Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 52

Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 52
Sagnir, 29. árgangur 1863. Dýpra var nú tekið í árinni og töldu undirritaðir að „varla mun nú á dögum nokkurt það kristið land eða ríki vera til í heimi, fyrir utan vort land, er banni kristnum mönnum að byggja sér kirkju eða koma opinberlega saman til að vegsama einn og sannan guð á þann hátt, er hjartans sannfæring þeirra býður þeim”.17 Þá svara bænaskrármenn þeirri gagnrýni sem fyrri bænaskráin fékk 1863 ogteljat.d. að innleiðingtrúarbragðafrelsis eigi ekki að hafa áhrif á stöðu Islands gagnvart Danmörkulfj, en um það var deilt harkalega á fyrra þingi. Þá komu fram þau rök að ekki ætti hér að innleiða borgaraleg réttindi smátt og smátt heldur ættu heildstæð „grundvallarlög” með öllum tilskildum borgaralegum réttindum að vera innleidd í einum vetfangi. Umræður á þingi Óhætt er að fullyrða að mikill hiti hefur verið í þingmönnum þegar efni bænaskránna var rætt á þessum tveimur þingum, sérstaklega í umræðum 1863. Ef framgangur umræðna er skoðaður í Alþingistíðindum sést að allflestir sem á þinginu sátu tóku til máls og sumir oftar en einu sinni. Fæstir tóku undir kröfur Þingeyinganna og töldu flestir þær með öllu ótímabærar þó svo að markmiðin væru göfug. Einungis þrír af 24 þingmönnum lýstu yfir stuðningi við málið og vildu það áfram inn í sérstaka nefnd.19 Ef við byrjum á að líta á málflutning þremenningana er tóku jákvætt í bónir Þingeyinganna og studdu málið á þinginu 1863 má sjá að þeir furðuðu sig allir á því hversu litla trú andstæðingar bænaskránna á þingi höfðu á burðum íslensku kirkjunnar til að halda velli í því frjálsa umhverfi kristinna trúaflokka sem boðað var í skránum.20 Jón Guðmundsson málflutningsmaður við Landsyfirrétt og þingmaður V-Skaftafellsýslu mat það svo að andstæðingar bænaskrárinnar væru „ekki sérlega trúaðir á ... hið góða ástand kirkjunnar“ og litu á hana frekar „eins og spilahús, sem allt tvístrast, og hrynur undir eins og á það er andað.“21 Jón taldi að best væri fyrir tilveru íslensku kirkjunnar að trúfrelsið kæmist í lög svo „hún prófist í skóla reynslunnar og baráttunnar“,22 þ.e. gagnvart öðrum viðhorfum í trúmálum og kristinni trú. Jón Hjaltalín landlæknir og konungskjörinn þingmaður hafði einkum áhyggjur af orðspori íslendinga hjá útlendingum ef þingið hafnaði frekari umfjöllun um trúfrelsið. „Vér verðum að gæta að því, að vér erum umkringdir af framandi mönnum, og ef nokkrir menn úr hinum menntaða heimi sæi sumar tillögur þeirra, er rætt hafa, mundu þeir segja, að við værum hinir verstu skrælingjar."23 Þetta fullyrti landlæknir og taldi það vera algjöra lágmarkskröfu að málið fengi framgang inn í sérstaka nefnd. Niðurstaða hans var sú að hver og einn ætti rétt á vali í trúmálum: „Það er sumsé auðvitað, að þegar einn maður á að geta valið um tvo hluti, verður hann að þekkja þá; gefist honum ekki tækifæri á því, er hann ófrjáls"24 Slíkt var að hans mati ekki fyrir hendi á Islandi og því þyrfti að rýmka reglur í þessum málum svo ásættanlegt frelsiværi fyrir hendi. Arnljótur Ólafsson þingmaður Borgfirðinga viðraði svipaðar skoðanir í umræðum og Jón landlæknir um þetta tiltekna atriði og taldi að það þyrfti að vera skýrt í lögum að einstaklingar hefðu val í trúmálum „ef trúarfrelsið eður mögulegleiki viljans til að taka aðra trú, er tekinn burt, þá vantar siðferðislega sönnun fyrir því, að maðurinn fylgi sinni trú en hafni öðrum trúarbrögðum af sannfæringu."25 Jafnframt benti Arnljótur áþáþversögn að menn geti ekki „neitað öðrum kirkjulegum flokkum ... að vera til, því annars hljóta menn að ganga svo langt að efast um, hvaða rétt okkar kirkja hafi haft að verða til og nú að vera til!‘26 Arnljótur var þó ekki sammála þremenningunum um hvaða pólitísku leið ætti að fara í málinu, þó hann hefði í sjálfu sér verið á sömu umbótalínu, en hann vildi sjá hér heildstæða stjórnarskrá setta fyrir landið með öllum tilheyrandi borgaralegum réttindum, þ.á.m. trúfrelsi. Gísli Brynjúlfsson kandídat og þingmaður Skagfirðinga talaði manna lengst í þessu máli og fullyrti t.d. að bónir Þingeyinganna væru Alþingi „svo mikilvægt aðalmál, að það á að sýna sig í meðferð þess, hvort frelsisást sú, sem vér Islendingar hrósum oss svo mjög af, stenzt nú prófið, þegar í fyrsta sinn á að reyna verulega á hana, eða hvort hún að eins er orðaglamarið tómt.“ 27 í ræðu sinni fór Gísli yfir það hvað í sínum huga skilgreindi trúfrelsi, en það var „að menn af hverri kristilegri trúarjátningu sem svo er, megi kenna trú sína opinberlega og halda opinbera guðsþjónustu, hvort sem svo af því leiðir það, sem í lögunum er kallað »að gjöra proselyta« eða ei, og á meðan þetta bann er ei numið úr lögum, er hér ekkert sannkallað trúarbragðafrelsi.“28 Var Gísli því mjög ósammála þeim málflutningi t.d. Helga Thordersen biskups og Péturs Péturssonar prófessors að trúfrelsi væri til staðar hér á landi nú þegar. Þeir Arnljótur Ólafsson, Jón Sigurðsson frá Gautlöndum þingmaður S-Þingeyingaogloksjón Pétursson dómari og þingmaður konungs, mæltu allir fyrir því að bænaskránni yrði vísað til nefndar í stjórnbótarmálinu. I umræðunum hafði þá komið fram það sjónarmið, fyrst hjá Benedikt Sveinssyni dómara og þingmanni konungs, að ekki væri 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.