Sagnir - 01.06.2009, Síða 57

Sagnir - 01.06.2009, Síða 57
Sagnir, 29. árgangur svæðum eins og í Evrópu frá skemmdum. Hugmyndirnar um náttúrufriðun og landslagsfriðun komu fram á mjög svipuðum tíma.7 Þá ber einnig að geta afskiptaleysisstefnu Englands í þessum málum, því þar voru ekki sett lög um þjóðgarða fyrr en árið 1949, en það var í formi laga um aðgengi að landsbyggðinni.8 Lagasetning hafði verið í burðarliðunum fyrir tilstuðlan ýmissa umhverfisverndarhópa, til dæmis samtakanna Campaign to Protect Rural England. I kjölfarið voru stofnaðir um tíu þjóðgarðar í Englandi og Wales frá 1951-1956.9 Fram til ársins 1949 höfðu friðunar- og verndunaráform helst verið á könnu sjálfboðaliðasamtaka, þ.e. rekin af einstaklingsframtaki sem átti kannski vel við þá „laissez fair“ hugmyndafræði sem svo lengi var ríkjandi við stjórnarfar landsins. Má þar nefna sem dæmi the National Trustfor Places of Historic Interests and Natural Beauty (Ihe National Trust), sem voru í grunninn stofnuð til að vernda Vatnasvæðið (The Lake District) í Norður-Englandi. Hugmyndin að baki samtökunum gekk ekki út á lokuð svæði á vegum ríkisins heldur að „landskikar innan þess voru áfram í einkaeign - stór hluti keyptur af the National Trust, sem voru og eru óopinber góðgerðarsamtök, og landið getur verið notað til atvinnustarfsemi á borð við landbúnað, skógarnytjar eða létts iðnaðar. Verndun liggur þar í skipulagningu einkaaðila sem á landið og leigir út til afnota með vissum skilyrðum."10 Skilyrðin markast afþví að íbúar svæðisins hefur atvinnu og híbýli sem falla inn í náttúruna, eru í sátt við umhverfið en þar séu ekki reist háhýsi sem birtast eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Helsti kosturinn við ensku friðunarleiðina, sérstaklega fyrir íslenska friðunarsinna umfram þá bandarísku, var að hún útilokaði ekki að saman færi landbúnaður og friðun. Á Bretlandi var talið að landbúnaður væri af hinu góða og jafnvel eðlilegur í umhverfi náttúrunnar. A.S. Mather lýsir því sem svo að „á þessum tíma var náttúruvernd talin stafa meiri hætta frá iðnvæðingu og þéttbýli en landbúnaði og skógarhöggi!111 Friðunarumræða um Þingvelli hefst Matthías Þórðarson þjóðminjavörður var fyrstur til að fjalla um nauðsyn þess að friða umhverfi Þingvalla í grein sinni „Um verndun fagurra staða og náttúrumenja“, sem birtist í Skírni árið 1907. Þar vakti hann athygli á nauðsyn þess að setja ekki eingöngu lög um friðun fornminja í formi rústa, búða og hluta, heldur einnig um friðun á „fyrirbrygði af náttúrunnar völdum hér á landi, sem það löngum hefir verið frægt fyrir. Fyrst og fremst má nefna Almannagjá alla og svæðið umhverfis Þingvelli við Öxará, er ekki getur kallast sögustaður alt eða talist til fornmenja."12 Matthíasi hugnaðist helst stofnun frjálsra félagasamtaka til að framfylgja friðun einstakra svæða og nefndi í því samhengi samtökin the National Trust. Þó sagði Matthías að: „þótt náttúrumenjar séu ... annars eðlis en fornmenjar, heyra þær undir fornmenjalög, þar sem sú löggjöf er lengst komin [í Frakklandi og í Hesse]. Þess vegna gæti komið til greina að hafa og ákvæði um verndun náttúrumenja í fornmenjalögum vorum.“13 Það hefði hentað embætti Matthíasar vel því þá myndu Þingvellir að fullu tilheyra hans embættis. Vildi Matthías meina að með því nýttist yfirsýn eins manns á þau mörgu mál sem þyrfti að samþætta. Kannski hugsaði Matthías að með því að haga lagasetningunni á þann háttinn efldist embætti hans nokkuð og spara mætti annars fátæku ríki smá launupphæð Ekki var milcið meira talað um þetta fyrr en Guðmundur Davíðsson birti greinina sína „Þingvellir við Öxará“ árið 1913. Greinin var í reynd fyrsta skrefið sem stigið var á Islandi í umræðu um náttúrufriðun. Hugmynd hans um setningu sér laga til stofnunar þjóðgarðs fyrir náttúruna var mun víðtækari en lausfléttaðar hugmyndir Mattíasar Þórðarsonar um sama efni sex árum fyrr. „Náttúrufegurð og sögufrægð Þingvalla gæti ekki verið í jafnlitlum metum hjá neinni menningarþjóð, eins og raun er á, nema Islendingum einum.“14 Guðmundur taldi að stærð þjóðgarðsins á Þingvöllum skipti talsverðu máli: „Mætti hið afmarkaða svæði eigi minna vera en svo, að það tæki yfir hraunið allt milli Almannagjár og Hrafnagjár." Síðan segirað innan „þessara takmarka ætti þá að vera griðastaður öllum jurtagróðri, fuglum og eggjum þeirra, og jafnvel hreindýrum og öðrum villidýrum, efþau mætti nokkur geyma.“15 Lítið gerðist eftir birtingu greinarinnar. Sjötta desember 1918 hélt Guðmundur Davíðsson þó fyrirlestur hjá Stúdentafélaginu um ástandið á Þingvöllum og nauðsyn þess að friða staðinn.16 í kjölfarið komst skriður á umræðuna, Guðmundur birti nokkrar greinar milli 1919-1921 og Stúdentafélagið stóð að því, ásamt öðrum félagasamtökum í bænum, að stofna Þingvallanefnd.17 Þingvallanefndin sendi tvö bréf til stjórnarráðsins þar sem krafist var úrbóta og beðið um að fá tilsjónarmann á Þingvöll.18 Beiðnir nefndarinnar enduðu með þingsályktunartillögu. Þingsályktunartillaga 1919 Þingsályktunartillagan var lögð fram til umræðu á Alþingi 30. ágúst 1919 og var samþykkt með þrettán 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.