Sagnir - 01.06.2009, Síða 61

Sagnir - 01.06.2009, Síða 61
Sagnir, 29. árgangur framkvæmdir sem kröfðust þess að ríkið hefði umráð yfir viðkomandi svæði.34 Alþingishátíðarnefndin ályktaði því að „óska þess, með sjerstöku tilliti til hátiðahaldanna 1930, að landsstjórnin undirbúi og leggi fyrir næsta Alþingi lagafrumvarp, þar sem hinu opinbera sjeu trygð full umráð Þingvallalands og þess nágrennis sem þurfa þykir“35 Friðun samþykktárið 1928 í umræðum um friðunarfrumvarpið sem lagt var fram árið 1928 vitnaði Jónas frá Hriflu í ályktun alþingishátíðarnefndar sem hann átti sjálfur sæti í til rökstuðnings um mikilvægi þess að ríkið tæki svæðið yfir.36 í annarri grein frumvarpsins var friðunarsvæðið afmarkað og má vel sjá útlínur fyrirhugaðs þjóðgarðs á kortinu. Skóginn innan þessa svæðis átti að verja fyrir ágangi sauðfés og geita sem talið var að sæktu mjög á skóginn eða hindruðu alvarlega vöxt og viðgang hans. Oll mannvirkja- og húsagerð var bönnuð á svæðinu og næstu jörðum í kring, nema að fengnu leyfi. Samkvæmt þriðju grein frumvarpsins voru Þingvellir settir undir vernd Alþingis og gerðir að ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Aðrar greinar þess kváðu á um að kosið yrði í þriggja manna nefnd á fjögurra ára fresti, en hún átti að fylgjast með og taka þátt í stjórnun Þingvallaog sjá um ráðningu umsjónarmanns. Einnig voru almenn sektarákvæði. Greinargerðin endaði með þeim rökstuðningi að friðunin væri til merkis um þjóðrækni ogþjóðhollustu til velferðar landsins: „Takmark þjóðrækinna manna með friðlýsingu Þingvalla er að vernda sem best hina sögulegu helgistaði og náttúrufegurð Þingvallasveitar.“37 Það voru einkum tvö mál sem ollu deilum, annars vegar var það stærð svæðisins og hins vegar friðun villidýra, og þar með refsins, innan þess. Jón Þorláksson beitti framleiðslurökum gegn stærð svæðisins. Að hans mati var slík „fækkun bændabýla... ekki í samræmi við kröfur nútímans um fjölgun sveitabýla“iS Jón sagði sfðan að friðun skógarins væri skógræktarmál. Ennfremur taldi minnihluti allsherjarnefndar að Þingvallasveit gæti horfið úr sögunni sem sjálfstætt sveitarfélagefbúskapur á fjórum býlum legðist af, fjárheld girðingyrði dýr, sérstaklegaþar sem líklegast þyrfti að girða meðfram vegunum þar sem illmögulegt yrði að setja hlið á þá, enda voru þeir þjóðvegir. Jafnframt þyrfti að greiða skaðabætur til bændanna vegna rýrnunar á verðmæti j arða þeirra. Jón Þorláksson kom með breytingartillögu sem var í rauninni sótt beint til Þingvallanefndarinnar sem var stofnuð að hans undirlagi árið 1925. í breytingartillögu sinni gerði hann jafnframt ráð fyrir að ekki mætti reisa sumarbústaði eða nýbýli austan Ármannsfells og austan Lágafells. Ennfremur átti nefndin að fá tímabundið vald til að stjórna, eins og hún vildi, Þingvalla-, Kárastaða og Brúsastaðalandi.39 Breytingartillaga hans var felld. I umræðum um málið tók Jón Baldvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins og einn af flytjendum frumvarpsins, það fram að honum fyndist ræman sem minnihlutinn mælti með allt of lítil, sérstaklega með tilliti til þess að fólki myndi fara fjölgandi sem ferðaðist til Þingvalla, ekki síst ef gistiaðstaðan yrði bætt. Fólk dveldi þá kannski lengur á staðnum og myndi ganga um hraunið, en ef ekki væri friðað þá yrði ferðamennskan átroðningur á bóndanum.40 Taldi hann „að það sje fullkomlega rjettlátt af þinginu að taka þann stað undir sína vernd, - gera Þingvöll að nokkurs konar þjóðgarði, þar sem landsmenn eigi frjálst að hreyfa sig umstærra svæði en gert var ráð fyrir í frumvarpi 1926.“41 Jón Baldvinsson sagði líka: það er skylda þjóðarinnar að halda þessum stað í heiðri og sjá um, að skógurinn sje ekki upprættur og vernda landið fyrir því að blása upp. En þetta fæst ekki nema með því móti, að lagður sje niður sauðfjárbúskapur á þeim jörðum, sem eru í sjálfri kvosinni í Þingvallasveit.42 Jón Baldvinsson hafði ekki trú á því að bændur myndu hætta ábúð þó sauðfjárbeit yrði bönnuð, því hann taldi að þeir gætu haft kýr og síðan margvíslegar tekjur af gistingu ferðamanna á svæðinu, sérstaklega þar sem hann sá fyrir sér að stígar eða vegir yrðu lagðir um hraunið, ekki ósvipað og í þjóðgörðum Bandaríkjanna. Þetta myndi auðvelda aðkomu fólksins. Jón sagði jafnframt að ef „slíkir vegir yrðu lagðir, sem gæti verið einskonar hringbraut, efast jeg ekki um, að fólkið mundi dreifast víðsvegar um hið friðlýsta svæði og halda minna kyrru fyrir en tíðkast nú.“43 Jónas Jónsson færði þau rök fyrir því hversu stórt hið fyrirhugaða svæði átti að vera að nauðsynlegt væri að enginn gæti komist upp með að setja upp steinhús sem spilltu útliti staðarins, enda taldi hann „að Þingvellir væru svo mikið listaverk frá náttúrunnar hendi, að tryggja yrði það með lögum, að mönnum gæti ekki, með fávisku sinni haldist uppi að spilla útliti staðarins meira en orðið er!<44 Tilgangurinn með frumvarpinu væri sá að „hraunbreiðan milli gjánna klæðist aftur samfeldum skógi, eins og í fornöld.“45 Jónas óttaðist og sagði frá því að bæði presturinn á Þingvöllum, Guðmundur Einarsson, og Jón Guðmundsson, bóndinn á Brúsastöðum, hefði komið til hugar að virkja Oxará. Óvíst er hvenær þeir sendu inn virkjunarbeiðni en í það minnsta kom fram í símskeyti frá 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.