yrðu þeir að lúta höftum vistarbands og húsaga ævina á enda? Hvað örlög bama bæði bænda og hjúa varðar er félagslegur hreyfanleiki grundvallaratriði. Næðu þessir einstaklingar að komast í bændastétt og yrðu færir um að stofna til fjölskyldu eða yrðu þeir að lúta höftum vistarbands og húsaga ævina á enda? Þegar Oddasóknarhópurinn er leitaður uppi í hveiju manntali fyrir sig sjáum við að meirihlutinn tilheyrir stétt vinnuhjúa fyrri hluta fúllorðinsára sinna, eða 85,2% lifandi einstaklinga árið 1860. Tíu árum seinna, þegar hópurinn er á fímmtugsaldri, er rétt rúmlega helmingur hans enn í vist og árið 1880 er þetta hlutfall komið niður í 30,6%. Árið 1890 teljast svo aðeins 18,9% eftirlifenda vera hjú. Á sama hátt fer sá hluti hópsins sem tilheyrir bændastétt sífellt stækkandi eftir því sem sígur á seinni hluta nítjándu aldarinnar. Vinnumennska er þannig, líkt og meðal flestra Islendinga á 19. öld,*™' ákveðið skeið i lifi Oddasóknareinstaklinganna sem flestir ganga í gegnum. Sé skipting hópsins i húsbændur og hjú skoðuð með tilliti til kyns kemur aftur á móti athyglisvert mynstur í ljós. I manntalinu árið 1860, þegar einstaklingar innan hópsins eru á aldrinum 20-30 ára, tilheyra hlutfallslega fleiri karlar en konur hjúastétt á meðan hlutfallslega fleiri konur hafa þá þegar hafið búskap. Árið 1870 eru kynjahlutföll meðal vinnufólks aftur á móti orðin mjög jöfn á meðan karlmenn eru orðnir hlutfallslega fleiri í bændastétt heldur en konumar. Þetta mynstur dregur fram ólíkar forsendur kynjanna til að stofha til heimilis. Á meðan kaup vinnukvenna einskorðaðist oft á tíðum við fæði og klæði hefúr leið þeirra inn í bændastétt fyrst og fremst grundvallast á því hvort þær þættu efnilegar í hlutverk eiginkonu og verðandi móður. Því áttu yngri konur betri möguleika á því að hefja búskap en ungir menn sem þurftu fyrst að safna ákveðnum höfuðstól. Tölfræði um giftingartíðni á landsvísu staðfestir að þetta hegðunarmynstur gilti almennt um jafnaldra Oddasóknarhópsins/’" Viðteknar hugmyndir um félagslegan hreyfanleika em þær að hann hafi á heildina litið verið niður á við." Oddasóknarhópurinn staðfestir þetta hvað bændasyni og -dætur varðar en hið gagnstæða virðist vera uppi á teningnum þegar kemur að bömum vinnuhjúa. Þegar hópnum er skipt eftir fæðingarstétt ná rúmlega 43% bama hjúa að vinna sig upp í bændastétt á meðan að af einstaklingum fæddum inn í bændastétt ná 52% að halda sér í bændastétt á fúllorðinsárum sínum. Munurinn á þessum tveim hópum er töluverður en þó er athyglisvert að hann skuli ekki vera enn meiri þar sem hjú höfðu að öllu jöfnu ekki nægar tekjur til þess að framfleyta afkvæmum sínum,“ hvað þá til að veita þeim aðstoð við að koma undir sig fótunum. Böm hjúa hafa því tæpast átt bakhjarl í foreldrum sínum og hljóta að hafa þurft að koma sér áffam algerlega á eigin verðleikum meðan böm bænda hafa væntanlega getað reitt sig á einhvem stuðning frá fjölskyldu sinni. Fæðingarstétt virðist hinsvegar samkvæmt þessum tölum ekki vera afgerandi hvað félagslegan hreyfanleika varðar innan Oddasóknarhópsins. Vinnuhjúum í Oddasókn, stétt sem hefúr verið verið álitin félagslega ófrjó,™1 tókst ekki aðeins hafa tekist að eignast böm heldur virðast synir þeirra og dætur í ofanálág hafa verið ansi efnilegt fólk.,"‘" Því miður em böm hjúa lítt rannsakaður hópur og tölfræðilegar upplýsingar um atvinnuskiptingu þjóðarinnar eftir aldri liggja ekki á lausu. Því er ekki án frekari rannsókna hægt að svara því hvort velgengni hjúabamanna í Oddasókn sé ánægjulegt frávik eða hvort annað eins hafi ef til vill ekki verið svo óalgengt. Tímabilið 1860 til 1890, fullorðinsár Oddasóknarbamanna, er eins og vikið hefúr verið að, mun harðara tímabil en uppvaxtarár þeirra. Að hversu miklu leyti erfiðleikar í æsku hafa hert böm hjúanna og kennt þeim að takast á við mótlæti er með engu móti hægt að segja til um. Freistandi er þó að ímynda sér að ef til vill hafi sá hluti Oddasóknarhópsins sem var alinn upp við fátækt og strit verið betur andlega undirbúinn fyrir kreppuárin en þau böm sem fæddust með ef ekki silfúrskeið, þá að minnsta kosti silfúrspón í munninum. Þegar lífshlaup Oddasóknarhópsins er skoðað með tilliti til innbyrðis skyldleika er það fyrsta sem stingur í augun hversu fámennir þeir systkinahópar em sem teljast fæddir í hjúastétt. Enginn þeirra nær að telja fjögur uppkomin systkini á meðan að með sömu leitarskilyrðum finnast sex systkinahópar fæddir í bændastétt. Þessi munur er fyrst og fremst tilkominn vegna lítilla möguleika hjúa á að giftast og stofna til fjölskyldu, ellegar fyndust væntanlega blandaðir systkinahópar þar sem eldri hlutinn væri fæddur í stétt hjúa en sá yngri í bændastétt. Ef til vill má því líka hugsa sér að skýra megi velgengni hjúabamanna á fúllorðinsárum með því að þau hafi notið þess að tilheyra fámennari systkinahópum og þar með hlotið óskertari athygli foreldra sinna. Áberandi fylgni er innan hinna sex uppkomnu systkinahópa sem fædd em í bændastétt hvað félagslegan hreyfanleika varðar. Einn hópurinn, sem telur fjögur systkini, samanstendur allur af einstaklingum sem færast niður á við í þjóðfélagsstiganum og komast aldrei í bændastétt. Hinir hópamir samanstanda að langmestu leyti af einstaklingum sem komast í stétt bænda. Samtals telja þeir eimmgis §óra einstaklinga sem ekki ná að stofna til bús og þá aðeins einn í hveijum systkinahóp. Með tilliti til þess að í heildina ná aðeins 57% bændabama innan hópsins þessum árangri hlýtur þetta að teljast frábær árangur. Er því óhætt að álykta að félagslegur hreyfanleiki hafi ekki einungis ráðist af ytri aðstæðum heldur einnig af mótun í bemsku og áhrifúm og aðstoð frá nánustu fjölskyldu. LÍFSINS BLÓM Bameignir töldust, eða áttu að minnsta kosti að teljast til, forréttinda gifts fólks. Hjónabandið taldist svo aftur til forréttinda bændastéttarinnar og féll viðhald fólksfjöldans því hlutfallslega litlum hópi kvenna á hendur. Frjósemistíðni""‘v fólks sem taldist til bændastéttar er því mjög há á meðan ftjósemi fólks sem komst seint eða aldrei í bændastétt var mun lægri. Hegðun Oddasóknarhópsins fellur að mestu leyti að þessu mynstri. Þó er athyglisvert að á meðan konur sem fæðast í bændastétt og ná að stofiia til bús á sínum fúllorðinsámm eignast svo að segja engin lausaleiksböm, þá skiptast böm þeirra kvenna sem fæddar em í hjúastétt en ná að vinna sig upp í bændastétt svo til jafnt í lausaleiksböm og ektaböm. Hvað varðar konur sem ná ekki að vinna sig upp í bændastétt er hinsvegar allt annað upp á teningnum. Þar em það dætur bænda sem eignast böm, og þá aðallega í lausaleik, á meðan þær konur sem em fæddar hjúum og eyða ævinni í vinnumennsku eignast engin böm. Þó er athyglisvert að á meðan konur sem fæðast í bændastétt og ná að stofna til bús á sínum fullorðinsárum eignast svo að segja engin lausaleiksbörn, þá skiptast börn þeirra kvenna sem fæddar eru í hjúastétt en ná að vinna sig upp í bændastétt svo til jafnt í lausaleiksbörn og ektabörn. Bameignir karla em að sjálfsögðu vandrannsakaðri en bameignir kvenna enda erfiðara að henda reiður á því hvar þá hefúr borið niður. Athugun á þeim hópi karlmanna sem kemst í bændastétt staðfestir þó það munstur sem við höfúm þegar séð hjá konunum, eftir því sem menn hefja búskap fyrr, því fleiri böm eignast þeir. Þegar litið er til þess hluta sem eyðir ævinni í vinnumennsku sjáum við hins vegar að þar af eignast karlmenn fæddir í bændastétt að meðaltali helmingi færri böm 54 Sagnir 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.