Sagnir - 01.06.2009, Síða 24

Sagnir - 01.06.2009, Síða 24
Sagnir, 29. árgangur það var til að afnema ójafnrétti milli stétta eða kynja. Þegar verkamaðurinn lætur ójafnrétti viðgangast milli sín og konu sinnar er það vegna áhrifa borgaralegs hugsunarháttar, útskýrir Ottar Proppé einfaldlega í Þjóðviljanum.31 IV „Og viðbrögð kvennanna við ræðu minni voru slík, að hefði ég endaði á orðunum: „Nú förum við og gerum byltingu", þá held ég að þær hefðu allar fylgt mér eftir. Kannski var yfirsjón að gera það ekki. Mér fannst það oft seinna, þegar margt var komið aftur í gamla farið.“32 Þegar kafað er í heimildir um kvennafrídaginn verður meðal annars að hafa það í huga sem gjarnan vill henda með málstað sem breið samstaða næst um, að allir vildu Lilju kveðið hafa. Hugmyndin að kvennafrídeginum á óumdeilanlega rætur sínar hjá róttækum femínistum sem lögðu áherslu á góð tengsl við láglaunaðar verkakonur, háðu hugdjarfa baráttu við þjóðfélagsmisréttið og voru oft hafðar að háði og spotti fyrir vikið. En þegar þær höfðu tekið þá afstöðu í aðdraganda kvennafrídagsins að hann ætti að höfða til sem flestra kvenna, hvar sem þær stóðu í stétt og pólitík, var við því að búast að ólík öfl styddu aðgerðina og reyndu jafnvel að gera hana að sinni. Marxistar vildu rígbinda kvennabaráttuna við stéttabaráttuna: konur urðu „að hafa á bak við sig sterka og virka hreyfingu sem hefur á að skipa konum sem vilja takast á við þær andstæður sem leiða til misréttis og ranglætis í stéttaþjóðfélagi sem því íslenska“, segir í dreifibréfi frá Einingarsamtökum kommúnista (marx-lenínistar), betur þekktum sem Eik (m-1),33 og blandast engum hugur um hvaða sterku og virku hreyfingu er átt við. Alþýðublaðið gerði tilraun til að eigna Sambandi Alþýðuflokkskvenna hugmyndina að íslenska kvennafrídeginum og afhenti einni þeirra rós með viðhöfn fyrir framlagið.34 OgMorgunblaðið hrósaði konunum á kvennafrídaginn fyrir að vera svona jákvæðar, ekki samanherptar og húmorslausar. „Jákvæð barátta konunnar“ er yfirskrift leiðarans 25. október og gleðst leiðarahöfundur yfir því að konurnar standi vörð um kristilegt siðgæði ogþjóðfrelsi.35 Það er hægt að túlka þennan stuðning ólíkra afla við kvennafrídaginn á jákvæðan hátt og líta á það sem taktískan sigur þeirra sem studdu breiðfylkingu kvenna að hver hafi í rauninni getað túlkað aðgerðina á sinn hátt og tekið þátt á eigin forsendum; þær sem vildu fara í verkfall fóru í verkfall, þær sem vildu taka sér frí tóku sér frí. Það er hins vegar líka hægt að líta svo á að málamiðlunin um kvennafríið hafi verið tvískinnungur, aðferð til að komast hjá þeim óþægilegu afleiðingum sem herskárri aðgerð hefði getað haft. I verkfalli eru settar fram skýrar kröfur sem síðan er reynt að þvinga fram með vinnustöðvun. Aðstandendur kvennafrídagsins lögðu ekki fram neinar sérstakar kröfur, þótt vissulega hafi verið vakin athygli á málefnum á borð við launajafnrétti og dagvistarmál.36 Markmið dagsins var fyrst og fremst vitundarvakning. Vitundarvakning er nauðsynleg allri réttindabaráttu en fremur óljós sem afmarkað markmið og því auðvelt að gera hana að meinlausri, fljótandi hugmynd. Kvennafrídagurinn átti ekki að valda neinum skaða37 ogþar átti ekki að færa neinar fórnir. Konur litu á frídaginn sem verkfall en þorðu ekki að segja það heldur hvísluðu því í eyru hver annarrar þrjátíu árum seinna eins ogþær væru að rifja upp gamalt prakkarastrik.38 V „Aðgerðir kvenna hafa aldrei verið annað en æsingur til málamynda. [...] Það er vegna þess að aðstæður leyfa þeim ekki að sameinast í heild sem skapar sig sjálfa með andstöðu sinni. Þær eiga sér ekki fortíð, sögu eða trúarbrögð sem þeim eru eiginleg. Og þær eiga ekki sameiginlegra hagsmuna að gæta í vinnu eins og oreigarmr. V ið fyrstu sýn virðist sú fullyrðing Þorgerðar Einarsdóttur að kvennafrídaginn hafi skort drifkraft ótrúleg og jafnvel hálfmóðgandi. Hvernig er hægt að afgreiða mótmæli sem 90% íslenskra kvenna tóku þátt í sem hættulaust og lítt ögrandi fyrirbæri? En Þorgerður gerir skýran greinarmun á hugmyndafræði og framkvæmd. Eins og hún tekur sjálf fram lá áhrifamáttur kvennafrídagsins fyrst og fremst í hinni gríðarlegu þátttöku.40 Hana var auðvitað ekki hægt að sjá fyrir, en miðað við þau hörðu viðbrögð sem hugmyndin um verkfall vakti hjá sumum konum er ólíklegt að þátttakan hefði verið svo góð ef sú leið hefði verið farin. Skipuleggjendur kvennafrídagsins tóku þá afstöðu að breið samstaða skipti mestu máli og í þeim anda var til dæmis mikið lagt upp úr því að hafa fulltrúa allra pólitískra hópa með í ráðum 41 (Það er þó rétt að minna á að þverpólitískt samstarf kvenna þarf ekki endilega að hafa í för með sér mjög breiða samstöðu. Rauðsokkahreyfingin starfaði upphaflega á þverpólitískum grundvelli, í þeirri merkingu að hún var ekki flokkspólitísk, en hugmyndir hennar voru samt sem áður byltingarkenndari en svo að hún yrði stór fjöldahreyfing.) Því markmiði að skapa breiðfylkingu um kvennafrídaginn var náð og að því leyti var hann vel heppnuð aðgerð. 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.