Sagnir - 01.06.2009, Page 29

Sagnir - 01.06.2009, Page 29
Sagnir, 29. árgangur lagalegt jafnrétti væri ekki nóg, samfélagið þyrfti líka að breytast innan frá.11 Rauðsokkuhreyfingin, sem var einn helsti fánaberi annarrar bylgjunnar hér á landi var róttæk í þessum anda. Erfiðara er að koma böndum á þriðju bylgjuna og erfitt er að skilgreina aðferðir eða hugmyndafræði hennar sem eru mjög mismunandi. Þeir sem fræðin stunda hafa heldur ekki verið sammála um hvað hún þýðir. Catherine M. Orr viðurkennir að það sé erfitt að skilgreina þriðju bylgjuna en hún telur þó að megin þema hennar sé að kanna sögulegar, menningarlegar og sálfræðilegar mótsagnir femínismans.12 Aðrir telja að þriðja bylgjan einkennist af einhvers konar rofi milli annarrar og þriðju bylgju, að þriðja bylgjan hafi á einhvern hátt misst tengslin við ræturnar og snúist frekar um að hver kona finni sína eigin leið frekar en um samtakamátt kvenna.13 Áþetta sjónarmið myndu þeir sem aðhyllast einstaklingsfemínisma fallast. Einstaklingsfemínistar telja að „...það kerfi sem best endurspegli valfrelsi og hlutlaust jafnrétti sé hinn frjálsi markaður, einstaklingsfemínismi sé hlynntur afskiptaleysisstefnu og leiti persónulegra lausna frekar en að láta yfirvöld sjá um að leysa samfélagsleg vandamál.14 Einstaklingsfemínistar eru ekki hlynntir aðgerðum eða lagasetningum til að vinna að jafnrétti heldur telja að svo lengi sem lagalegt jafnrétti sé til staðar sé það undir hverjum og einum komið hvernig hann eða hún notar það. Samkvæmt einstaklings- femínismanum (e. Ifeminism)^ hafa konur frelsi til að velja hvað þær gera við líf sitt og líkama. Hvort sem það er að verða móðir. taka þátt í klámi, vera forstjóri, vændiskona eða hvað eina. Kynin skuli vera jöfn fyrir lögum en lög sem hampi konum sérstaklega á einhvern hátt eigi ekki rétt á sér. Fleiri skilgreiningar á þriðju bylgjunni eru til, líklega eru þær óteljandi, sem er lýsandi dæmi um þær ólíku brautir sem femínisminn hefur fetað. Póstmódernismi og einstaklingshyggja hafa meðal annars vakið upp margar spurningar um femínisma, svo sem hvort hægt sé að tala um „konur“ sem einhverja heild þar sem merkingþess að vera „kona” sé ólík í mismunandi heimshlutum, á mismunandi tímum og innan hvers samfélags.16 Kannski er þetta ein ástæða þess að margir gagnrýna femínisma harðlega. Hugtak sem svo erfitt er að henda reiður á og svo torvelt er að útskýra er auðvelt skotmark. Þar sem erfitt er að útskýra hvað femínismi stendur fyrir og hvað ekki, vegna fjölbreytileika hans og mismunandi kenninga og aðferða, er túlkunin opin hverjum og einum sem getur lagt þann skilning í hugtakið sem honum hentar. Jafnréttisáherslur Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Lítill vafi er á því að stjórnmál hafi mikil áhrif á þjóðfélagsumræðu hverju sinni og er því vert að skoða stefnur stjórnmálaflokka hvað varðar jafnréttismál. Hér verður litið til tveggja flokka og einnig ungliðahreyfinga þeirra. Annars vegar stefnu Sjálfstæðisflokks, en innan hans er líklegt að finna megi fólk sem aðhyllist hægri sinnuð viðhorf líkt og einstaklingshyggju og andstöðu við of mikil ríkisafskipti og forræðishyggju sökum stöðu hans hægra megin í hinu pólitíska litrófi. Hins vegar stefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, innan hvers er líldegt :ð finna megi meira mæli fólk leggur aukna — — — áherslu á félagshyggju WfflA og hlynnt meiri ríkisafskiptum vegna stöðu flokksins vinstra megin í > 'V/ ///■/• ' stjórnmálunum. ' í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins má finna ýmislegt um stefnu hans í j afnréttismálum og telur hann j afna stöðu kynjanna meðal annars vera eitt af sínum meginmarkmiðum.17 Þá telur flokkurinn stjórnmála- og viðskiptalífsþátttöku kvenna ábótavant og kveður mikilvægt að „...tryggja jöfn tækifæri, óháð kyni.“18 Einnig er talað um í stefnunni að kynbundinn launamunur megi ekki líðast og að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Þannig sjái flokkurinn „...jafnrétti sem eina af grunnstoðum sjálfstæðisstefnunnar. í því...[sé] sem 27

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.