Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 63

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 63
RICHARD H. ROVERE: Fall McCarthys Um haustið 1954 samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings víti á þingmanninn Jo- seph R. MeCarthy fyrir ábyrgðarlausa og óþingmannslega framkomu í ýmsum mál- um. Nefnd þeirri er rannsakaði mál Mc- Carthys og undirbjó vítin stjórnaði flokks- bróðir hans, öldungadeildarþingmaður frá Utah, Arthur V. Watkins. McCarthy hafði, eins og kunnugt er, verið hinn óþarfasti maður í stjórnmálum Bandaríkjanna og honum hafði tekizt að gera stjómarstefnu lands síns tortryggilega meðal fjölda manna um allan heim. í augum þeirra manna var hinn svonefndi McCarthyismi í stytztu máli bandarískur fasismi. Annað mál er það, að erlendis gerðu menn jafnan meira úr valdi hans en efni stóðu til, enda þótt það vaeri vissulega ískyggilegt eins og kemur glöggt fram. í eftirfarandi grein Richards Roveres, hins ágæta Washington- fréttaritara New Yorker Magazine. Um áhrif McCarthys hefur margt verið ritað, en lýsingar á manninum eru aftur sjald- fundnari. Greinin er nokkuð stytt í þýð- ingu. í vetrarbyrjun [1954] var Joe McCarthy búinn að vera. Ekki svo að skilja, að fylgismenn hans hefðu snúið við honum bakinu. Hann hafði ekki, svo maður vissi glatað neinum sönnum vini. Stratemeyer herforingi tók að sér forustu í nefnd, sem hét „Tíu miljónir Ameríkumanna búast til vamar réttlætinu“. Allir gömlu óróa- mennirnir fylktu sér um hann og um það bil að víti höfðu verið samþykkt, var komið með mót- mælaskjal með ríflega miljón undirskriftum í brynvagni og afhent öldungadeildinni. McCarthy hélt ennþá öllum gæðum sinum: sæti í öldunga- deildinni, aldursforréttindum, nefndarsætum. Réttur helmingur flokksbræðra hans í deildinni hafði staðið með honum og neitað að samþykkja víti. Allt um það var hann búinn að vera, það vissu allir. Hann hafði ekki lengur mátt til að sera öldungadeildina og láta hrikta í Hvítahús- inu. Sextíu og sjö öldungadeildarmenn, þar af tuttugu og tveir repúblikanar höfðu dirfzt að greiða atkvæði móti honum og forseti landsins hafði kvatt Watkins, öldungadeildarmann á fund sinn til þess, svo að notuð séu orð James Ha- gerty forsetaritara, „að óska honum til hamingju með frábærlega vel unnið verk“. Stórum meira máli skipti þó hitt að McCarthy hafði sjálfur kiknað. Áræði hans, frábært tímaskyn og jafn- vel eitthvað af illmennsku hans virtist þorrið. Stælingin var farin úr honum og komin þjótta í staðinn. Fantabrögð kunni hann ennþá í ná- vígi, en beitti þeim sjaldan. Hann reif ekki framar andstæðinga sína á hol, heldur sagði brandara og reyndi að hrekkja þá eins og strák- ar gera. Þegar hann var spurður um samþykkt öldungadeildarinnar, sagði hann: „Ég myndi ekki beinlínis kalla hana traustsyfirlýsingu.“ og bætti við: „Ég hefi svo sem ekki verið hengdur án dóms og laga.“ Þau tvö og hálft ár, sem McCarthy átti nú ólifuð, gerði hann mjög ósannfærandi tilraunir til að komast aftur á kjöl. Öðru hverju hélt hann ræður í öldungadeildinni til þess að ráðast á einhvem eða eitthvað, en það var sjaldan mik- ill kraftur í þessum árásum, og fáir hlýddu á þær. Þegar hann stóð á fætur, tíndust þingmenn út og blaðamenn notuðu tækifærið til að fara i mat, grípa í spil, eða athuga, hvað Lyndon Johnson hefði fyrir stafni. Stöku sinnum mátti sjá McCarthy vafra (eða vaga, því að hann tók að drekka meir og meir, en bar það verr og verr) fram einhvern ganginn í þinghúsinu á leið í eitt- hvert fundarherbergi, þar sem von kynni að vera á blaðaljósmyndurum. Þetta voru sjaldan ferðir til fjár. Oftast létu þeir sem þeir sæju hann ekki, ef þeir létu hann njóta fyrri daga og tóku af honum mynd, stungu ritstjórar henni undir stól. Hann komst ókeypis á sjónvarp öðru hverju, venjulega á einhverri dagskrá, sem naut lítilla vinsælda, hann notaði þá gjarnan tækifærið til að kalla Paul Hoffman „aftursnúning til frum- mannsins", Sherman Adams „títuhaus", eða Harold Stassen „einhvern fyrirlitlegasta stjórn- málamann okkar tíma“. Málfarið var gamal- kunnugt, en röddin önnur og skapið búið. Hann var löngum veikur og oft á spítala til að leita sér bóta við torkennilegum sjúkdóm- um. Umræðu um vítin hafði verið frestað í tíu daga, vegna þess að hann lá þá á sjúkrahúsi einu sinni sem oftar. Hann sagði gestum sín- um á spítalanum, að það hefði verið gerður á sér skurður til að ná burt glerbrotum úr oln- boganum á sér. (Það kvisaðist, að aðdáandi heim-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.