Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 31
Sagnir, 29. árgangur
fagna í nútímasamfélagi. Allir íslendingar eru jafnir fyrir
lögum,27 allir hafa kost á þeirri menntun sem þeir kjósa
og mega sækja um þau störf sem þeir vilja. Valfrelsið er
mikilvægt og fæstir vildu líklega vera án þess.
Catherine Hakim er félagsfræðingur við London School
of Economics en hún hefur meðal annars rannsakað og
skrifað mikið á sviði mismunandi atvinnuvals karla og
kvenna. Rannsóknir hennar gæta að vissu leyti sérstöðu
þar sem hún er ein fárra sem leitast hafa við að renna
fræðilegum stoðum undir frjálslyndan femínisma. Hún
hefur sett fram kenningu sem hún kallar „preference
theory”. Hakim segir kenningu þessa vera byggða
á vandlega greindum niðurstöðum rannsókna á
lífstílsvali kvenna í nútímasamfélögum á áratugunum
eftir að getnaðarvarnabylting sjöunda áratugarins og
jafnréttisbarátta þess áttunda færðu konum raunverulega
möguleika á að haga lífi sínu á þann veg sem þær kusu.“s
Ein af meginniðurstöðum hennar er að launamunur
karla og kvenna sé ekki sprottinn af karlaveldi eða því
að vinna kvenna sé lægra metin en vinna karla heldur
því að konur velji oftar störf sem eru hlutastörf, feli í sér
minni ábyrgð og séu þess vegna lægra launuð en störf
sem fleiri karlar velji.29 Rannsóknarniðurstöður hennar
sýna að lífsval kvenna skiptist í þrjá flokka. Þannig velji
um 10-30% kvenna heimavinnandi lífsstíl, þar sem frami
á vinnumarkaðnum víki fyrir áherslu á fjölskylduna.
Stærsti hlutinn, eða 40-80%, velji blandaðan lífsstíl,
blandi saman fjölskyldulífi og atvinnuframa og fái
þannig ,,..hið besta beggja heima...“ eins og Hakim orðar
það.30 Þriðji hópurinn, önnur 10-30%, séu svo konur
sem kjósi atvinnuframa umfram ijölskyldulíf, einbeiti
sér að vinnunni og eignist margar elcki börn.31 Það að
karlar velji oftar en konur að einbeita sér að framanum
skýri hvers vegna færri konur skili sér í hærri stöður en
karlar og hvers vegna konur hafi oft lægri laun en karlar.
Hakim spáir því með kenningu sinni að karlar muni
halda áfram að ná í meirihluta lengst á vinnumarkaði, í
stjórnmálum og í öllum „gráðugum“ atvinnugreinum þar
sem samkeppni og fórnir skipti máli. Staðreyndin sé sú
að miklu færri konur en karlar velji að fórna fjölskyldulífi
fyrir atvinnuframa.32 Hakim segir að þarna skipti
vinnutími miklu. Þannig feli hæstu stöðurnar oftast í sér
óreglulegan og oft mjög langan vinnutíma, jafnvel einnig
töluverð ferðalög. Það gefi því auga leið að sá sem þarf að
sækja barn á leikskólann á hverjum degi klukkan fimm
myndi illa ráða við starf þar sem vinnutíminn er ekki
niðurnegldur. Ástæðan fyrir því að „kvennastörf “ eru oft
verr launuð sé því vegna þess að þær leggi elcki eins mikið
á sig og karlarnir og að þeir næli frekar í hærri stöður
vegnaþess að þeir reyni það miklu meira.33 Hér má benda
á að rannsóknir hafa sýnt að kynjaskipting starfa sé einn
áhrifamesti einstaki þátturinn í launamun kynjanna
vegna þess að „kvennastörf“ eru oftast lægra metin en
„karlastörfl134 Kenning Hakim hefur meðal annars verið
gagnrýnd fyrir að byggja á eðlishyggju.35 Hún hafnar því
og segir að þvert á móti sýni kenningin fram á að kyn
skipti sífellt minna máli og lífstílsval einstaklinga komi
í staðinn.36 Þarna má finna ákveðnar mótsagnir í máli
Hakim. Hún segir að kyn skipti ekki máli á sama tíma
og hún flokkar val kvenna annars vegar og karla hins
vegar, eftir kyni, auk þess sem hún spáir áframhaldandi
yfirburðum karlanna, vegna þess að karlar velji öðruvísi
en konur.
Kenning Hakim rímar afar vel við eftirfarandi
athugasemd Samúels T. Péturssonar penna vefritsins
Deiglunnar þar sem hann gagnrýnir femínista fyrir að
setja spurningamerki við verðmætamat á hefðbundnum
„karla- og kvennastörfum" og segir að
...Feministar...[megi]...ekki útiloka þann möguleika að
það sé einfaldlega munur á konum og körlum. Að þessi
munur valdi því að konur velji frekar önnur störf en karlar.
Störf sem í eðli sínu er[u] misverðmæt oggefa ólíkar tekjur.
Að konur kjósi...frekar störf sem krefjast nálægðar við fólk
en karlar velji störf sem krefjast nálægðar við hluti. Og að
karlar þrái völd og leiðtogahlutverk í auknu magni borið
saman við konur, alveg óháð skilaboðum umhverfisins og
samfélagsins.37
Valið skiptir hér öllu, það er einkamál hvers og eins
hvort hann velur vel eða illa launað starf. Allt snýst um
valkostina en sjónum er ekki beint að því hvernig þeir
geti endurspeglað valdatengsl, hvort valdaójafnvægi
skapist til dæmis inni á heimilum þar sem aðeins annar
aðilinn heldur því uppi fjárhagslega. Samúel slær þarna
á sama eðlishyggjustrenginn sem Hakim afneitar. Það
hlýtur þó að teljast hæpið að skoðanir sem þessar lýsi
engri eðlishyggju. Kenningin rímar einnig vel við stefnu
Sjálfstæðisflokksins sem fjallað var um hér að framan og
Ieggur áherslu á val einstaklinga og hæfni óháð kyni.
Snjólfur Ólafsson, prófessor við Viðskiptafræðideild
Háskóla Islands, hefur að nokkru tekið í sama streng
og Hakim. I tveimur greinum sem hann skrifaði í
Morgunblaðið 2005 leggur hann áherslu á að kynin séu
ólík og að þau velji ólíkar leiðir í lífinu. Hver sé sinnar
gæfu smiður og raunveruleikinn sé sá að karlar velji frekar
að takast á við störf sem gefa möguleika á háum launum
en konur velji oftar frekar að forgangsraða þannig
að fjölskyldan gangi fyrir vinnunni. Helstu skýringu
29