Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 47

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 47
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 41 færri þjóðkjörnir menn eiga þar setu en 36. Til að ná þessari tölu álítur meiri hlutinn það réttast, eins og hér stend- ur á, að hvert lögsagnarumdæmi kjósi 2 fulltrúa, að undan teknum 2 hinum fámennustu sýslum: Vestmannaeyja- sýslu og Strandasýslu.“ (Þjóðftíð. bls. 529). Gert er ráð fyrir því, að amtmenn geti þar sem það hentar, skipt lögsagnarum- dæmunum í tvö einmenningskjördæmi, svo sem gert er ráð fyrir í tillögunum um Þingeyjar- og Skaftafellssýslur. Askammri stund skipast veður í lofti, og það er auðséð, að svo hefir orðið um afstöðuna til kosningalaganna á þjóð- fundinum. Þarna voru miklu geigvænlegri tíðindi í aðsigi en svo, að íslendingar mætti vera að því að eyða kröftunum að lausn innanlandsmála, sem einhverja bið þoldu. Allir urðu að taka saman höndum í barátt- unni fyrir landsréttindunum, og þegar svo mátti heita, að í því máli væri allir kjós- endur landsins sammála, hvaða máli skipti það þá, þótt sumir þingfulltrúarnir væri fulltrúar fyrir nokkur hundruð íbúa, en aðrir fyrir þúsundir? Ekkert höfuðmál olli ágreiningi meðal þjóðkjörinna fulltrúa, og þeir voru allir fulltrúar fyrir alla lands- menn. Að þessu athuguðu er það sízt furða, að umræðurnar um kosningalögin á hinum næstu þingum breyta um svip. Fjörið er horfið úr þeim. Kjördæmaskiptingin er al- gert auka-atriði; fremsti forvígismaður réttlátrar kjördæmaskipunar, Brynjólfur Pétursson, er og fallinn í valinn. Kosninga- lögin eru rædd á tveim næstu þingum, og hinn 6. janúar 1857 gefur konungur út tilskipun um breyting á tilskipun 8. marz 1843 viðvíkjandi kosningum til Alþingis. Jón Sigurðsson segir frá því, sem áunnizt hafði, í Nýjum félagsritum 1858 (18. ár, bls. 2—4): „Þegar úrskurður konungs [Kristjáns 8. hinn 20. maí 1840] um alþing átti að koma til framkvæmdarinnar, komu fram þrjár aðalstefnur, sem voru byggðar á ólíkum skoðunum manna. Ein stefnan var sú, sem gekk í nokkrum efnum næst úrskurðinum, að fá alþing 1 öllu hinu ytra sem líkast hinu forna, og þó eink- um að fá það haldið á Þingvöllum. Al- þingisstaðurinn var hjá þessum flokki aðalatriðið, og þar með þótti þeim al- þing standa og falla. Það má geta nærri, að í þessum flokki voru öll skáldin, og flestir þeir, sem litu helzt á málið eftir tilfinningum sínum. Önnur stefnan var sú, sem einnig byggist að nokkru leyti á úrskurði konungsins: að hafa þingið sem líkast hinum dönsku þingum, svo sem það er ætti að hafa áþekk störf á hendi. Þessa stefnu höfðu reyndar fáir, því hún var óíslenzk, en þessir hinir fáu stóðu næstir málinu, og voru í embættis- manna-nefndinni; það urðu því málalok þeirra, að búa til alþingislög beint eftir tilskipuninni um þingin í Danmörku; þetta var bæði ábyrgðarminnst við stjórnina, og svo var það líka hægast, því þá þurfti ekki annað en skrifa upp dönsku tilskipunina, „að svo miklu leyti sem hún átti við“; en gamla alþing var slegið úr leik með því, að menn þóttust ekki vita betur —eða vissu ekki betur — en það hefði verið einungis illa lagaður yfirdómur. Hin þriðja stefnan var sú, að nokkrir vildu fara sem næst hinu forna alþingi í öllu því, sem snerti vald þingsins og réttindi: að það hefði fullt úrskurðarvald í innlendum málum, að íslendingar fengi frjálslegan kosningar- rétt, kjörgengi frjálsa, þing nokkuð fjöl- skipað og þinghald í heyranda hljóði, en halda ekki hinum forna alþingisstað. Það fór að vonum, að annar flokkurinn sigraði í meðferð málsins, því það féll stjómarráðinu bezt, að allt væri sniðið eftir Danmörku, en við það datt all- mörgum af fyrsta flokknum ketill í eld, og þóttust nú sjá að alþing mundi að engu verða; en hinir af þeim flokki, sem vægari voru, gengu í hóp með þeim sem vildu enn knýja á og fá aukin smá- saman réttindi alþingis. Þessi flokkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.