Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 26

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Blaðsíða 26
20 HELGAFELL hann hafði og þetta erfiða líf, grófmnraða veggina, mjóa legubekkinn, hillurnar i'ir hvíta viðnum, brunninn, vatns- og matarbirgðirnar, sem komu á liálfsmánaðarfresti. Og þá kom snjórinn, skyndilega, án þess að gera boð á undan sér, án þess jörðin hefði áður verið vætt regni. Þannig var þetta land, miskunnarlaust gagnvart lífinu, jafnvel þótt menn kæmu ekki til skjalanna, og þeir bættu reyndar ekki um. En Daru var fæddur þarna. Allsstaðar ann- arsstaðar var hann útlagi. Hann gekk út á flötina fyrir framan skól- ann. Mennirnir tveir voru nú í miðri brekk- unni. Hann kannaðist nú við, að sá sem hest- inum reið var Balducci, gamall lögreglumað- ur, sem hann hafði þekkt lengi. Balducci teymdi á eftir sér Araba, sem gekk álútur með bundnar hendur. Lögreglumaðurinn veif- aði, en Daru hafði ekki augun af Arabanum, og svaraði ekki kveðjunni. Arabinn var klædd- ur skikkju, sem hafði áður verið blá. A fót- um hafði hann sandala og hosur úr grófri ull, á liöfði þröngan, stuttan túrban. Þeir færðust nær. Balducci hélt í við klárinn vegna Arabans, og þeir fóru hægt yfir. Þegar þeir voru komnir í kallfæri, hrópaði Balducci: „Ég er búinn að vera klukkutíma að fara þessa þrjá kílómetra hingað frá E1 Amör!“ Daru svaraði ekki. Hann stóð og horfði á þá, stuttur og samanrekinn í þykkri peysunni. Arabinn hafði ekki litið upp í eitt cinasta skipti. „Sælir,“ sagði Daru, þegar þeir kornu á flötina. „Komið inn fyrir og hlýið ykkur.“ Balducci klöngraðist af baki, án þess að sleppa reipinu, sem Arabinn var bundinn við. Hann brosti við kennaranum undan stríðu yfirskegginu. Lítil dökk augun, sem lágu djúpt undir sólbrenndu enni, og hrukk- urnar allt í kringum munninn gerðu hann íhugulan og aðgætinn á svip. Daru teymdi hestinn til útihúss og sneri aftur til mannanna tveggja, sem nú biðu hans í skólanum. Hann bauð þeim inn í herbergi sitt. „Ég ætla að hita upp kennslustofuna,“ sagði hann. „Þar fer betur um okkur.“ Þegar hann korn aftur inn í herbergið, sat Balducci á legubekknum. Hann hafði leyst reipið af Arabanum, sem hnipraði sig saman við ofninn. Hann var enn með hendur bundnar, en hafði ýtt túrban- inum aftur á hnakka, og horfði út um glugg- ann. f fyrstu tók Daru ekki eftir öðru en stór- um vörunum, þykkum og sléttum, næstum einsog á svertingja; en nefið var beint, aug- un myrk og full af sótthita. Undir túrbanin- um var þrjózkulegt enni, og bak við sól- brennda andlitshúðina, sem hafði fölnað nokk- uð í kuldanum, var einhver óróleiki og upp- reisnargirni, sem Daru veitti athygli um leið og Arabinn leit við og horfði beint í augu honum. „Gangið inn í stofuna“, sagði kenn- arinn. „Ég ætla að sjóða myntu-te handa ykkur.“ — „Þakk fyrir,“ sagði Balducci. „Fari það bölvað. Gott að hvíla sig.“ Hann ávarp- aði fangann á arabísku: „Komdu.“ Arabinn reis á fætur með hendurnar bundnar að framanverðu, og gekk hægt inn í kennslustof- una. Daru kom inn með stól um leið og hann bar fram teið. En Balducci hafði þegar tekið sér sæti á fremsta borðinu, og Arabinn sat á liækjum sínum upp við kennaraborðið, gegnt ofninum, sem var á milli kennaraborðsins og gluggans. Daru ætlaði að rétta fanganum te- bollann, en hikaði þegar hann tók eftir bundn- um höndum hans. „Það væri kannski hægt að leysa hann.“ — „Auðvitað,“ sagði Bald- ucci. „Þess þurfti bara meðan á ferðinni stóð.“ Hann gerði sig líklegan til að standa upp. en Daru lagði bollann frá sér á gólfið og kraup við lilið Arabans. Arabinn sagði ekki neitt, en horfði sóttheitum auguin á böndin leyst af höndum sér. Þegar hendurnar voru lausar, neri hann saman bólgnum úlnliðunum, tók tebollann og sötraði hratt, í stuttum teyguin. Jæja, sagði Daru. Og livert er förinni heitið? Balducci lyfti skegginu upp úr teinu: Hing- að, sonur. Skrítnir nemendur það! Ætlið jiið að gista hér? Nei. Ég fer aftur til E1 Amör. Og þú ferð með félaga minn til Tingví. Ilans cr beðið í borginni. Balducci horfði á Daru og brosti vingjarn- lega. Hvað ertu að skálda? sagði kennarinn. Ertu að henda gaman að mér? Nei, sonur. Þetta er skipun. Skipun? Ég er ekki . . . Daru hikaði; hann vildi ekki særa gamla manninn. — Sem sagt, það er ekki í mínurn verkahring. Uss! hverju skiptir jiað? í stríði verða menn að gera hvað sem er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.