Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 42

Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 42
Sagnir, 29. árgangur Kristófer Eggertsson Trúargagnrýni og trúleysingjar um aldamótin 1900 Það er ekki ýkja langt síðan trúleysi og hvað þá að gangast opinberlega við trúleysi var mögulegt á Islandi. Gagnrýni á kirkjuna var nánast ómöguleg og viðurlög við slíku athæfi gat verið útskúfun úr samfélaginu. Undir lok 19. aldar voru þó nokkrir menn sem gagnrýndu trúna og kirkjuna þar sem vald kirkjunnar fór þverrandi. Tveir þeirra a.m.k. voru trúleysingjar og gengust við því heiti og skrifuðu á djarflegan hátt gegn kirkju og trú. Þeir voru Guðmundur Hannesson læknir og Þorsteinn Erlingsson skáld. í greininni er ætlunin að stikla á stóru yfir gagnrýni á kirkjuna og trúna rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 með sérstakri áherslu á þá Guðmund og Þorstein. Einnig verður trúargagnrýni Þorsteins Gíslasonar ritstjóra skoðuð þó að hann hafi ekki opinberlega gengist við því að vera trúleysingi. Trúleysi Eiginlegt trúleysi hefur ekki ætíð verið til. Franski sagnfræðingurinn Lucien Febvre hélt því fram í bók sinni The Problem of Unbelief in the Sixteenth Century að trúleysi, að afneita tilveru guðs, hafi verið ómögulegt fyrir Evrópumenn sextándu aldar. Allar aðgerðir fólks hafi verið með trúarlegu ívafi. Allt frá skírn til greftrunar vakti hin kristna kirkja yfir gerðum fólks. Engin vísindi afsönnuðu tilvist Guðs og engin heimspeki hafnaði tilveru hans. Því var ómögulegt fyrir Evrópubúa að ímynda sér að Guð væri ekki til þó að ræða mætti hin ýmsu guðfræðilegu vandamál um eðli hans. Það var ekki fyrr en við lok 18. aldar að örfáir Evrópumenn gátu hugsað sé að afneita guði.1 Hugtakið trúleysingi var notað fyrr á öldum sem skammarorð yfir þá sem höfðu aðrar skoðanir á Guði en maður sjálfur. Það þýddi ekki að sá sem var kallaður trúleysingi trúði ekki á neina guðshugmynd, það þýddi einungis að viðkomandi var með aðrar skoðanir á guðdóminum en formælandinn. Hugtakið var því móðgun og engum myndi detta í hug að kalla sjálfan sig trúleysingja.2 Af þessum ástæðum má hafa í huga að ekki voru allir þeir, sem íslenskir trúmenn kölluðu vantrúarmenn, endilega trúleysingjar. Þeir höfðu mögulega einungis frjálslyndari hugmyndir um guðdóminn enn þjóðkirkjan leyfði. Trúlega hefur það verið mjög róttækt skref fyrir 19. aldar íslendinga að gangast við því að vera trúleysingi. í dag á þessi lífsskoðun tiltölulega auðvelt uppdráttar þar sem trúarbrögð eru ekki jafn stór hluti af lffi almennings og þau voru fyrr á öldum. Margir þeir sem telja sig trúaða nú á tímum fara aðeins til messu á jólunum eða í fermingar, jarðarfarir og skírnir hjá ættingjum og kunningjum. En gera má ráð fyrir að trúleysi hafi verið mjög róttæk lífsskoðun á 19. öldinni. Þeir sem voru trúlausir eða höfðu uppi efasemdir um trúnaeðakirkjunaopinberlega, mættu vafalaust töluverðri andstöðu. Enda sýnir sú staðreynd að aðeins þrír landsmenn gáfu upp enga trú í manntali 18803 að fáir voru tilbúnir að gangast opinberlega við trúleysi eða voru í raun á þeirri skoðun. Gagnrýni frá kirkjunnar mönnum Óánægjuraddir frá prestum fóru að hljóma undir lok 19. aldar. Sumir töldu andlegt líf í landinu vera í ládeyðu og töldu að eitthvað þyrfti að gera í málinu. Valdimar Ásmundsson ritstjóri Fjallkonunnar birti í blaði sínu 1889, brot úr bréfi sem honum barst frá ungum presti sem ekki vildi láta nafns síns getið. Skoðanir hans eru mjög gagnrýnar á kirkjuna. „Lúterska kirkjan hjá oss er komin i doða undir hinu andadrepandi veraldlega valdi, og söfnuðirnir því orðnir sofandi. Þótt menn ekki afneiti trúnni hreint og beint, þá er hún þó dáðlaus án lífsfjörugrar framkvæmdar í verkinu.“4 Ungi presturinn gagnrýnir veraldlegt vald yfir kirkjunni og þá staðreynd að prestar þurfi að halda í gamlar úreltar kenningar Lúters og annarra manna um trúna. Hann vill fá meiri frelsi til handa prestum til að predika eftir sinni eigin sannfæringu og talar meðal annars um ástandið sem „nauðungarkristindóm.“ Hann vill auk þess „reforma“ prestaskólana og hleypa ekki neinum „mannsvínum“ inn í þá eins og hann orðar það. Unga prestinum var svarað harðlega þremur mánuðum síðar í Fjallkonunni af séra Benedikt Kristjánssyni á Grenjaðarstað. Benedikt segir um skrif unga prestsins að þau séu innblásinn af 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.