Sagnir - 01.06.2009, Síða 37

Sagnir - 01.06.2009, Síða 37
Sagnir, 29. árgangur kristileg hógværð og mildi. Hann boðaði kærleika, umburðarlyndi og von í stað gamallar kenningar um endurgjald og refsingu, gott og illt. Guðfræði Péturs var mikilvægt millistig og undirbúningur undir frjálslyndu guðfræðina.16 I postillu Péturs er ekki minnst mikið á hlutverk kvenna, en í 22. hugvekju talar hann um heimilið sem undirstöðu trúarlífs þjóðfélagsins. Hann leggur mikla áherslu á einingu andans og bróðurlegan kærleik innan veggja heimilisins. Það á að vera eins og musteri sem helgað er drottins þjónustu. Ef heimilishald er eftir Guðs vilja getur það reynst fólki vin í hinu daglega amstri. Heimilisfólk á að búa saman í guðsótta því hann er skilyrði þess að heimilislíf geti gengið gleðilega og farsællega fyrir sig.1 í þau fáu skipti sem Pétur aðgreininr kynin sérstaklega segir hann að kærleikurinn gefí húsföðurnum þrótt og prýði konuna með blíðlyndi, umhyggju og reglusemi, kærleikurinn gerir hjónin nægjusöm, þrautgóð og þolinmóð.18 í þessari málsgrein er talað er um hjónin sem einingu sem skuli tileinka sér kærleika. Þó kemur fram hefðbundin skilgreining á eiginleikum kynjanna, þ.e. að karlinn sé þróttmikill og konan blíðlynd. Þögn Péturs í garð kvenna segir meira en mörg orð. Það að Pétur ræði ekki sérstaklega muninn á hlutverkum karla og kvenna bendir til þróunar í átt til aukinnar einstaklingshyggju, hann aðgreinir kynin ekki heldur er talað til einstaklinga í postillunni. Mun minna fer fyrir þjóðfélagsgagnrýni í skrifum Péturs en Vídalíns en allt er eins ogþað á að vera. Guð skapaði heiminn, hann er frábær arkitekt ogþví fer ekkert úrskeiðis í hönnun hans.19 Með samanburði á Vídalínspostillu og Péturspostillu má glöggt sjá töluverða breytingu á formi og hugmyndafræði trúar. Pétur leggur minni áherslu á hlutverk kirkjunnar, hann telur trú felast í sannfæringu og persónulegu sambandi milli Guðs og einstaklings. Þegar dauðastundin nálgast kemur í ljós hvort sá feigi er tilbúinn til að mæta örlögum sínum. Breytni hans í lífinu er það sem hann verður dæmdur eftir, ekki hversu oft hann gekk til kirkju.20 Þrátt fyrir töluvert mildari viðhorf gætir enn mikillar tvíhyggju. Heimurinn er illur og maðurinn á að leitast við að losna undan valdi og freistingum hans. Ríki Guðs er eftirsóknarvert og hin efnislega tilvist bliknar í samanburði við eilíft líf við hlið skaparans á himnum. A seinni hluta 19. aldar var ekki eins mikil áhersla á refsingu Guðs og heljarvist eins og áður. Þótt áherslur á refsingu Guðs og baráttu góðs og ills séu á undanhaldi má lesa út úr heimildum kvenna sem uppi voru á þeim tíma að áhrif tvíhyggju góðs og ills hafði enn mikil áhrif á trúarhugmyndir þeirra. Kvenímynd og hugmyndir um hlutverk kvenna Kynhlutverk íslenska sveitasamfélagsins héldust óbreytt öldum saman og voru rótgróin í vitund almennings. í ritinu Arnbjörgu sem ritað var 1780 oggefið út um 1843 fjallar séra Björn Halldórsson frá Sauðlauksdal um störf húsmóðurinnar. Um þá mynd sem þar er dregin upp hefur Erla Hulda Halldórsdóttir sagt: [Björn] lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að húsmóðirin gerði skyldu sína. Söguhetja bókarinnar, Arnbjörg, var iðin, guðhrædd, ástrík, nýtin og blíðlynd, aumkaði fátæka og gaf rausnarlegar gjafir, hélt hjúum sínum til verka, húsinu hreinu og átti ávallt nægan mat í búri. Séra Björn lagði áherslu á samstarf og samráð hjóna en jafnframt að karlinn væri höfuð konunnar ogþví bæri honum að ráða.21 Það má lesa ríkjandi viðhorf um hlutverk kvenna í Arnbjörgu, áhersla er á verðleika húsfreyju út frá hæfni hennar til hússtjórnar. Vel greinanleg eru tengsl við Vídalínspostillu, Björn talar um mikilvægi samstarfs hjóna þó karlinn sé ráðandi aðili í þeirra sambandi. í Arnbjörgu er varpað upp mynd af hinni fullkomnu húsmóður, nefndir eru hinir bestu kostir sem hverja góða konu eiga að prýða. Miklar kröfur voru gerðar til kvenna samkvæmt þessu. Manneskjan er margbreytileg og óhugsandi er að allar konur þessa tíma hafi verið gerðar fyrir hjónaband og heimilisstörf. Flestar hafa fellt sig við þau en í brjósti margra kvenna hefur blundað vilji og áhugi til annarra verka. Ekki var félagslega ásættanlegt fyrir konur að sýna vilja til annarra starfa en þeirra er sneru að heimilishaldi og barnauppeldi. Konur sem það gerðu töldust: „öðruvísi“ eða „kynferðislega vanræktar, lesbískar eða að öðrum kosti, stafi hegðun þeirra af móðursýki af völdum tíðahringsins."22 Hugsanlega hafa margar konur þráð annað hlutskipti en ekki hafi: kjark til að sækjast eftir draumum sínum. Erla Hulda Halldórsdóttir telur að eldri konur hafi fremur samþykkt ríkjandi gildi og viðhorf. Konur sem fæddar voru á síðari hluta aldarinnar og komust jafnvel í kvennaskóla, vildu komast út fyrir hringinn og brjóta takmarkanirnar á bak aftur.23 Þær horfðu jákvæðari augum á mögulegar breytingar á stöðu sinni. Fræg eru orð Marteins Lúthers um að konan sé sköpuð til hússtjórnar en karlmaðurinn fyrir hinn opinberavettvang. Honum fannst að höggormurinn hefði getað blekkt Evu vegna grunnhyggni hennar, en ekki Adam því hann var vitrari.24 Þessi hugmynd er gegnumgangandi í kristinni hugmyndafræði og margsinnis er vitnað til hennar í kristnum ritum. Konur litu á sig sem vitsmunalega og 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.