Sagnir - 01.06.2009, Page 45

Sagnir - 01.06.2009, Page 45
Sagnir, 29. árgangur kirkjunnar samræmast ekki sannleikanum og því telur Þorsteinn algj örlega óhæít að leggj a trúnað á þær og er viss um að kirkjan mun á endanum víkja fyrir skynseminni. Ljóst er að Þorsteinn dansaði á mörkum þess sem leyfilegt gat talist í gagnrýni á trúna. í næsta tölublaði Sunnanfara, eftir að greinin „Trú og vísindi“ birtist, er prentuð yfirlýsing um að Sunnanfari sé „nú búinn að fá nóg af trúarbragða hugleiðingum, og er grein Þorsteins Gíslasonar í seinasta blaði, sem er í sjálfu sér myndarlega skrifuð, hið síðasta, er tekið verður í blaðið afþví tagi“27 Efnið hefur greinilega þótt eldfimt. Greinilegt er að trúarbrögð voru þyrnir í augum Þorsteins á Hafnarárunum. Af greinarskrifum Þorsteins í Sunnanfara mætti draga þá ályktun að hann hafi verið trúlaus. Hann trúði að minnsta kosti ekki á guð kristinnar kirkju og ekki er að sjá á ofangreindum skrifum að hann viðurkenni neina aðra guðshugmynd. Annars segir hann aldrei berum orðum að hann sé vantrúarmaður eða trúleysingi. Það má hugsanlega skýra með því að hann vissi að slík lífsskoðun var óvinsæl og ólíkleg til að hjálpa frama ungra og metnaðarfullra manna eins og honum sjálfum. Því verður ekkert fullyrt um trúleysi Þorsteins þó líklegt megi telja að hann hafi verið að minnsta kosti trúlaus á Hafnarárunum. Trúlausa skáldið Trúleysingjar í hópi þekktra manna um aldamótin voru ekki margir. Þessi lífsskoðun naut ekki vinsælda almennings þar sem flestallir Islendingar voru trúaðir þrátt fyrir að sumir hafi verið frjálslyndari í trúmálum en aðrir. Þorsteinn Erlingsson er hins vegar dæmi um mann sem viðurkenndi trúleysi sitt opinberlega og fjallaði talsvert um trúmál í kvæðum sínum og skrifum. Eftir að Þorsteinn snéri heim úr tólf ára dvöl í Danmörku 1895 gerðist hann ritstjóri landsmálablaðsins Bjarka á Seyðisfirði ári eftir heimkomuna og starfaði við það til 1901. í Bjarka fékk Þorsteinn tækifæri til að kynna Islendinga fyrir skoðunum sínum á bæði trúmálum og stjórnmálum, en Þorsteinn hafði kynnst hugmyndum sósíalista á Hafnarárum sínum og gerðist hugfanginn þeirri hugsjón. Þó var hann enginn bókstafstrúarmaður í þeim efnum eins og Sigurður Nordal hefur bent á: „Mannúð Þorsteins var miklu ríkari þáttur í skoðunum hans en hinn fræðilegi grundvöllur sósíalismans!'28 Andstaðan við kúgun yfirvaldsins í jafnaðarmennskunni rímar ágætlega við skoðanir Þorsteins á trúarbrögðum. Þorsteinn er vanalega talinn sem eitt af þeim íslensku skáldum sem voru undir áhrifum raunsæis í bókmenntum frá Georg Brandes. Að sjálfsögðu er rétt að Þorsteinn varð fyrir áhrifum frá Brandes þegar hann var staddur í Danmörku. Hins vegar verður andúð hans á kirkjunni ekki einungis rakinn til Brandesar. Andúð hans á klerka- og embættismannaveldinu má rekja til kynna hans af frjálslyndum Islendingum eins og Jóni Ólafssyni og Steingrími Thorsteinssyni, sem ná lengra aftur en kynni hans af kenningum Brandesar.29 Einnig var Brandes ekki sósíalisti eins og Þorsteinn. Því er villandi að skipa honum í sama flokk og til dæmis þá Verðandi menn sem vanalega eru kenndir við hugmyndir Brandesar. Fyrsta ádeila Þorsteins á trúarbrögð var Ijóðið „Örlög guðanna“ sem birtist í Sunnanfara 1892. Þar ræðst hann harkalega á kristindóminn og lýsir því hvernig kristindómurinn braust til valda í heiminum og síðan hvernig hann tók yfir Island. Upphafserindin hljóða svo: Um suðurheim kristnin var geingin í garð og guðirnir reknir aflöndum, en kominn var blóðugur kross í það skarð og kirkjur með fjöllum og ströndum. Hin heilögu goð voru af Ólympi ærð, og alstaðar frelsið í nauðum, og listin hin gríska lá svívirt og særð 43

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.