Sagnir - 01.06.2009, Side 12

Sagnir - 01.06.2009, Side 12
Sagnir, 29. árgangur menningar- og menntamál. Og ég held að þó svo það væru fyrirtæki sem vildu styrkja námið myndi það örugglega ekki þykja eins sjálfsagt og áður, í það minnsta ekki í hugvísindum, menn eru orðnir svo tortryggnir gagnvart einkaframtakinu. En á sama tíma standa háskólar andspænis niðurskurði. Það er verið að skera niður í sagnfræðiskor. Hvað ef það kæmi nú eitthvað fyrirtæki og vildi styrkja kennslu í samtímasögu eða jafnvel miðaldasögu? Það væri örugglega snúin staða. ADJ: Eg held að þetta sé mjög mikilvægt forgangsatriði hjá nýjum stjórnvöldum, að styrkja innviði akademískrar menntunar á sviði hug- og félagsvísinda í landinu. Eg held að hluti af því hvað þessi uppreisn í vetur var sterk sé það að þarna sprakk út samansöfnuð reiði. Fólk var búið að sitja á sér í tuttugu ár. Síðan fékk það tækifæri til að láta skoðun sína í ljós. Ég held að það eigi eftir að vera langvinnt ferli að vinna úr þessari uppreisn. Við þurfum að vanda okkur við það. Það er alveg öruggt að öll viðmið í þjóðfélaginu hafa tekið gríðarlegum breytingum í þessari kreppu og í þessari uppreisn sem fylgdi kreppunni. Það er ýmislegt jákvætt að gerast - í fyrsta lagi er framhaldsnámið að styrkjast. Fyrir 1995 var varla til hér svokallað fræðasamfélag, þar sem eru ekki bara nemendur og kennarar heldur líka fólk sem er einhvers staðar þar á milli, fólk í meistaranámi og doktorsnámi. í öðru lagi hefur Rannís verið að eflast og styrkjast. Ein af ástæðunum fyrir því hvað íslenskum háskólum tókst illa að veita stjórnvöldum aðhald var að þeir voru ekki nógu sterkir fræðilega séð. Þeir höfðu ekki nógu mikla vigt í samfélaginu. Þeir voru heldur ekki miðstöðvar þessarar samfélagsólgu síðustu missera. Háskólarnir hafa verið orðnir mjög uppteknir af sérfræðiþekkingu á hinum og þessum sviðum í viðskiptafræði, lögfræði, hagfræði. Ég er að tala um þrönga sérþekkingu, sem ekki nýtist í almennri samfélagsumræðu. SP: Ef við höldum okkur bara við sagnfræðina þá verð ég að viðurkenna að mér fínnst mjög gaman þegar einhver úr röðum sagnfræðinga tekur til máls í pólitískri umræðu. Mér finnst skyldan hins vegar liggja í því að taka þátt í krafti sérþekkingar. Hitt er bara val hvers og eins. I umræðunni um Icesave var til dæmis mikið talað um að ríkisstjórnin sýndi linku, þetta væru ekki sömu hetjurnar og háðu þorskastríðin. Þá kemur Guðni Th. og skrifar ágætis grein í Fréttablaðið þar sem hann færir nokkuð sannfærandi rök fyrir því að þessir tveir atburðir séu ekki sambærilegir . Þarna hafa sagnfræðingar hlutverk, þegar einhver er að fara með rangt mál og misnota söguna. I tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hefðu sagnfræðingar gjarnan mátt vekja oftar máls á því að sú söguskoðun sem stjórnvöld héldu uppi með mjög áberandi hætti væri ekki samhljóma því sem nýjustu rannsóknir sýndu fram á og ekki sú sem kennd er í Háskólanum. Þar finnst mér við geta talað um beint hlutverk og kannski skyldur. En Háskólinn er svo ofboðslega stórt og margslungið samfélag. Mér finnst ekki að hann eigi að vera miðstöð einhvers andófs í sjálfu sér. ÁDJ: Það er ákveðin umræða sem verður að styrkja gegnum Háskólann; það er umræðan um það hvað ríkisvaldið á að vera, hvað það á að gera og hvernig það á að virka. Hvað á velferðarkerfið að gera, hvernig eigum við að hafa lýðræðislegt ríki. V ið verðum að fá samfélagsfræði, fræði sem fjalla um það hvernig við ætlum að hafa opið og lýðræðislegt samfélag. Svoleiðis fræði verða hvergi til annars staðar en við skipulega akademíska umræðu. Það finnst mér hafa vantað í öllum hinum vestræna heimi, ekki bara hér á landi. Það vantar að segja að ríkisvaldsins sé þörf í okkar samfélagi, velferðarkerfisins er þörf, annars hrynur allt. SP: I félagsvísindum veigra fræðimenn, til dæmis stjórnmálafræðingar, sér oft ekkert við að vera svolítið pólitískir. Sagnfræðingarnir hins vegar vilja alltaf vera að rannsaka fortíðina fortíðarinnar vegna, þeir mega aldrei draga söguna fram sem dæmi til varnar eða slíkt. Þó ég taki undir þennan skilning á sagnfræði finnst mér að sagnfræðingar megi ekki vera hikandi við að standa á sinni söguskoðun af ótta við að vera stimplaðir pólitískir. Ég held reyndar að það sé aftur að koma sú bylgja að það sé í lagi að ve:ra pólitískur í sínum fræðum, til dæmis í femínískum fræðum. Sagnir: Er Háskóli íslands frjáls oggagnrýninn skóli? ÁDJ: Já, ég vil leyfa mér að segja að þar þrífist innan veggja mikið frelsi. Ég kenndi námskeið í vetur um nýlendur og þróunarríki og það var algjörlega frjálst og opið námskeið. Kennararnir fá að segjaþað sem þeir vilja. Háskólinn er mjög lýðræðisleg stofnun að því leyti. SP: Ég held að sagnfræðideild sé nú nokkuð frjáls - hún hefðihinsvegaroftmáttveraaðeinsgagnrýnni.Þaðeruþessi tvö dæmi sem maður tekur alltaf: heimastjórnarafmælið og forsætisráðherrabókin. í stað þess að gagnrýna þá söguskoðun sem haldið var á loft í afmælinu tóku einhverjir sagnfræðingar þátt. Og í stað þess að gagnrýna þá helgimyndagerð sem forsætisráðherrabókin var létu margir sagnfræðingar sér það nægja að hafna þátttöku í henni. Samt hefði gagnrýni á þessi verkefni ekki getað ógnað skorinni á neinn hátt. Stundum hefur maður haft það á tilfinningunni að gagnrýnir fræðimenn telji það 10

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.