Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 36

Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 36
Sagnir, 29. árgangur góður spegill á trúarhugmyndir íslendinga á tímabilinu.9 Þegar Jón Vídalín vísar til kvenna og karla gerir hann ráð fyrir að eðlislægur munur sé á körlum og konum. I því tilliti segir hann: Guð hefur hlutunum næst víslega hagað. Manninum hefur hann gefið afl og vitsmuni, konunni fegurð og blíðlæti, hvörtveggi eiga svo sínar gáfur að brúka að Guði þóknist. Karlmaðurinn á að brúka styrkleika sinn til erfiðis en ekki ofstopa, vitsmunina til forsjónar og ekki hrekkvísi, konan fegurð sína til að þóknast manninum því það hefur Guð skapað í náttúrunni en eigi til lauslætis því það hefur djöfullinn innrætt í heiminn, blíðleika sinn til að ávinna mannsins geðsmuni, en ekki til að svíkja hann til vondra verka eins og Jessebel.10 Hér birtast hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna, konan er blíðlynd og á að gera sitt besta til að þóknast eiginmanni sínum. Jón segir að það geti komið fyrir að kona sé gáfaðri en eiginmaður sinn og honum sé ekki til minnkunar að taka við ráðum hennar. „Það kann og ofi: að henda sig að einn ráðgjafi sé vísari en hans konungur. Samt er hann þó ekki nema ráðgjafi. Svo er og ein kona aldrei nema kona hvörsu sem hún er vel að sér um alla hluti. Hún kemst aldrei hærra en vera höfuðprýði bónda síns.“n Viðurkennt er að konur geti verið góðum gáfum gæddar. En sú staðreynd hafði ekki mikilvægi í sjálfu sér, sama hversu klárar konur voru eða öðrum kostum gæddar, gátu þær aldrei vonast eftir að vera metnar til jafns við karlmenn. Samkvæmt rannsóknum Ingu Huldar Hákonardóttur var Biblíuna ekki að finna á mörgum heimilum. Bæði var hún dýr og höfðaði ekki til kvenna, sérstaklega ekki Gamla testamentið. En margar dæmisögurnar þóttu of ofbeldisfullar, s.s. sagan af Lot sem lagðist með dætrum sínum eftir að kona hans breyttist í saltstólpa. Þessir þættir hafa að öllum líkindum haft áhrif á það hversu lítið Biblían var notuð við trúariðkun heima við. Aftur á móti nutu guðræknirit ýmiskonar mikilla vinsælda. Fremur öðrum guðrækniritum var vitnað í postillu Jóns Vídalíns sem prentuð var 12 sinnum á árunum 1780- 1838 sem má teljast mjög mikið á mælikvarða þessa tíma, en Postilluna var að finna á allflestum heimilum. Passíusdlmar Hallgríms Péturssonar voru sívinsælir frá útgáfu þeirra árið 1666 og voru gefnir út allt að 50-60 sinnum á áratugunum sem fylgdu.12 Vegna þess að hve miklum hluta heimilisguðrækni almennings hvíldi á ýmsum trúarritum, leituðust kirkjunnar þjónar við að gefa út ný rit í hvert skipti er straumhvörf urðu í trúarlegum efnum.13 Þó að kirkjunnar þjónar hafi leitast við að innleiða ný rit, þá komu þau aldrei í stað uppáhalds postillu Islendinga, þ.e. Vídalínspostillu, sem lesin var spjaldanna á milli. A síðari hluta aldarinnar urðu nýjar hugvekjur, postillur og sálmar allra eign. En sú staðreynd kom þó ekki við þá siði og venjur sem sveitasamfélagið hvíldi á. Af ofansögðu er hægt að draga þá ályktun að íslenskt trúarlíf hafi verið fremur einsleitt á 19. öld. Endurnýjun á lesefni var tiltölulega lítil og ný rit náðu ekki fylgi lesenda sem vanist höfðu hinum gömlu trúarritum. í einhæfu trúarsamfélagi Islendinga áttu nýjungar erfitt uppdráttar. Nýir hugmyndastraumar náðu ekki að festa rætur í íslensku trúarlífi fyrr en við lok 19. aldar. í Vídalínspostillu kemur fram skýr hlutverkaskipting á milli kynjanna. Hjón eiga að vinna saman og styðja hvert annað þrátt fyrir ólík hlutverk. Gunnar Kristjánsson túlkar orð Jóns varðandi hjónaband þannig að hann hafi lagt meiri áherslu á jafna ábyrgð hjóna og samvinnu en spurninguna um hver hefði vald yfir hverjum.14 Körlum var leyfilegt að sækja styrk til og ráðfæra sig við konur, þó var ekki um að ræða samband jafningja. Karlmaðurinn var ávallt æðri konunni þó svo að samstöðu og skilnings hafi gætt í samskiptum kynjanna. Margt fagurt er ritað í postillunni um samkennd og réttlæti, þó er Jón ekki þekktastur fyrir þá kapítula í postillunni heldur fer orðspor af honum sem prédikara reiðinnar. Honum var tíðrætt um syndina og freistingar djöfulsins, maðurinn er veikgeðja og hætt við að falla fyrir tálum hins illa. Ekki er að undra að margir hafi óttast heljarvist en himnaríki og helvíti voru mjög raunveruleg í hugum manna.15 Fólk ólst upp við að breytni þeirra hefði áhrif á hvort það fengi sæti á himnum eða yrði varpað í til heljar. Ahrif upplýsingar voru almennt mikil í nágrannalöndum okkar, en stefnan náði þó ekki að skjóta föstum rótum í huga almennings hér á landi á 19. öld. Upplýsingarmenn reyndu að innleiða mildari Guðsmynd og siðbót. Ekki gekk það sem skyldi en margir landsmenn íjárfestu þó í postillu Árna Helgasonar dómkirkjuprests sem kom fyrst út 1822. Þá postillu ritaði Árni að áeggjan Magnúsar Stephenssen sem var í mikilli nöp við Vídalínspostillu og heljarpredikanir Jóns. Honum fannst vanta trúarrit til styrktar upplýsingarstefnunni. Árið 1856 kom út húslestrarbók Péturs Péturssonar biskups, það rit náði almennri útbreiðslu og vinsældum. Pétur setur fram í hugvekjum sínum ríkjandi danska guðfræði á mildu máli. Þegar Péturspostilla kemur út á Islandi voru aðeins tvær postillur sem nutu vinsælda og almennrar útbreiðslu en það eru fyrrnefndar Vídalínspostilla og Arnapostilla. Að áliti Þorvalds Thoroddsens, ævisagnaritara og tengdasonar Péturs biskups, einkenndi hugvekjur hans 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.