Sagnir - 01.06.2009, Side 58

Sagnir - 01.06.2009, Side 58
Sagnir, 29. árgangur samhljóðandi atkvæðum. Helstu ákvæði hennar voru eítirfarandi: 1. Að láta rannsaka girðingastæði og girðingarkostnað umhverfis svæðið frá Þingvallavatni milli Almannagjár og Hrafnagjár niður á móts við Ármannsfell og Hrafnabjörg [sjákort]. 2. Að rannsaka, á hvern hátt heppilegast yrði fyrir komið að afnema búfjárrækt og ábúð á býlunum Hrauntúni, Skógarkoti og Þingvöllum ásamt Vatnskoti. 3. Að koma í veg fyrir, að einstakir menn eða fjelög reisi sumarbústaði eða nokkur önnur skýli á svæðinu, sem í 1. lið getur. 4. Að skipa umsjónarmann á Þingvöllum yfir sumarið, er gæti þar góðrar reglu. 5. Að leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga um friðun Alþingisstaðarins forna við Oxará, að með töldu umhverfi hans, er æskilegt þykir að friða.19 Kröfur Þingvallanefndar samkvæmt þessari þingsályktunartillögu voru sem endurflutningur á hugmyndum Guðmundar Davíðssonar og áttu margt skilt við hina amerísku alríkisfriðunarleið, þar sem ríkið tæki yfir stóran skika og sæi um rekstur og varðveislu staðarins. Helstu mótrök gegn þessari tillögu komu annars vegar frá Einari Jónssyni þingmanni Rangæinga og hins vegar frá Pétri Ottesen þingmanni Borgfirðinga. Einar notaðist við efnahagsleg rök í ræðum sínum og þó hann teldi að verkefnið ætti vissulega rétt á sér. Tímasetningin væri hins vegar afleit því nú læti á að keyra fram mörg önnur stór, brýn og kostnaðarsöm mál. Nefndi Einar í því sambandi hugsanlega tímabæra launahækkun embættismanna og stofnun Hæstaréttar, og þó hann neitaði því ekki að þörf væri á endurbótum á Þingvöllum þá fannst honum „það hart að láta strika út úr fjárlögunum nauðsynleg útgjöld til brúa og vegagerða fyrir annað eins og þetta.“20 Pétur Ottesen þingmaður sagði aftur á móti að annar liður ályktunarinnar, um afnám ábúðar á svæðinu, bæri vott um óþjóðhollustu. Ef ábúð færi illa með skóginn þyrfti að setja reglur um meðferð svæðisins en ekki leggja niður búsetu á því: Það er uppi sú stefna, að fjölga beri fremur en fækka býlum, og er þá einkennilegt að heyra almennt tal um að leggja búsældarjarðir í eyði. Við verðum að gera allt til að framleiða sem mest, en láta ekki loftkastalamenn og ímyndaðan þjóðarrembing hlaupa í gönur með menn til þ ess, sem miðar að því, að minka framleiðsluna að óþörfu.21 Þeir sem voru fylgjandi friðun töluðu einkum um sóma þjóðarinnar og um einstæða merkingu Þingvalla í hugum landsmanna. Einar Arnórsson prófessor og þingmaður Árnesinga var hlynntur ályktuninni, vildi helst að ætti ekkert að breyta Þingvöllum og taldi að þar hefði aldrei átt að leyfa byggingu húsa og brúa né að leggja í gegnum þingstaðinn veg. Þingvellir ættu að vera sem líkastir því sem þeir voru á þjóðveldisöld. Gagnrýndi Einar því fyrri framkvæmdir: „Þessi staður átti að liggja óhreyfður, annað væri ósæmandi."22 í kjölfar samþykktar þingsályktunarinnar var stofnuð umsjónarmannsstaða Þingvalla. Gegndi Guðmundur Davíðsson henni frá 1920 til 1923 en þá var hún lögð niður. Friðun rædd á þingi 1923 Frumvarp var flutt um friðun Þingvalla árið 1923. Að því stóðu Jónas Jónsson frá Hriflu og Guðmundur Guðfinnsson, þingmenn Framsóknarflokksins. Helstu ákvæði frumvarpsins, sem enn voru á sömu nótum og Guðmundur Davíðsson hafði tekið fram í greinarskrifum sínum, voru þau að takmörk friðlandsins skyldu vera milli Almannagjár í vestri og Hrafnagjár í austri, frá Meyjarsæti í norðri að Þingvallavatni í suðri. Skyldi staðurinn verða „friðlýstur helgistaður Islendinga” frá árinu 1930. Fram að því skyldi starfa þriggja manna nefnd sem í myndu sitja fornminjavörður, sagnfræðingur sá sem tæki að sér ritun sögu Alþingis og formaður Búnaðarfélags íslands. Nefndin átti að kallast Þingvallanefnd og hennar helsta verk væri að vinna að friðun svæðisins fyrir þúsund ára afmæli Alþingis. Nefndin átti að hafa algjört vald yfir öllu svæðinu og þar mætti ekki reisa neinar byggingar nema með leyfi nefndarinnar. Taka skyldi einnar krónu gjald af hverjum gesti sem kæmi á staðinn og andvirðið átti að nota til að prýða staðinn, laga vellina oghuga að skógrækt. Þingvallanefndin átti síðan að ráða umsjónarmann til að framfylgja eftirliti. Hann átti að hafa vald til að meina mönnum aðgang eða reka af svæðinu vegna ölvunar eða ruddalegrar framkomu. I umíjöllun um málið voru ráðherrann Jón Magnússon og íhaldsþingmaðurinn Sigurður H. Kvaran á móti svo stórtækri friðun. Þeir voru á því að friða ætti skóginn „sjerstaklega fyrir of miklu skógarhöggi eða rifi, en um nauðsyn girðinga eru skoðanir skiftar. Svo er og sjálfsagt að halda áfram með það, sem nú er upp tekið og veitt fje til í ijárlögum, að laga þingstaðinn."23 Jón Magnússon taldi ennfremur ekki nauðsynlegt að friða svona stórt svæðis sökum þess að „hin forna þinghelgi mun ekki hafa náð nema frá vatninu upp að Almannagjá og Flosagjá. En ekki um efri vellina."24 56

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.