Sagnir - 01.06.2009, Page 67

Sagnir - 01.06.2009, Page 67
Sagnir, 29. árgangur í rúman áratug,5 Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og VMSÍ6 sem „var ekki gerandi í atburðarásinni, en stuðningur hans við samningana var úrslitaatriði. Það má ekki síst þakka þáverandi varaformanni VSÍ, Gunnari Birgissyni, nú bæjarstjóra, að sá stuðningur fékkst, en þeir Guðmundur J. voru góðir félagar frá gamalli tíð.“7 Guðmundur Magnússon hnykkti svo á skoðun sinni í grein sem hann skrifaði í Markaðinum, 2. júlí 2008: „Hún [ríkisstjórnin] hafði ekki styrk til að taka sjálfstætt á efnahagsvandanum, en fagnaði eðlilega frumkvæði aðila vinnumarkaðsins. Ef ekkert yrði að gert stefndu efnahagsmálin í algjört öngstræti. Fyrir ríkisstjórnina var þjóðarsattin sem himnasending!'8 Morgunblaðið sá einnig ástæðu til að koma á framfæri leiðréttingu: Hún er einkennileg sú árátta stjórnmálamanna, bæði fyrrverandi og núverandi, að vilja ætíð hagræða sögunni, sér í hag. ... Staðreynd málsins er sú að það voru tveir menn, sem báðir eru látnir, sem áttu langmestan heiður af þjóðarsáttarsamningunum, þeir Einar Oddur Kristjánsson, þá formaður Vinnuveitendasambands íslands og Guðmundur J. Guðmundsson, þá formaður Verkamannasambands íslands. ... Það er rétt að halda staðreyndum sem þessum til haga, ekki satt?!9 Andrés Magnússon, blaðamaður á Viðskiptablaðinu var afar óvæginn í gagnrýni sinni a söguskoðun Olafs Ragnars Grímssonar: En hún [ríkisstjórnin] átti þar ekkert frumkvæði, heldur stóð frammi fyrir orðnum hlut og lét til leiðast. Þeir sem muna þessa tíma eða nenna að rýna í samtímaheimildir, vita hins vegar að ríkisstjórnin var hreint ekkert áhugasöm um þessa tilraun og því má jafnvel halda fram að stjórnin hafi nánast klúðrað henni. Allt fór það þó vel að lokum. ... Hann var því aðeins öðrum þræði að skjalla Steingrím Hermannsson; fyrst og fremst var hann að baða sjálfan sig í dýrðarljóma þjóðarsáttarinnar. Fullkomlega óverðskuldað.10 Mitt í þessari orrahríð, eða þann 12. júlí 2008, afhjúpuðu Gunnar Birgisson fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins og Ásmundur Stefánsson fyrir hönd Alþýðusambands Islands bautastein að Sólbakka á Flateyri, sem þakklætisvott fyrir framlag Einars Odds Kristjánssonar til þjóðarsáttarsamninganna árið 1990. „Fjölmenni var við athöfnina og þar á meðal stór hluti ráðherraliðs ríkisstjórnarinnar. ... Margir þakka Einari Oddi gerð þjóðarsáttarsamninganna árið 1990 en hann var þá formaður Vinnuveitendasambands íslands.“'1 Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ávarpaði gesti og lofaði störf Einars Odds, og mikilvægi hans við gerð þjóðarsáttarinnar.12 Fleiri minntust afreks Einars og tóku margir í sama streng, Agnes Bragadóttir blaðamaður Morgunblaðsins hafði þetta að segja um bautasteininn „sem reistur er til þess m.a. að þakka 65

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.