Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 19

Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 19
Sagnir, 29. árgangur kallað sig félag og að flestar konur væru ósammála innan K.R.F.Í. og hún teldi persónulega að fleiri konur væru með henni en á móti þar. Hún teldi sig fulltrúa kvenna í öllum þeim málum sem lyti að málefnum kvenna.43 Hérna viðurkenndi Guðrún þann sundrung sem ríkti í kvenréttindabaráttu íslenskra kvenna og bersýnilega stóðu Guðrún og Katrín í sitthvorum hópnum. í dag væri hægt að skilgreina Guðrúnu og Katrínu sem velferðarfemínista. Þeirra helstu baráttumál voru málefni kvenna og barna, heilbrigðismál og málefni þeirra er verst stóðu. Voru þær samt sem áður með mjög ólíkar hugmyndir um stöðu kvenna í samfélaginu, þrátt fyrir að hægt sé að flokka þær undir sömu skilgreininguna á femínistum.44 Líkt og kaflarnir tveir um konurnar sýna, þá komu þær úr mjög ólíku umhverfi, þrátt fyrir að starfa á svipuðum vettvangi. Sem fátækrafulltrúi og barnalæknir í Reykjavík hlutu þær að hafa verið oft í svipuðum aðstæðum í sínum störfum og orðið vitni að þeirri eymd er fylgdi fátækt og skort. En líkt og í dagþá hafa börn ætíð miklar breytingar á fjárhag kvenna. En það hefur ekki verið nóg. Katrín kom úr róttæku umhverfi, aðhylltist sósíalisma og var háskólamenntuð. Guðrún var tákn íhaldsins, trúuð og dyggur stuðningsmaður húsmæðrastefnunnar. Þrátt fyrir sagða óbeit á fóstureyðingum vildi Katrín samt að kvenmenn réðu því hvort þær væri tilbúnar að takast á við þá ábyrgð sem barni fylgdi. Hennar sjónarhorn var það að einstaklingar ættu frekar að einbeita sér að fáum börnum og veita þeim það sem þau þörfnuðust í staðinn fyrir að eignast það mörg börn að þau sæju þeim ekla farboða, slíkt hefði ætíð ógæfu í fylgd með sér. Þegar líða tekur á umræður frumvarpsins á Alþingi segist Guðrún vera með frumvarpinu að stórum hluta, þó ræður hennar beri ekki þess vitni. Hún geti þó aldrei samþykkt fóstureyðingar vegna félagslegra aðstæðna. Greinargerð frumvarpsins gaf til kynna að ætíð þyrftu heilbrigðisástæður að vera fyrir hendi. Hinsvegar væri vitað að heilbrigðisástæður kæmu mismunandi niður á kvenfólki eftir því hvernig félagslegar ástæður þeirra væru. Því neitaði Guðrún og taldi að að slík löggjöf gæti verið misnotuð. Guðrún vildi aðrar úrlausnir fyrir barnmargar, fátækar fjölskyldur, t.d. frekari aðstoð frá ríki og sveitarfélögum. Hvort sem hún taldi það mögulegt sem fátækrafulltrúi er ekki vitað, en þó hlýtur féð sem henni var úthlutað í það starfverið af skornum skammti. Ein var heittrúuð og íhöldssöm, trúði á móðurhlutverkið sem æðsta starf allra starfa og að staður kvenna væri á heimilinu. Hin var ógiftur sósíalisti sem ferðaðist um heiminn og menntaði sig. Hún var því hluti af opinbera sviðinu, sem Guðrún barðist við að halda konum frá. Hugmyndir þeirra um rétt kvenna voru því ólíkar, Guðrún taldi að fóstrið ætti ávallt að vera í fyrsta sæti, nema ef augljóst væri að konan myndi ekki lifa fæðinguna af, en Katrín taldi að konan ætti frekar að njóta vafans. Guðrún og Katrín töldu sig báðar vera að berjast fyrir betra lífi kvenna þó þær gerðu það á mismunandi hátt. Þrátt fyrir að vinna á svipuðum vettvangi, þá voru konurnar mjög ólíkar, bakgrunnur þeirra, menntun og stjórnmálaskoðanir voru á sitthvorum endanum á línunni. En þrátt fyrir það var tilgangur þeirra alltaf var sá sami, að vernda íslenska kvenmenn. Tilvísanir: 1) Sjá t.d. BA - ritgerðir Svandísar Nínu Jónsdótturm, „Femínistar og opinber stefnumótun”, Unnar Karlsdóttur, „Fóstureyðingalöggjöfogkvenréttindabarátta. Reykjavík 1992 og Elfu Hlínar Pétursdóttur, „Fóstureyðingar í íslenskri löggjöf; valdabarátta um kyngervi og hlutverk kvenna”. 2) Alþingistíðindi 1934 A. Reykjavík 1935, bls. 123. 3) Elfa Hlín Pétursdóttir, „Fóstureyðingar í íslenskri löggjöf. Valdabarátta um kyngervi og hlutverk kvenna“. Sagnir, tímarit um sögulegefni, 23. árg. (2003), bls. 13 4) Samaheimild, bls. 128 - 132. 5) Samaheimild, bls. 124. 6) Alþingistíðindi 1934 A, bls.132 - 135. 7) Ihe new politics of abortion. Ritstjórar: Joni Lovenduski og Joyce Outshoorn. Bretland 1986, bls. 1-6. 8) Svandís NínaJónsdóttir, Feminstar og opinber stefnumótun; Fóstureyðingarmálið 1934-1975. BA-ritgerð i stjórnmálafræði, Reykjavík 1998, bls. 26-27. 9) Katrín Thoroddsen, Frjálsar ástir. Erindi um takmarkanir barneigna. Reykjavík 1931, bls. 34. 10) Katrín Thoroddsen, Frjálsar ástir. Erindi um takmarkanir bameigna. Reykjavík 1931, bls. 34. 11) Kristín Ástgeirsdóttir, „Katrín Thoroddsen“. Andvari, 132. árg. (2007), bls. 10-26. 12) Kristín Ástgeirsdóttir, „Katrín Thoroddsen", bls. 42-61. 13) Arnþór Gunnarsson, „Kona í karlaveröld. Þáttur Katrínar Thoroddsen í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna 1920-1960“. Sagnir, tímarit um sögulegefni, 11. árg. (1990), bls. 36. 14) Katrín Thoroddsen, Frjálsar ástir, bls. 17. 15) Arnþór Gunnarsson, „Kona í karlaveröld", bls. 36. 16) Katrín Thoroddsen, Frjálsar ástir, bls. 6. 17) Arnþór Gunnarsson, „Kona í karlaveröld", bls. 36. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.