Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 64

Sagnir - 01.06.2005, Blaðsíða 64
Bamavemd á 19. öld vandarhagga dæmdi rétturinn þau til betrunarhússvinnu í fjögur ár."" Þegar Magnús Stephensen dæmdi í máli Brynjólfs í Neðridal 50 árum áður, kom ffam sú skoðun hans að ekki væri einungis við foreldra að sakast, heldur bæru hreppstjórar einnig sök. Hefðu þeir unnið eins og þeim bar, hefði aldrei þurft að kveða upp dóm um banamein drengsins. Hann hikaði ekki við að kalla þá embættismenn til ábyrgðar er áttu að gæta þess að foreldrar murkuðu ekki lífið úr bömum sínum. Hvort einhverjir hreppstjórar og prestar fengu skammir bak við Það er varla hægt að lesa annað út úr þessum dómi en að það þyki sanna sakleysi Sigurðar og Guðbjargar að hitt „hyskið“ - sem hljóta að vera önnur börn þeirra - skyldi halda lífi og því ein af ástæðum þess að hæstiréttur taldi þau sýkn saka. tjöldin fyrir að bregðast seint við orðrómi um slæmt ástand á bænum Miklaholti er ekki gott að segja en ekkert kemur fram í dómsskjölum um að þeir hafi brugðist skyldum sínum með því að láta bömin eftir ein og hjáparlaus eins og Magnús orðaði það 50 ámm áður. Dómarar í Landsyfirrétti töldu sig heldur ekki þurfa að sanna sekt eða sakleysi í málinu þar sem bæði Sigurður og Guðbjörg höfðu játað sekt sína. HYSKIÐ SEM HÉLT LÍFI Þremur ámm eftir dauða Guðbrands árið 1861 var málið tekið fyrir í hæstarétti. í hæstarétti sátu dómarar sem höfðu aðra sýn en þeir sem áður höfðu dæmt í málinu því niðurstaða þeirra var á þessa leið: [SJakargögn, sem fram hafa komið við þessa málssókn, gefa alls engan rétt til þess að álíta, að dauði Guðbrands Sigurðssonar hafi hlotist af meðferð þeirri, er hann hafði sætt hjá hinum ákærðu... Hæstiréttur þykist eigi sjá neitt sem geti valdið því, að hin ákærðu sé höfð fyrir sökum, enda þótt viðurværi það, er hinn framliðni hafði hjá foreldrum sínum, kunni að hafa verið ónógt... því engin ástæða ertil þess að ætla, að hjónin hafi haft í hyggju að gera mein syni sínum, og viðurværi það sem hann hlaut var að minnsta kosti eigi neitt annað né lakara en það sem hitt hyskið fékk; og því þykir eigi gjöranda að gjöra neitt sérlegt úr þeirri játningu hinna ákærðu að þau fyrir hirðuleysi sitt hafi verið völd að dauða sonar síns."ia Það er varla hægt að lesa annað út úr þessum dómi en að það þyki sanna sakleysi Sigurðar og Guðbjargar að hitt „hyskið“ - sem hljóta að vera önnur böm þeirra - skyldi halda lífí og því ein af ástæðum þess að hæstiréttur taldi þau sýkn saka. En það sem er einnig athyglisvert við dóminn er sú ákvörðun að gera ekkert úr játningu þeirra hjóna um að þau væru völd að dauða drengsins. Magnús Stephensen talaði um það sem brot á náttúrulegu eðli að fara illa með afkvæmi sín en hann neitaði því ekki að til væru foreldrar sem það gerðu. Dómarar í hæstarétti árið 1861 gerðu hins vegar ekki ráð fyrir að foreldar fæm illa með böm sín að yfirlögðu ráði og tóku því ekki mark á játningum í þá vem. Húsagatilskipunin var aldrei formlega felld úr gildi en greinilega er ekki stuðst við hana í dómum er varða böm þegar líða tekur á 19. öldina og ekki er heldur hægt að merkja að hugmyndir Magnúsar Stephensen um ábyrgð yfírvalda gagnvart bömum hafi fest rætur í hugum manna, a.m.k. ekki þegar um var að ræða böm í foreldrahúsum. LOKAORÐ Þau dómsmál sem fjallað hefur verið um hér að framan eiga það sameiginlegt að þau snúast um böm sem vom í umsjá foreldra sinna en ekki ómaga sem settir höfðu verið niður hjá vandalausum. Ómagar 62 Sagnir 2005 vom samt sá hópur bama sem mestur gaumur var gefinn i lagasetningu á 19. öld og þótti fyrirsjáanlegt að gæti orðið fyrir misbeitingu. Þetta var ekki að ófyrirsynju því mál komu fyrir dómstóla vegna dauðsfalla og illrar meðferðar á þeim hópi bama. Böm eiga og hafa alltaf átt afkomu sina undir því fullorðna fólki sem annast þau hvort heldur það em foreldrar eða aðrir. Lög um bamavemd em lög sem heimila yfirvöldum afskipti af bömum og að eftirlit sé með því að böm búi við þær aðstæður sem réttar þykja á hverjum tíma. í dag er það lögboðin skylda kennara og annarra sem vinna með böm að tilkynna misfellur á aðbúnaði þeirra, hlutverk sem upphaflega var í höndum presta og hreppstjóra. Ef ekki væri húsagatilskipunin og hugmyndir Magnúsar Stephensen um skyldur hreppstjóra gagnvart bömum væri vart hægt að skrifa grein með yfirskriftinni bamavemd á 19. öld. Magnús var nær nútímanum en þeir sem sátu í dómarasætinu hálfri öld síðar og dæmdu í máli Guðbrands. Reyndar er ekki mikið rannsakað hvemig afskiptum presta og hreppstjóra af bömum var háttað en tvö mál, sem fjallað hefur verið um hér að framan, sýna ffam á afskipti yfirvalda áður en bamið dó drottni sínum. Mál Kristínar Kristjánsdóttur úr Kjósinni komst í dómsbækur vegna þess hve illa faðir hennar brást við afskiptum yfirvalda en merkilegasta málið út ffá hugmyndum um bamavemd er þó mál Guðmundar óekta bams. Prestur og hreppstjóri fylgdust með Guðmundi og komu honum í burtu áður en það var um seinan líkt og gerðist með Brynjólf og Guðbrand. En hvað beið Guðmundar í ffamtíðinni sem niðursetnings er hins vegar önnur saga. TILVÍSANIR i Landsyfirrjettardómar og hœstarjettardómar í íslenzkum málum I. Reykjavík, 1916-1918, bls. 350. ii Lovsamling for Island II. Kjöbenhavn, 1853, bls. 566. iii Landsyfirrjettardómar og hœstarjettardómar i islenzkum málum I, bls. 351. iv Sama heimild, bls. 349. v Alþingisbœkur íslands XIII. Reykjavík, 1973, bls. 568. vi Sama heimild, bls. 568. vii Sama heimild, bls. 563-565. viii Sama heimild, bls. 567-568. ix Sama heimild, bls. 538. x Sama heimild, bls. 568. xi Landsyfirrjettardómar og hœstarjettardómar I, bls. 413. xii Sama heimild, bls. 413-415. xiii Félagsmálin á íslandi. Saga Alþingis. Reykjavík, 1973, bls. 151. xiv Lovsamlingfor Island VII. Kjöbenhavn, 1857, bls. 316. xv Landsyfirrjettardómar og hœstarjettardómar VI. Reykjavík, 1946-1950, bls. 170. xvi Lovsamlingfor Island X. Kjöbenhavn, 1861, bls. 428. xvii Sama heimild, bls. 428. xviii Tiðindi um Stjórnarmálefni íslands. Kaupmannahöfn, 1875, bls. 399. xix Sama heimild, bls. 400. xx Landsyfirréttardómar og Hœstaréttardómar VIII. Reykjavík, 1959, bls. 237. xxi Sama heimild, bls. 237. xxii Sama heimild, bls. 239-241. xxiii Sama heimild, bls. 400-401. *Óekta voru þau böm sem ekki vom hjónabandsböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.