Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 46

Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 46
Sagnir, 29. árgangur hjá Seifi og Appolló dauðum. Þar bygði fyr Júppiter blómlegust lönd, unz beygði hann ellinnar þúngi og svipuna guðinum gamla úr hönd tók Gyðingakóngurinn úngi.30 Þorsteinn skrifaði einnig fleiri kvæði þar sem ráðist er að kristindóminum eins og til dæmis „Orbirgð og auður“ ásamt fleirum. Þorsteinn skrifaði nokkrar greinar um trúmál í Bjarka og voruþærmjöggagnrýnar ámælikvarðaþess tíma. I Bjarka fordæmir hann græðgi kirkjunnar manna og þetta segir hann til dæmis um athæfi íslensku kirkjunnar á þrettándu ogfjórtándu öld: „Það er ekki nóg að aumíngjafólkið reiti sig inn að skyrtunni til að gefa fyrir sálum sínum, heldur er stór hluti af fasteignum landsins tekinn með ofbeldi úr höndum rjettra handhafa og feinginn kirkjunni."31 Þorsteinn talar um kirkjuríkið sem tók við afRómarveldi og sparar ekki stóru orðin þegar hann lýsir stefnu stjórnenda þess. „Kirkjuríkið fæddist, lifði og dó og bar báðar höndur blóðugar til axla fram í andlátið. Riddarar, aðall og konúngar sem kristninni stýrðu höfðu að ýmsu ólíkar stefnur en í einu áttu þeir sammerkt: Þeir elskuðu allir ójöfnuð og hatur, styrjöld og blóð!‘32 Þorsteinn var mikill uppreisnarmaður og sökum sósíalískra hugmynda sinna gat hann ekki sætt sig við þessa guðshugmynd kristninnar sem krafðist óskilyrðisbundinnar hlýðni og undirgefni. Óttann sem bjó í fólki og hjátrúin á djöfla og illar verur taldi Þorsteinn mega rekja til kristninnar. Hann orti um þennan ótta í kvæðinu „A spítalanum". I kvæðinu er fylgst með dauðastríði trúaðs manns. Hann er svo óttasleginn við mögulega vist í helvíti að hann deyr í angist oghræðslu. Lokaerindi kvæðisins hljóðar svo: O, kirkjunnar hornsteinn, þú Helvítis bál, þú hræðslunnar uppsprettan djúpa, hve hæglega beygirðu bugaða sál til botns hverja andstygð að súpa. Hve máttugur trúboði' er meinsemd og hel, ó, mannlega hörmúng, hve fer þjer það vel, að kúgarans fótum að krjúpa.33 Vinur Krists en trúboði trúleysis? Þrátt fyrir trúleysi var Þorsteini vel við hugmyndir Jesú Krists. Þá á hann við manninn Krist en ekki guðinn sem kristnir menn tilbáðu. Hugmyndir Krists um frið og kærleik voru honum að skapi. Það sem honum fannst miður var að boðskapur Krists var búinn að fá „töluvert margar „skýringar og viðauka“ sem hljóta að hafa verið trúveikum mönnum nokkuð strembnir."34 Þorsteinn sætti sig ekki við allt það sem kristin kirkja boðaði og átti ekkert skylt við boðskap Jesú Krists. Hann er hrifinn af friðarríkinu sem Jesú boðaði og ýjar að því í grein sem nefnist „Friður“ að þessu ríki hafi mögulega verið ætlaður staður á jörðinni en ekki á himnum eins og túlkað er í kristindómnum.35 Hann tengir hugmyndir jafnaðarmanna um bræðralag og jöfnuð við friðarríki Jesú og sýnir fram á svipleikann með þessum tveimur hugmyndum. Var Þorsteinn þá einhvers konar „trúboði“ trúleysis? Stefndi hann markvisst að því að bola kirkjunni og trúarbrögðum úr landi og „frelsa" almenning undan trúnni ? Af sumum þessum skrifum mætti álykta að svo hafi verið. Hann segir meðal annars í síðastnefndri grein: „Nú er það rjett, að jeg vil hafa afarmikið af kristindómi ykkar út úr landinu, en af því það er það sama sem jeg vil hafa út úr heiminum.“36 Vissulega vildi Þorstein losna við trúarbrögðin en skrif hans og aðgerðir sýna fram á að það var ekki lífstakmark hans. Þorsteinn mildaðist mikið í afstöðu sinni til presta eftir að hann kom til Islands. Ef hann hefði viljað berjast af fullum krafti gegn trúnni hefði hann væntanlega setið lengur í ritstjórastólnum. Hann hafði hins vegar ekki ánægju af blaðaskrifunum, metnaður hans lá til Ijóðlistarinnar. Hann hlýtur einnig að hafa vitað að fráleitt væri að reyna að snúa einhverjum verulegum hluta landsmanna gegn trúnni. Þegar prestarnir saka vantrúna urn að reyna að afkristna landið, þá svarar Þorsteinn: Mjer vitanlega eru það ekki einu sinni 10 menn sem opinberlega hafa gert sjer far um að hnekkja eða breyta þessum svo kallaða kristindómi í landinu eða svegja að verkalýð kirkjunnar, og þessir fáu sem hafa gert þetta hafa varla beitt nema annari hendinni og það slælega. Þetta er allur herinn, sem á að ryðja kristindómi ykkar burt af landinu, sem hefur verið að grafa um sig þar í næði í 898 ár, sem búinn er gagnsýra alt þjóðfjelagið og allan hugsunarhátt svo niður í botn, að jafnvel þeir, sem sjá hve gjörskemdur hann er vilja þó hafa hann af vana. Hann styðst auk þess við ríkustu stofnun í landinu, þjóðkirkjuna, stórauðuga eftir okkar högum, og hefur yfir hálfi: annað hundrað leiguliðs á verði sem unnið hefur eið að Augsborgarjátníngunni, auk allra þeirra kennara, foreldra og fræðara, sem vaka yfir því að æskulýðurinn sleppi ekki hjá hinum hreina, ómeingaða kristindómi.37 Þorsteinn gerði sér vel grein fyrir því ofurefli sem kirkjan var og þó hann hafi skrifað og ort gegn þeim, var það einungis til að koma sinni skoðun á framfæri. Hann gerði 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.