Sagnir - 01.06.2009, Síða 30

Sagnir - 01.06.2009, Síða 30
Sagnir, 29. árgangur fólginn sá skilningur að meta eigi einstaklinginn á hans eigin forsendum. Því...[leggist] Sjálfstæðisflokkurinn gegn öllumþeim aðgerðum sem...[hygli] einum ákostnað annars“19 Ut frá þessu má draga þá ályktun að flokkurinn telji að fyrst að lagalegt jafnrétti kynjanna ríki hljóti raunverulegt jafnrétti að nást sjálfkrafa með tímanum, kerfið muni leiðrétta sjálft sig án íhlutunar stjórnvalda. Hvorki Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) né Heimdallur, sem er stærsta aðildarfélag SUS eru með sérstaka stefnu hvað varðar jafnréttismál en segjast styðja stefnuyfirlýsingu flokksins svo þeirra stefna telst sú sama og hans.20 Ein ungliðahreyfing Sjálfstæðisflokksins hefur sett fram ítarlega stefnuskrá sína í þremur þáttum en það er Huginn, félag ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. I einum hlutanum, undir fyrirsögninni „Mitt líf, mín tækifæri“ leggst félagið alfarið gegn kynjakvótum og leggur áherslu á að einstaklingar ,,skul[i] metnir út frá eigin verðleikum enda... [sé] mikilvægara að velta fyrir sér hvað sé milli eyrnanna á fólki en á milli lappa þess!‘21 Kynjakvóta telja félagsmenn stuðla að ójafnrétti enda skipti jafnt kynjahlutfall ekki máli, aðeins jöfn tækifæri einstaklinga. Enn fremur leggjast félagsmenn gegn því að launagreiðendur þurfi að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu heldur skuli laun vera metin út frá hæfni hvers og eins frekar en stöðu hans. Þá virðast félagsmenn hafí ýmislegt að athuga við það að stjórnvöld skipti sér af málum eins og klámi, nektardansi og vændi Huginn er ámótiþví að ráðamenn landsins taki ákvarðanir út frá eigin siðferðismati og geðþótta. Slíkt á ekki að hafa áhrif á stjórnarfar. Enginn er betur til þess fallinn að taka ákvarðanir um eigin hagi en einstaklingurinn sjálfur. Ritskoðun af hvaða tagi sem er á ekki að vera í höndum stjórnvalda. Huginn telur að hver einstaklingur skuli hafa skýlausan rétt til að ráða yfir eigin líkama svo framarlega sem aðrir beri ekki skaða af.22 Þessar stefnuyfirlýsingar falla ekki að áherslum og aðferðum þeirra femínista sem boða aðgerðir til að ná fram jafnrétti. Þær sverja sig frekar í ætt við áherslur einstaklingsfemínista, sem telja aðgerðir ekki eiga rétt á sér þar sem engar lagalegar hindranir eru til staðar. Vinstrihreyfingin-grænt framboð leggur mikla áherslu á jafnrétti í sinni stefnuskrá og segist grundvalla sína stefnu „...á jöfnum rétti allra án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, litarháttar og uppruna."23 Vinstrihreyfingin- grænt framboð er eini flokkurinn sem er með sér klausu um kvenfrelsi og má segja að sé mjög feminísk. Þar er meðal annars tekið fram að „...til þess að fullt formlegt og félagslegt réttlæti náist þurf[i] karlar að afsala sér 28 forréttindum sem þeir hafa tekið í arfi'24 Þá er talið til að kynjafræði skuli verða sjálfsagður hluti skólakerfisins því mikilvægt sé að fræða ungt fólk um misrétti til að hægt sé að uppræta það. Launajöfnuður er Vinstri-grænum einnig hugleikinn og að tryggja verði jafna möguleika kynjanna til framfærslu. Þá er lögð áhersla á að líkaminn skuli ekki vera söluvara og að allir skuli umyrðalaust ráða yfir eigin líkama. Þá er eindregið lagst gegn kynbundnu ofbeldi sem hreyfingin telur meðal annars birtast í „...nauðgunum, sifjaspcllum, klámi, vændi, mansali, kynferðislegri áreitni og líkamlegu og andlegu ofbeldi gegn konum og börnum inni á heimilum þeirra“25 Ung vinstri-græn eru einnig með kvenfrelsi í sinni stefnuyfirlýsingu og eru með svipaðar áherslur og flokkurinn. Auk þess mótmæla þau óraunhæfri útlitsdýrkun sem meðal annars birtist í fjölmiðlum. Meðal þess sem þau berjast fyrir er að kaup á vændi verði gerð refsiverð, nektardansstaðir og aðrir staðir sem höndla með líkama fólks verði bannaðir án undantekninga, barist verði gegn mansali, að hertum aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi verði komið á og að kynjasjónarmið verði ávallt höfð í huga við mótun stefnu og í aðgerðum hins opinbera.26 Stefnur þessara flokka í jafnréttismálum virðast nátengdar því hvar þeir eru staðsettir í stjórnmálum að öðru leyti. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er eins og fram hefur komið sá flokkur sem helst aðhyllist frjálshyggju, leggur höfuðáherslu á einstaklinginn, að kyn skipti ekki máli og að ekki sé rétt að beita sértækum aðgerðum þó hann viðurkenni mikilvægi þess að jafna hlut kynjanna. Vinstri-græn eru mjög róttæk í stefnu sinni. Þau leggja áherslu á mikilvægi feminískrar baráttu og að rótgróin samfélagsleg undirokun kvenna sé raunveruleg. Samfélagið beri ábyrgð á að leiðrétta vandanna, hann sé ekki einstaklingsbundinn. Kynjaskipting starfa og launamunur kynjanna Gera máþví skóna að flestum íslendingum þyki valfrelsið í senn sjálfsagt og dýrmætt. Að geta valið sína braut í lífinu er áskilinn réttur hverrar frjálsrar manneskju. Hvaða menntun fólk kýs, hvaða vinnu, hvort það á maka eða ekki, eignast börn eða ekki og svo mætti lengi telja. Hér á landi hafa flestir verið svo lánsamir að hafa mikið val um flesta hluti. Svo mikið val raunar að velmegunarvandinn „valkvíði” hefur kvalið margan hugann. Hvað skal læra? Hvar skal vinna? Hvert skal fara í sumarfrí? Hvað á að borða í kvöld? Sú hugmynd að líf okkar verði eins og við veljum að það verði hefur átt sívaxandi gengi að Í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.