Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 43

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 43
Sagnir, 29. árgangur unggæðingshætti sem vill rífa niður það sem fyrir er og bjóða ekkert betra í stað hins gamla. Hann spyr unga prestinn afhverju hann hefi gerst prestur í hinni lúthersku kirkju ef hún sé eins slæm oghann lýsir henni. „Þú þiggr laun af þeirri kirkju, sem þú virðist fyrirlíta"5, skrifar Benedikt og minnir á að umbætur í kirkjunni muni gerast hægt og rólega. Hann telur þjóðina ekki tilbúna fyrir kirkjulegt frelsi þó að æskilegt sé fyrir presta landsins að stefna að því. Skrif unga prestsins og Benedikts eru ágætt dæmi um þá togstreitu sem ríkti á milli gamla skipulagsins og nýrra hugmynda sem komu til landsins. Augljóslega var erfitt fyrir óánægða presta að deila á kirkjuna opinberlega þar sem þeir voru háðir henni um lífsviðurværi. Þess vegna voru flestir prestar undir lok 19. aldar frekar hlýðnir yfirboðurum sínum og kvörtuðu ekki opinberlega undan skipan kirkjumála.6 Ótinn við vantrúna Séra Valdimar Briem hefur áhyggjur af því í Kirkjublaðinu 1896 að sumir landar hans, menntamenn, „vilja aptur afnema kristnina og gjöra landið heiðið að nýju.7 Valdimar á ekki við heiðni í þeim skilningi að þeir vilji dýrka Þór og Óðinn, heldur trú á mátt sinn og megin sem er í raun trú á ekki neitt að mati Valdimars. Hann telur svo upp það góða sem kirkjan hefur unnið í landinu. Þrátt fyrir að misjafnir menn hafi gegnt stöðum í klerkastéttinni þá hefur kirkjan afstýrt deilum, bætt siðferði, verndað alþýðu gegn veraldlegu valdi og gert vel í menntun þjóðarinnar að mati Valdimars. Hann segist þó ekki trúa því að þessum menntamönnum takist ætlunarverk sitt. „Þó að þessir menn, sem álíta kristindóminn standa þjóðinni fyrir þrifum, taki á allri sinni málsnilld, öllum sínum gáfum og öllu, sem þeir hafa til, þá tekst þeim þetta ekki, — tekst aldrei að afkristna landið.“8 Skrif Valdimars bera með sér að hann óttast áhrif vantrúarinnar. Hann telur umrædda menntamenn vera undir áhrifum erlendra höfunda og telur þá þekkja illa ritninguna og sannleikann sem hún hefur að geyma. Það má greina í orðum Valdimars að hann telji þennan hóp menntamanna í raun og veru ógna kirkjunni þó að hann telji að ætlunarverk þeirra, að „afkristna landið“, ta'kist ekki. Þessi hópur menntamanna sem Valdimar minnist á voru þeir Hafnarstúdentar sem urðu fyrir áhrifum frá Dananum Georg Brandes. Raunsæi í bókmenntum var aðalatriði „Brandesaröldunar" sem barst með menntamönnunum og gagnrýni á kirkjuna var hávær. Mörgum prestum á Islandi stóð ógn af Brandes og talaði Helgi Hálfdanarson, prestaskólakennari um hann sem sendiherra djöfulsins, svarinn íjandmann Guðs, kristinnar trúar og kristilegs siðgæðis.9 Séra Arni Þórarinsson talaði um að Brandes hefði drepið vissa íslenska áhangendur sína vegna þess mikla sálarálags sem fylgdi skoðunum hans.10 Þrátt fyrir þetta átti Brandes dygga stuðningsmenn og aðdáendur meðal íslenskra menntamanna ekki síst vegna stuðnings Brandesar framan afvið sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Talið er að skáldin sem stóðu að tímaritinu Verðandi 1882, Bertel Þorleifsson, Einar Hjörleifsson, Gestur Pálsson og Hannes Hafstein hafi flutt þessa stefnu til íslands. Þó er örðugt að flokka þessa menn sem róttæka trúleysingja þótt sumir þeirra hafi gagnrýnt presta og kirkjuna öðru hvoru. Þorsteinn Gíslason lýsti því hins vegar yfir í Sunnanfara 1894, í umþöllun um kvæði Hannesar Hafsteins og Einars Hjörleifssonar, „að báðir eruþeir „aþeistar“ (guðleysingjar)“n Þetta taldi Þorsteinn mega lesa út úr ljóðum þeirra. „Systurlát" eftir Hannes og „Endurminningar" og „Sjötta ferð Sindbaðs" eftir Einar. Ekki verða þeir þó dæmdir trúleysingjar af þessum ummælum Þorsteins. Hannes einbeitti sér aðallega að stjórnmálunum síðar og tjáði sig lítið um trúmál. Einar gifti sig 1885 í Danmörku. Athöfnin var borgaralegog fór fram í ráðhúsi Kaupmannahafnar. I hjónavígsluskránni kemur fram að hjónin kjósi borgaralega vígslu „vegnaþess að brúðguminn viðurkennir engin þau trúarbrögð sem játuð eru í ríki Danakonungs.12 Þrátt fyrir andóf Einars gegn kirkjunni á yngri árum þá gerðist hann sannfærður spíritisti upp úr aldamótum og taldi að í spíritismanum mætti finna sannanir fyrir upprisu Jesú Krists.13 Einar var því greinilega ekki alveg trúlaus þegar líða tók á ævina. íslenskir fylgismenn Brandesar og fleiri gagnrýndu kirkjuna fyrir kreddufestu á síðustu áratugum 19. aldarinnar. Skiljanlega stóð prestum landsins stuggur af þessari gagnrýni þó að trúleysi hafi ekki verið boðað berum orðum. Þórhallur Bjarnason sem tók við embætti biskups 1909, vann að því að eflakirkjuna sem frjálslynda, umburðarlynda ogþjóðlega stofnun en það voru einmitt markmið yngri guðfræðinga sem létu til sín taka með hina nýju frjálslyndu guðfræði upp úr aldamótum.14 Áðurnefnd gagnrýni rénaði mjög upp úr aldamótum er frjálslynda guðfræðin færði viðhorf kirkjunnar í nútímalegra horf.15 Þrátt fyrir að fáir af fylgismönnum Brandesar hafi orðið algjörlega trúlausir var frjálslyndi í trúmálum þeim hjartans mál. Margir litu á kirkjuna, íhaldssemi hennar og kreddur sem hindrun fyrir þeim framförum sem þeir töldu þjóðina eiga í vændum. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.