Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 54
48
HELGAFELL
meira á hinu við að fletta blöðum frá þess-
um árum, hve lítið var um það rætt. Sam-
þykktir þingmálafunda voru frumvarpinu
yfirleitt andvígar. Þetta hvorttveggja, og
umræðurnar á Alþingi 1907, sýnir, að þjóð-
in hafði enn eigi til fulls áttað sig á ný-
mælinu.
Tillögur Hannesar Hafsteins um kjör-
dæmin voru þessar, og er tilgreind íbúatala
hvers þeirra eftir manntalinu 1903:
1. kjördæmi (6 þm.): Reykjavík,
Gullbringu- og Kjósarsýsla .... 13270
2. kjördæmi (5 þm.): Árnesssýsla,
Rangárvallasýsla, Vestmanna-
eyjar og af Vestur-Skaftafells-
sýslu Dyrhóla-, Hvamms- og
Álftavershreppar ........... 12052
3. kjördæmi (5 þm.): Borgarfjarð-
arsýsla, Mýrasýsla, Snæfells-
ness- og Hnappadalssýsla,
Dalasýsla og Austur-Barða-
strandarsýsla ............... 11288
4. kjördæmi (4 þm.): Vestur-
Barðastrandarsýsla, ísafjarð-
arsýslur báðar, ísafjörður .... 9438
5. kjördæmi (5 þm.): Stranda-
sýsla, Húnavatnssýsla, Skaga-
fjarðarsýsla og Hvanneyrar-,
Þóroddsstaða- og Svarfaðar-
dalshreppar ............... 11898
6. kjördæmi (5 þm.): Aðrir hrepp-
ar Eyjafjarðarsýslu, Akur-
eyri, báðar Þingeyjarsýslur,
Skeggjastaða- og Vopnafjarð-
arhreppar ................. 11373
7. kjördæmi (4 þm.): Aðrir hrepp-
ar Norður-Múlasýslu, Seyðis-
fjörður, Suður-Múlasýsla,
Austur-Skaftafellssýsla og
Vestur-Skaftafellssýsla að
Kúðafljóti ................. 9220
Samtals ....................... 78539
Fram að þessu hafði leit manna að réttu
hlutfalli í kosningum eingöngu miðazt við
íbúatölu kjördæmanna, og sýslunefndirn-
ar og þingmálafundirnir stóðu þar enn í
sömu sporum. Flokkamyndun var ný í
landinu. Flokkadrættir höfðu að vísu ver-
ið um einstök mál eins og kláðamálið, en
um höfuðmálin stóðu menn saman, þótt
mis-einarðlega væri, alla tíð Jóns Sigurðs-
sonar og lengur. Flokkaskipun um þjóðmál
hefst í rauninni með Valtýskunni rétt fyr-
ir aldamót.
Þótt flokkaskipun væri enn í mótun, sá
Hannes Hafstein það, að hún hlaut að fær-
ast í fastara horf. Vafalaust hefir hann
talið það öruggt, að sér tækist með velvild
Friðriks 8. að leysa sambandsmálið við
Danmörku um langa framtíð, og þá færðist
flokkaskipun hér meira 1 hið sama horf og
með öðrum þjóðum. Þótt úrslit þessa mikla
máls ættu eftir að valda honum vonbrigð-
um og lausn þess tefðist um áratug, sýnir
það framsýni hans, hve ríka áherzlu hann
lagði á kjördæmamálið. Hann vildi eigi að-
eins tryggja, að meiri hluti þjóðarinnar
fengi að ráða, heldur og hitt, að minni hlut-
inn fengi áheyrn.
„Allt nýtt“, sagði Hannes, ,,sem er satt
og rétt er upphaflega í minni hluta. Því
er skylda að tryggja minni hlutanum ein-
hvern rétt.“ (Alþt. 1907, B. 2106).
í framsöguræðu sinni segir Hannes:
„Hér er komið í veg fyrir þau rang-
indi, er vel geta átt sér stað eftir nú-
gildandi lögum, að jafnvel minni hluti
kjósenda geti algjörlega ráðið úrslitum
kosninga, og þeirri hættu hrundið á bug,
að nokkur flokkur manna innan hvers
kjördæmis fái meira fulltrúamagn en
honum ber að tiltölu. Jafnframt er
hverjum flokki veitt trygging fyrir því
að geta komið að fulltrúum eftir réttu
hlutfalli, og þjóðkunnum mönnum, er
vel má vera að skorti kjörfylgi í ein-
stakri sýslu eða kaupstað, enda þótt þeir
hafi talsvert fylgi víðsvegar, greiddur
vegur til þingsetu, án þess þó að rétti
einstakra héraða til að framfylgja sínu
þingmannsefni sé 1 nokkru misboðið".
N Tefnd sú, sem fjallaði um kjördæmamál-
^ ið á Alþingi 1907, klofnaði. Meiri hlut-
inn — en framsögumaður hans var Jón
Magnússon, síðar forsætisráðherra — vildi