Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 80

Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 80
Sagnir, 29. árgangur Georgía, Suður-Ossetía ogAbkasía var, eins og áður segir, fyrsta opinbera viðurkenningin á sjálfstæði bæði Abkasíu og Suður-Ossetíu. Georgíumenn brugðust ókvæða við hlut Rússa í stríðinu. Fulltrúar þeirra kölluðu stríðið meðal annars „áframhaldandi brot Rússlands á fullveldi og friðhelgi yíirráðsvæðis Georgíu."12 [Þýðing: SK] Bandaríkjamenn, helstu bandamenn georgískra stjórnvalda í stríðinu (í orði kveðnu, að minnsta kosti) töluðu um að Georgía væri fullvalda þjóð ogþað yrði að virða friðhelgi yfirráðasvæðis hennar.13 Þá lögðu Bandaríkjamenn líka til að ef til vill byggi meira á bak við hjá Rússurn og að tilgangur stríðsins væri annar en að verja hagsmuni Suður-Osseta. Fulltrúar þeirra notuðu meðal annars hugtök svo sem hið bandaríska „regime change," sem oftast er notað yfir stjórnarskipti sem framkvæmd eru með aðstoð erlends hervalds. Þanniglíta Georgíumenn ogþeirrabandamenn á stríðið sem ólöglegt rof á friðhelgi yfirráðasvæðis georgíska ríkisins, enda tilheyri Suður-Ossetía Georgíu. Rússnesk stjórnvöld (og að sjálfsögðu yfirvöld í aðskilnaðarhéruðunum) sjá hlutina í allt öðru Ijósi. Máli sínu til stuðnings halda þau því fram að Georgíumenn hafi framið ýmis ódæðisverk í stríðinu. Rússar sökuðu Georgíumenn meðal annars um að eyða heilu bæjunum svo að ekki væri hægt að setjast að í þeim aftur14 og gengu jafnvel svo langt að nota hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð: Hvaða lagalegu hugtök er hægt að nota til þess að lýsa því sem leiðtogar Georgíu hafa gert? Getum við talað um „þjóðernishrcinsanir", til dæmis, þegar, á nokkrum dögum, næstum 30.000 afþeim 120.000 sem búa í Suður-Ossetíu hafa orðið flóttamenn ... Eru það þjóðernishreinsanir eða ekki? Ættum við að lýsa því sem þjóðarmorði eða ekki? Þegar af þessum 120.000, 2.000 saklausir borgarar deyja á fyrsta degi, er það þjóðarmorð eða ekki? Hversu mikið af fólki, hversu margir almennir borgarar verða að deyja áður en við lýsum því sem þjóðarmorði?15 [Þýðing: SK] Rússnesk stjórnvöld réttlæta þannig sinn þátt í stríðinu sam mannúðaríhlutun. Framan af töluðu þau þó ekki um sjálfsákvörðunarrétt heldur einungis illa meðferð á íbúum Suður-Ossetíu. Það var ekki fyrr en eftir að þau höfðu gefið út formlegar yfirlýsingar um viðurkenningu á sjálfstæði héraðanna tveggja að talað var um að svæðin tvö nytu sjálfsákvörðunarrétt. Sagt var að Georgíumenn hefðu brotið það einstaklega mikið á íbúum þessara tveggja héraða ogþess vegna ættu íbúarnir ekki aðra kosti en að beita sjálfsákvörðunarrétti sínum.16 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.