Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 73

Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 73
Sagnir, 29. árgangur Einari Oddi minnisvarða. ASÍ samþykkti þátttöku, en þegar til kom var athöfnin með allt öðru sniði en ASI hafði verið gert Ijóst, eða hugsað sér.87 Lokaorð f kjölfar þjóðarsáttarsamninganna 1990 efuðust margir um ágæti þeirra og hægrimenn gagnrýndu þá á vettvangi Morgunblaðsins. Gagnrýnin sneri að aðkomu ríkisins, því slíkt gengur gegn því sjónarmiði frjálshyggjunnar að markaðslögmálin skulu ráða för og að almennir kjarasamningar séu í verkahring og á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins. Sjálfstæðisflokkurinn stóð utan ríkisstjórnar og átti þar af leiðandi ekki aðild að samningunum. En þegar frá leið sáu menn að þjóðarsáttin hafði verið mikið þjóðþrifamál og því rak pólitísk nauðsyn sjálfstæðismenn til að eigna sér hlutdeild í afrekinu. Ætla má að á þeim bæ hafi þótt afleitt að vinstri stjórn ætti heiður skilinn fyrir efnahagslegt afrek. Jafnframt hófst markviss sköpun sögu þjóðarsáttarinnar og úr varð hin viðtekna söguskoðun, að ríkisstjórnin hafi ekki haft styrk til að taka sjálfstætt á efnahagsvandanum. Aðilar vinnumarkaðarins hafi átt allt frumkvæði að samningunum, gerð þeirra og eftirfylgni. Lagt var kapp á að gera mikið úr aðkomu Einars Odds Kristjánssonar og VSÍ, með fulltingi Ásmundar Stefánssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar. Of mikið er gert úr hlut Einars Odds Kristjánssonar; það stangast á við heimildir að hann hafi verið höfundur eða bjargvættur þjóðarsáttar. Tveimur mánuðum fyrir samninga voru hugmyndir hans óljósar og fjarri þjóðarsátt. Hins vegar vann Einar Oddur sér traust á öllum vígstöðvum og hvatti mjög eindregið til að fara þessa leið. Hvað þetta varðar er framlag hans til þjóðarsáttarinnar óumdeilt. En ástæða kapps Einars Odds var sú að þjóðarsáttin var einkar hagstæð atvinnurekendum. Einnig er gert of mikið úr hlut Ásmundar Stefánssonar. Hann hafði verið andsnúinn hugmyndum af þessu tagi og hafnað hugmyndum Þrastar Olafssonar 1985 og niðurfærsluleið forstjóranefndarinnar 1988. Hann var andvígur því að afnema kauptryggingarákvæði og var algjörlega andvígur því að afnema verðtryggingu í heild. Hinsvegar var þáttur Ásmundar afgerandi þegar hann féllst á að fara þessa leið, það var hann sem að lokum tryggði tilstyrk ASI. Það stenst ekki við nánari athugun að Gunnar Birgisson hafi fengið Guðmund J. til þátttöku. Allar heimildir benda til að hlutur Guðmundar J. í þjóðarsáttinni hafi verið stór. Hann var sannfærður um ágæti hugmynda Þrastar Ólafssonar og hafði lengi talað fyrir slíkum samningum á vettvangi verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisstjórnar. ASl og Ásmundur Stefánsson samþykkja ríkjandi söguskoðun vegna hagsmuna er tengjast jákvæðri ímynd. ASI lætur kyrrt liggja þar sem þjóðarsáttin flokkast með helstu afrekum sambandsins á 20. öld. Heimildir herma að Ásmundur sem þá hafði verið forseti í 10 ár, hafi stefnt á annan starfsvettvang. Því má ætla að hann hafi viljað skilja vel við og lyfta þessu tímabili sínu sem forseti ASÍ. í aðdraganda þjóðarsáttar er afar líklegt að rykið hafi verið dustað af tillögum Þrastar Ólafssonar frá árinu 1985. Margt bendir til að hugmyndir hans hafi verið lagðar til grundvallar samningagerðinni seint á árinu 1989. Svo margt líkt er með tillögum Þrastar og þjóðarsáttinni 1990, að útilokað er annað en að hugmyndir hans hafi verið hafðar til hliðsjónar. Ef hægt er að tala um hugmyndafræðilegan höfund þjóðarsáttarinnar 1990, þá er það tvímælalaust Þröstur Ólafsson. Bautasteinn sá er reistur var á Flateyri til minnast framlags Einars Odds Kristjánssonar til þjóðarsáttarsamninganna er dæmigerður fyrir þátt valdastofnanna 1 sköpun og varðveislu minninga. Með því að skapa slíkan stað minninga getur samtíminn endurskapað og viðhaldið ákveðinni sögu í þágu ákveðinna hagsmuna. Það vekur athygli að framlag Einars Odds til þjóðarsáttar varð ekki til þess að hann fengi vegtyllur innan Sjálfstæðisflokksins þann rúma áratugsem hann sat áþingi. Þegar Einar Oddur fellur sviplega frá, þá er það hins vegar nýtt ósmekklega til að festa goðsögnina enn frekar í sessi. Ríkjandi söguskoðun er því afbökuð saga og dæmi um markvissa sköpun sögu með það að leiðarljósi að miðla hagsmunum stjórnmálaafls. Markmiðið er að sveigja söguna að atvinnurekendum og Sjálfstæðisflokknum með því að útiloka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Með þessu móti er haldið á loffi ákveðinni hugmyndafræði og stoðum rennt undir pólitískt vald. Hetjurnar voru aðilar vinnumarkaðarins sem komu ríkisstjórninni til bjargar á ögurstundu. Langt var seilst í þessari sögusköpun er Gunnari Birgissyni var þakkaður stuðningur Guðmundar J. Síðar var enn lengra seilst er Hannes Hólmsteinn Gissurarson þakkaði Davíð Oddssyni efnahagslegan ávinning þjóðarsáttar. Þjóðarsáttin er dæmigerð stofnanagoðsögn sem valdastofnanirnar, Samtök atvinnulífsins, Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa skapað og viðhaldið með pólitískri einræðu og stað minninga. ASÍ virðist svo samþykkja þessa goðsögn, þar sem þjóðarsáttin styrkir ímynd sambandsins og flokkast 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.