Sagnir - 01.06.2005, Page 80
Embla Þórsdóttir er
fædd 1978. Hún
stundar nú MA nám í
sagnfræði við Háskóla
íslands.
Kristin hugmyndafræði og blóðhefnd á miðöldum
Frá hamri til kross: Steinninn á mvndinni var greiniiega notaður bæði til að gera
hamar og kross.
„Þú skalt ekki mann deyða“ er ein af meginreglum hinnar kristnu kirkju. Þetta er
eitt af boðorðunum tíu, meginstoðum kristins siðferðis. En var viðurlögum við brotum á
boðorðinu framfylgt á Norðurlöndum á fyrri hluta miðalda? Varþetta boðorð virt iþeim
kristnu samfélögum sem fundust þá? Á íslandi, líkt og i öðrum löndum, var vió lýði
þjóðfélagsmynd þar sem hefndarskylda og -réttur voru i öndvegi. Halda mœtti að þessi
hugsun hefði horfið þegar kristni náði fótfestu en svo varð ekki. Þvi vaknar spurningin;
gerði miðaldakirkjan eitthvað tilþess að stemma stigu við hefndardrápum? Eða voru þau
samfélagslega virk þrátt fyrir boð og bönn kirkjunnar?
Áhugavert er að skoða hið íslenska þjóðveldisaldarsamfélag meó tilliti til þessa.
Margar heimildir eru til um hefndaraðgerðir manna á fyrstu öldum kristindóms á
tslandi. Þœr finnast t.d. í Heimskringlu, ísiendingasögum og jafnvel i Snorra-Eddu.
Margar lýsingar finnast i miðaldabókmenntum um þátttöku kirkjunnar manna í
hlóðhefndum. í þeirn má sjá að hefðbundin samfélagsleg gildi voru hœrra sett en
kenningar kirkjunnar. Þetta var einkum áberandi meðal klerka á íslandi sem tóku fullan
þátt i ofbeldinu sem einkenndi timabilið.
Fœðardeilur voru náttúrulegur hluti hins íslenska þjóðveldisaldarsamfélags, jafnt og
annarra samfélaga norrænna manna. Fœðardeilur geta verið allt frá orðaskaki til
mannvíga og voru félagslega samþykkt leið tilþess að leysa deilur sem upp komu á milli
manna. Þanniggat samfélagið stjórnað hegðun manna að einhverju leyti á tímum þegar
ekkert miðstjórnar- eða framkvœmdavald var til staðar. í árdaga kristni á Norðurlöndum
og á íslandi virðist hefndarskyldan og kristnin hafa farið vel saman og ekki verið i neinni
mótsögn hvor við aðra. Kristnin sem boðuð var i Norður-Evrópu var ekki i mótsögn við
samfélagið heldur var hún frekar í mótsögn við kirkjuna sem stofnun. Til þess að skilja
þetta efni til fullnustu er nauðsynlegt að vita hvernig kristni var háttaö á íslandi á
þjóðveldisöld og fram á 13. öld. Hvernig þróaðist kristindómurinn með tímanum og
hvaða áhrif höfðu breytingarnar á togstreituna milli hefndarskyldunnar og kenninga
kirkjunnar um rétta hegðun manna?
78 Sagnir 2005