Sagnir - 01.06.2009, Síða 16

Sagnir - 01.06.2009, Síða 16
Sagnir, 29. árgangur Guðrún Lárusdóttir flytja það á fleiri stöðum sá hún sig neydda til þess að spila erindið í útvarpi og að lokum gefa það út á prenti.11 Katrín taldi fáfræði eyðileggja málefnalega umræðu um takmarkanir barneigna og „að dyggð, sem grundvallast á fáfræði einni saman, sé í raun réttri engin dyggð, heldur vottur andlegs sljóleika."12 Katrín sagðist sjálf hafa óbeit á fóstureyðingum, en taldi samt sem áður konuna rétthærri „en þetta samansafn af frumum“.13 Hún vildi því fara lengra með fóstureyðingamálið en frumvarpið gerði og gefa konum aukið vald yfir ákvarðanatökunni. Þegar öllu er á botnin hvolft, þá liggur það í augum uppi, að takmörkun fæðinga hefur alltaf verið og verður alltaf einkamál, sem hver og einn verður sjálfur að taka ákvörðun um - einkamál, sem algerlega er háð vilja einstaklingsins.14 Katrín lagði þó meiri áherslu á getnaðarvarnir heldur en fóstureyðingar, skynsamlegra væri að koma algjörlega í veg fyrir fóstrið, heldur en að eyða því seinna meir.15 Katrín skrifaði að tími væri komin á að einstaklingar réðu sjálfir hvort þeir vildu börn eða ekki, í stað þess að tilviljun ein (eða (ó)heppni) réði. Katrín taldi staðhæfingar um að fóstureyðingar væru nýjar af nálinni, eitthvað sem fylgdi hinum nýju „spillingartímum" rangar. Tilraunir til að draga úr barneignum væru jafn gamlar mannkyninu - nú fyrst færi umræðan hinsvegar frammi fyrir opnum tjöldum. Vísindin hefðu hafið aðstoð sína með viðurkenndum læknisfræðilegum aðgerðum og umræðan um fóstureyðingar væri því hafin og yrði ekki aftur þöguð íhel.16 Þegar maður og kona, þegar elskendur, hvort sem þeir eru giftir eða ekki, eiga mök saman, þá eru það ástríðurnar, sem ráða. Það er víst ekki oft, að sú hugsun yfirgnæfi, að nú sé verið að leggja drög til nýs einstaklings, eða að nú skuli þjóðfélagið fá nýjan þegn.17 Katrín vildi meina að fæstir stunduðu kynlíf til þess að geta barn, heldur vegna kynferðislegrar ánægju. Konur myndu því njóta góðs af lögum um takmarkanir barneigna, því þær hefðu hingað til ekki getað notið kynlífs af ótta við afleiðingarnar. Lögum samkvæmt væru þær þó neyddar að þjóna kynhvöt eiginmanna sinna. Því höfðu þær ekki einu sinni yfirráð yfir eigin líkama.18 Sósíalistinn kemur fram í Katrínu þegar verið er að ræða um mögulega fólksfækkun. „Þjóðfélag sem ekki sér þegnum sínum fyrir viðunandi lífsskilyrðum, á engar kröfur á hendur þeim.“ Þeir sem væru fylgjandi auðvaldsskipulaginu væru helst á móti takmörkun barneigna meðal verkafólks vegna þess að ef það fækkaði í verkamannastéttinni, myndi það leiða til kauphækkana. Til þess að fáir útvaldir geti lifað í allsnægtum þurfi hundruðir að lifa í neyð. Aftur á móti virðist full ástæða til að benda almenningi á hitt, að það er ábyrgðarhluti að setja börn í heiminn, - ábyrgð, sem enginn ætti að taka á sig, nema því aðeins, að skilyrði séu fyrirhendi, að barnið geti orðið hamingjusamt, að það þurfi ekki að líða skort, að séð verði fyrir öllum þörfum þess, andlegum oglíkamlegum.19 Þarna kemur einnig barnalæknirinn fram í Katrínu. Það er ekki sjálfsagt að allir geti og vilji annast börn og því verði að vera sá möguleiki að það fólk eignist ekki börn. Konur eigi ekki að fæða börn í þennan heim nema þær séu þess fullvissar að þær geti séð fyrir þeim á allan hátt. Heldur væri ekki sjálfsagt að fólk eignaðist mörg börn, það væri auðveldara og hentugra fyrir hjón að eignast fá börn - þá væri auðveldara að tryggja gæfu þeirra sem fæðast.20 Guðrún Lárusdóttir Guðrún Lárusdóttir var fædd 1880 í Fljótsdal. Faðir Guðrúnar var prestur og var Guðrún alla sína ævi mjög trúuð. Guðrún naut heimakennslu hjá foreldrum sínum. Hún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur frá 1912 til 1918. Hún var fátækrafulltrúi borgarinnar frá 1912 til 1922 og svo aftur 1930 til dauðadags. Sem fátækrafulltrúi „kynntist Guðrún erfiðustu kjörum manna bæði í andlegu og 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.