Sagnir - 01.06.2005, Page 93

Sagnir - 01.06.2005, Page 93
Sagna-þing 2005 Það er augljóst að sá sagnfræðingur sem situr hjá og er afskiptalaus og óvirkur er ekki að sinna neinni rannsókn. Vildi hann vinna að rannsókn yrði hann að rísa upp úr hægindastólnum og sýna virkni sína með því að heíja afskipti af heimildum sem nauðsynlegar væru þeirri sagnfræðirannsókn sem hann kysi að stunda. Það er því óþarft að ræða þennan hluta hugtakskýringarinnar frekar. En hvað með áð vera afstöðulaus og óháður? Eru þær leiðir færar? Að mínum dómi eru þær það ekki. Um leið og sagnfræðingur velur sér rannsóknarefni er hann búin að taka þá afstöðu að rannsaka það efni en ekki eitthvað annað. Þar með er hann búinn að marka sér ákveðna braut. Taka afstöðu. Önnur afstaða birtist svo í vali á heimildum. Sagnfræðingurinn verður að vega og meta hvaða heimildir eigi við verkefnið og taka rökstudda afstöðu til þess hverjar hann notar og hverjar ekki. Þegar því er lokið kemur að notkun heimildanna og túlkunar á þeim. Óþarft er að orðlengja að á þeirri vegferð eru margir staðir þar sem þörf er að staldra við og taka afstöðu. Frágangur og framsetning rannsóknar og síðast en ekki síst niðurstöður hennar krefja sagnfræðinginn svo sannarlega um að taka afstöðu. Af þessu leiðir að útilokað er að vera óháður. Eldri þekking og skoðanir sagnfræðingsins, mótaðar af samfélagi hans og umhverfi, hafa innprentað honum viðhorf og mótað hugsun hans. Það er manninum eðlislægt að velja og hafna. Hallast ffekar að einni skoðun en annarri eða einni hugmynd fremur en annarri. Þó þær ákvarðanir sem sagnfræðingurinn þarf að taka varðandi vinnu sína séu teknar af honum sjálfum, og honum einum, verða þær að byggja á afstöðu. Afstöðu sem hlýtur jafnan að mótast af utanaðkomandi viðhorfum og hugmyndum sem sagnfræðingurinn hefur tileinkað sér og gert að sínum. Einhver kynni nú að spyija: Hvað með útgáfu heimilda? Er hún ekki fremur hlutlaus iðja? Svar mitt við þeirri spumingu er einfalt: Nei, það er hún ekki. Til að byrja með þarf að taka ákveða hvaða heimild á að gefa út. Þar með er brautin mörkuð og hlutleysið fokið út um gluggann. Við útgáfu heimilda er einnig nær undantekningalaust skeytt inngangi, sem jafnan inniheldur útskýringar þess sem sér um útgáfuna á efni þeirrar heimildar sem verið er að gefa út. Með slíkum útskýringum er verið að liðsinna, en jafnframt hafa áhrif á lesendur. Afstaða þess sem sér um útgáfuna kemur þar fram, t.d. rökin fyrir þvi að ástæða var talin til að gefa heimildina út og hvað í henni í skipti mestu máli. HLUTLÆGNI Hugtakinu hlutlægni er oft að ósekju ruglað saman við hugtakið hlutleysi. í hlutlægni felst að dæma, t.d. hugmyndir eða atburði, „ótruflaður af tilfinningum eða persónulegum löngunum Hlutlægni er stillt upp sem andstöðu við huglægni „sem tekur meira mið af eigin hugmyndum og kenndum en ytri veruleika Hlutlægnin gengst við lífsskoðunum og tilfinningum fræðimannsins og mögulegri afstöðu hans til þess efnis sem hann er að fást við. En krefst þess jafhframt að hann reyni að halda aftur af skoðunum sínum og tilfínningum. Umdeilt er hvort þetta sé mögulegt. Ég efast um að nokkur sem leitast við að skrifa í anda hlutlægni neiti að horfast í augu við að persónuleg afstaða hans komi fram, með einhveijum hætti, í því verki sem verið er að vinna. Hlutlægninni er því stillt upp sem skorðum, ætluðum til að stemma stigu við of mikilli blöndun persónu sagnfræðingsins við rannsóknarefnið. En hversu hlutlægir og óvilhallir sem sagnfræðingar vilja vera neyðast þeir til að taka afstöðu á ýmsum stigum rannsóknar sinnar. Þetta á t.d. við um val á heimildum, efnistök og framsetningu. Sagnffæðingurinn þarf að velja um hvað er fjallað og hveiju er sleppt. Hvar skuli draga mörk, á hvað skuli leggja áherslu og hvað ekki. Sagnfræðingsins er því valdið um hvað það er sem telst markvert. Hlutlægnin verður því sjaldnast meira en viðleitni eða viðmið. Það er aðeins innan ákveðinna marka sem von virðist til að viðhafa hlutlægni í sagnffæði. Helsti valkostur sagnffæðingsins er að sýna hlutlægni með því að taka ekki augljósa afstöðu til málefna eða atburða heldur reyna að draga ffam ýmis sjónarhom. Reyna sumsé að búa textann þannig úr garði að það sé lesandans að taka afstöðu. Honum sé ekki beint eða stýrt. En jafnvel á þennan hátt er hlutlægnin vandmeðfarin og meira í formi viðleitni en reyndar. Sé þessi leið hins vegar farin er algjör nauðsyn að vísað sé vandlega til heimilda til að lesandanum sé gert mögulegt að komast undir yfirborð frásagnar sagnffæðingsins. Allur vafí á uppmna efnisatriða i sagnfræðitexta er sérlega bagalegur þegar skrifað er undir merki hlutlægni. Því í skjóli hennar geta, meðvitað eða ómeðvitað, slæðst inn meiningar og áherslur sagnfræðingsins í dulargervi vitnisburðar heimilda. Önnur hætta er sú að hlutlægniskrafan ali af sér sagnfræðiverk sem em daufleg málamiðlun á því sem um er fjallað og skilji lesandann eftir litlu nær. I skjóli takmarkaðra upplýsinga um aðferðir og heimildanotkun getur meint hlutlægni falið dulda afstöðu sagnffæðingsins. Þetta getur hann t.d. gert með því að mismuna heimildum án þess að útskýra hvers vegna. Koma þannig vitnisburði heimildar, sem sagnfræðingnum er þóknanleg, skör hærra en annarri heimild sem e.t.v. geymir gagnstæðan vitnisburð. Eða sniðganga jafnvel þá heimild útskýringalaust. MEÐVITUÐ AFSTAÐA Þriðja aðferðin sem ég kýs að gera að umtalsefni hér er það sem kalla má „meðvituð afstaða". Með því er átt við að sagnffæðingurinn gangist opinberlega við fyrirffam áunnum skoðunum sínum, tengdum því efiii sem hann tekst á við, og því að þær móti efnistök hans og aðferðir. Hann gangi að verki meðvitaður um þetta. Greini síðan lesendum sínum skilmerkilega frá afstöðu sinni í inngangi og komi þannig hreint ffam. Hér er vert að búa til einfalt dæmi: Hugsum okkur sagnffæðing sem er að fara að rannsaka sögu stjómmálaflokks. Sjálfur hefúr sagnffæðingurinn starfað innan þessa stjómmálaflokks eða verið stuðningsmaður hans til margra ára og jafnan ljáð honum atkvæði sitt. Með því að geta þessa í inngangi er lesandum ljós viss afstaða sagnfræðingsins auk þess sem þama er líkast til einnig komin skýringin á vali hans á rannsóknarefni. Efnið snertir sagnffæðinginn beint og vekur áhuga hans. Hann er tengdur því sterkum böndum. Ekki er svo að skilja að hér sé gert ráð fyrir því að hinn ímyndaði sagnfræðingur misnoti aðstöðu sína og verði hlutdrægur í umfjöllun sinni. Fræðileg vinnubrögð má viðhafa þó að ákveðnar skoðanir búi að baki. Opinská afstaða veitir jafnvel enn virkara aðhald til að fylgja fræðilegum vinnubrögðum en ella. Greinargóð lýsing á verklagi og góðar heimildavísanir væm einnig líklegar til að draga úr ótta um mismunun. Augljós tengsl sagnffæðingsins við efnið geta varpað skýrara ljósi á verk hans. Eða öllu heldur: Að þegja yfir þessháttar upplýsingum er villandi. En er meðvituð afstaða kannski ekkert annað en fegmnaryrði yfir hlutdrægni?'1 Mismunun þess „sem dregur ffam hlut einhvers á kostnað annars ...“? Einhvers sem vill hjúpa eigin hugrenningar ffæðilegum hulinshjálmi? Þessi hætta hlýtur alltaf að vera fyrir hendi. Sagnffæðingur sem fyrirfram hefur sterkar skoðanir á viðfangsefni sínu hlýtur að þurfa að gæta þess sérstaklega að leiðast ekki út í að verða einstrengingslegur eða hlutdrægur. Gagnsæi í vinnubrögðum er því nauðsynlegt, sem og heiðarleiki. Gildir þá einu hvort sagnffæðingur kýs að taka meðvitaða afstöðu til verkefnisins eða leitast við að vera hlutlægur. Vandaðar heimildavísanir og rök fyrir þeirri heimildanotkun sem viðhöfð er verður því nauðsynleg hvaða aðferð sem er beitt. NIÐURLAG Hlutleysi í vísindum og ffæðum er löngu fyrir bí. Var líklega aldrei til nema sem trú eða von. Að rita hlutlausa sagnffæði er ómögulegt! Vegir hlutlægni og meðvitaðrar afstöðu em opnir með varanlegum takmörkunum. Þær leiðir em báðar torfærar, alsettar blindhæðum og holum sem geta borið sagnfræðinginn af þeirri braut sem hann hyggst ferðast um. Hvaða aðferð sem sagnffæðingar velja, að vinna eftir, er mikilvægt að vinnubrögð þeirra og nálganir komi skýrt ffam. Þeir komi því greinilega á framfæri i inngöngum verka sinna hvemig þau vom unnin. Með slíkar upplýsingar, studdar vandaðri heimildavinnu, er lesendunum gert betur kleift að átta sig á hvað býr að baki efnistökum og áherslum sagnfræðingsins. Sagnir 2005 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.